Bráðum kemur betri tíð Þórgunnur Oddsdóttir skrifar 2. janúar 2009 06:00 Ég er varla ein um að hafa fyllst gríðarlegum fögnuði og feginleik þegar raketturegnið náði hámarki á gamlárskvöld og kirkjuklukkurnar hringdu nýja árið inn. Árið 2008 var loksins liðið í aldanna skaut. Bang, bang! Guði sé lof að það kemur aldrei til baka. Árið átti svo sem sína góðu spretti. Sumarið var sólríkt og í nokkra daga í lok ágúst bjuggum við á stórasta landi í heimi. En þá er það líka upp talið, restin var eintóm leiðindi. Kreppa, Suðurlandsskjálftar, atvinnuleysi, bankahrun, verðhækkanir, ísbjarnarheimsóknir og pólitískt þvaður. Ef einhverntíma var þörf á að sprengja gamla árið í tætlur þá var það einmitt núna. Ég átti von á allsherjar sprengjubrjálæði og útrás. Bjóst við að flugeldasala yrði meiri en nokkru sinni fyrr og lúxusjeppar og opinberar byggingjar fengju að fuðra upp í glitrandi litadýrð í leiðinni. Svo rifjaðist það upp fyrir mér, hvernig sem ég gat gleymt því, að þjóðin er slypp og snauð eftir allt sem á undan er gengið og ríka pakkið sem hafði efni á stærstu tívolíbombunum í fyrra löngu flúið úr landi. Þótt ljósadýrðin hafi verið tilkomuminni en við var að búast leið mér óskaplega vel þegar hvellirnir dóu út. Þetta ólukkans ár var liðið og ekkert eftir af því nema hrapandi rakettuprik og bölvaður óþefur. Reykjarmökkurinn lagðist yfir byggðina stækari en nokkru sinni fyrr því við þungan daun ársins 2008 blandaðist fýla af brenndum peningum, útbrunnu góðæri og rotnandi efnishyggju. Golan feykti ólyktinni af 2008 smám saman í burtu og ég sofnaði sæl og glöð, sannfærð um að vakna við ferska angan nýrra tíma í morgunsárið, að sjálfsögðu búin að steingleyma því að við tæki leiðinlegasti dagur ársins, nýársdagur! Dagurinn þar sem ekkert gerist af því gamla árið er liðið en það nýja ekki almennilega byrjað. Dagurinn sem er svo óspennandi að það er ekkert í fréttum nema nýfædd börn og slagsmál í miðbænum, ár eftir ár, alltaf eins. Ég reikna með að árið 2009 byrji fyrir alvöru í dag, 2. janúar. Og vonandi vel. Við eigum það svo sannarlega skilið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórgunnur Oddsdóttir Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Ég er varla ein um að hafa fyllst gríðarlegum fögnuði og feginleik þegar raketturegnið náði hámarki á gamlárskvöld og kirkjuklukkurnar hringdu nýja árið inn. Árið 2008 var loksins liðið í aldanna skaut. Bang, bang! Guði sé lof að það kemur aldrei til baka. Árið átti svo sem sína góðu spretti. Sumarið var sólríkt og í nokkra daga í lok ágúst bjuggum við á stórasta landi í heimi. En þá er það líka upp talið, restin var eintóm leiðindi. Kreppa, Suðurlandsskjálftar, atvinnuleysi, bankahrun, verðhækkanir, ísbjarnarheimsóknir og pólitískt þvaður. Ef einhverntíma var þörf á að sprengja gamla árið í tætlur þá var það einmitt núna. Ég átti von á allsherjar sprengjubrjálæði og útrás. Bjóst við að flugeldasala yrði meiri en nokkru sinni fyrr og lúxusjeppar og opinberar byggingjar fengju að fuðra upp í glitrandi litadýrð í leiðinni. Svo rifjaðist það upp fyrir mér, hvernig sem ég gat gleymt því, að þjóðin er slypp og snauð eftir allt sem á undan er gengið og ríka pakkið sem hafði efni á stærstu tívolíbombunum í fyrra löngu flúið úr landi. Þótt ljósadýrðin hafi verið tilkomuminni en við var að búast leið mér óskaplega vel þegar hvellirnir dóu út. Þetta ólukkans ár var liðið og ekkert eftir af því nema hrapandi rakettuprik og bölvaður óþefur. Reykjarmökkurinn lagðist yfir byggðina stækari en nokkru sinni fyrr því við þungan daun ársins 2008 blandaðist fýla af brenndum peningum, útbrunnu góðæri og rotnandi efnishyggju. Golan feykti ólyktinni af 2008 smám saman í burtu og ég sofnaði sæl og glöð, sannfærð um að vakna við ferska angan nýrra tíma í morgunsárið, að sjálfsögðu búin að steingleyma því að við tæki leiðinlegasti dagur ársins, nýársdagur! Dagurinn þar sem ekkert gerist af því gamla árið er liðið en það nýja ekki almennilega byrjað. Dagurinn sem er svo óspennandi að það er ekkert í fréttum nema nýfædd börn og slagsmál í miðbænum, ár eftir ár, alltaf eins. Ég reikna með að árið 2009 byrji fyrir alvöru í dag, 2. janúar. Og vonandi vel. Við eigum það svo sannarlega skilið.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun