Fallast ekki á valdaafsal Alþingis 3. apríl 2009 04:30 Þorgerður og Bjarni segja flokk sinn viljugan að breyta stjórnarskránni. Það bíði betri tíma. Fréttablaðið/anton Hart var tekist á um breytingar á stjórnarskránni við aðra umræðu málsins á Alþingi í gær. Óánægja sjálfstæðismanna með frumvarp hinna stjórnmálaflokkanna fjögurra er megn. Hófu formaður og varaformaður flokksins gærdaginn á að útskýra viðhorf sitt á fundi með blaðamönnum. Sögðust þau geta fallist á eina grein frumvarpsins; þá er fjallar um hvernig breyta á stjórnarskránni. Annað vildu þingmenn flokksins ekki sjá að svo stöddu enda tíminn knappur fram að kosningum og vert að nýta hann til umræðna um brýnni viðfangsefni stjórnmálanna. Engu að síður lýstu þau Bjarni Benediktsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir flokk sinn viljugan til að breyta stjórnarskránni. En það þyrfti að bíða betri tíma. Í frumvarpinu, sem allt bendir til að verði samþykkt gegn vilja sjálfstæðismanna, er gert ráð fyrir að stjórnlagaþing starfi frá miðju næsta ári og setji lýðveldinu nýja stjórnarskrá. Þorgerður Katrín sagði af og frá að hægt væri að fallast á slíkt; ekki kæmi til greina að Alþingi afsalaði sér valdinu til stjórnarskrárgjafar. Á hinn bóginn gæti hún hugsað sér að einhvers konar stjórnlagaþing yrði Alþingi ráðgefandi við endurskoðun stjórnarskrárinnar. Þá sagði hún óráð að kveða á um þjóðaratkvæðagreiðslu í stjórnarskránni, rétt væri hins vegar að fjalla um slíka atkvæðagreiðslu í almennum lögum. - bþs Kosningar 2009 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Hart var tekist á um breytingar á stjórnarskránni við aðra umræðu málsins á Alþingi í gær. Óánægja sjálfstæðismanna með frumvarp hinna stjórnmálaflokkanna fjögurra er megn. Hófu formaður og varaformaður flokksins gærdaginn á að útskýra viðhorf sitt á fundi með blaðamönnum. Sögðust þau geta fallist á eina grein frumvarpsins; þá er fjallar um hvernig breyta á stjórnarskránni. Annað vildu þingmenn flokksins ekki sjá að svo stöddu enda tíminn knappur fram að kosningum og vert að nýta hann til umræðna um brýnni viðfangsefni stjórnmálanna. Engu að síður lýstu þau Bjarni Benediktsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir flokk sinn viljugan til að breyta stjórnarskránni. En það þyrfti að bíða betri tíma. Í frumvarpinu, sem allt bendir til að verði samþykkt gegn vilja sjálfstæðismanna, er gert ráð fyrir að stjórnlagaþing starfi frá miðju næsta ári og setji lýðveldinu nýja stjórnarskrá. Þorgerður Katrín sagði af og frá að hægt væri að fallast á slíkt; ekki kæmi til greina að Alþingi afsalaði sér valdinu til stjórnarskrárgjafar. Á hinn bóginn gæti hún hugsað sér að einhvers konar stjórnlagaþing yrði Alþingi ráðgefandi við endurskoðun stjórnarskrárinnar. Þá sagði hún óráð að kveða á um þjóðaratkvæðagreiðslu í stjórnarskránni, rétt væri hins vegar að fjalla um slíka atkvæðagreiðslu í almennum lögum. - bþs
Kosningar 2009 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira