Að axla ábyrgð Óli Kristján Ármannsson skrifar 10. júní 2009 08:00 Samkomulag við Breta um lausn Icesave-deilunnar er fagnaðarefni og hluti af úrlausn þeirra mörgu vandamála sem við blasa í endurreisn landsins eftir efnahagshörmungar. Til eru þeir sem koma til með að vera andsnúnir öllum ákvörðunum sem kunna að vera teknar af hálfu stjórnvalda og öllum samningum sem koma til með að nást. Þeir sem þannig eru þenkjandi hafa alltaf verið til, en mismikið mark á þeim tekið. Núna er jarðvegur frjór fyrir andskota þessa vegna þess hve fólk er reitt og hversu mikil óvissa ríkir um endanlegan kostnað sem á landsmenn á eftir að falla vegna hruns gjaldmiðilsins og bankakerfisins. Tilhugsunin um að bera kostnað af áhættusækni, mistökum og mögulega þaðan af verri hegðan í Landsbankanum er vitanlega nóg til að sjóði blóðið í heiðvirðu fólki. Um leið er mikilvægt að ekki gleymist að þetta sama fólk kaus hér yfir sig það stjórnarfar sem gerði bönkunum þetta kleift. Stjórnvöld sem klúðruðu einkavæðingu bankanna á sínum tíma og aðstoðuðu þá við vöxt utan landsteinanna. Stjórnvöld sem stungu höfðinu í sandinn þrátt fyrir fjölda aðvarana um að Seðlabanki Íslands væri ekki starfi sínu vaxinn sem lánveitandi til þrautavara og neituðu að horfast í augu við hversu mikil áhætta væri í því falin að halda hér úti örsmáum og sveiflugjörnum gjaldmiðli. Í þeim efnum er alveg óhætt að spyrja hvort almannahagur hafi ráðið för eða einhverjir hagsmunir aðrir. Stjórnvöld hafa gert ítrekuð mistök í hagstjórn, en minna hefur verið um að stjórnmálamenn þurfi í kosningum að sæta ábyrgð gjörða sinna. Einhver vísir var þó að því í síðustu kosningum og aldrei að vita nema enn betur hefði tekist til í þeim efnum hefði meiri tími verið tekinn í að undirbúa kosningarnar og meira ráðrúm til þess að finna fólk með viti í framboð. Mistök bankamanna og almennings í að velja sér fólk til stjórnarstarfa breytir því þó ekki að landið hefur undirgengist skuldbindingar á alþjóðavísu. Þannig erum við hluti af innlánstryggingakerfi Evrópulanda, en því er ætlað að tryggja þeim sem peninga eiga í banka ákveðna lágmarksvernd fari svo að banki fari á hausinn. Fráleitt er að ætla að stilla sér upp í einhverju fórnarlambshlutverki og skæla sig frá ábyrgð sinni eins og alkóhólisti í afneitun þegar illa fer. Halda mætti því fram að hér beri almenningur ábyrgð á hruninu með því að hafa ekki verið nógu duglegur í að sinna lýðræðinu og borgaralegum skyldum með því að taka ábyrga afstöðu til manna og málefna. Viðbúið er að einhver kostnaður, jafnvel mikill, falli á almenning vegna Icesave. (Þegar er búið að moka út fleiri hundruð milljörðum vegna kostnaðar á öðrum vígstöðvum, svo sem vegna tapaðra endurhverfra lána Seðlabankans til bankakerfisins og í þeirri hæpnu aðgerð að bæta stöðu peningamarkaðssjóða áður en úr þeim var greitt.) Horfast þarf í augu við að óvissa ríki um endanlegan kostnað og láta af því kreppuklámi að ætla sér að allt hljóti að fara á versta veg. Þrotabú Landsbankans á eftir að fá greiðslu vegna yfirfærslu eigna til nýja Landsbankans og á reikningum bankans í Bretlandi eru vænar summur. Samtals líklega yfir helmingi af 660 milljörðunum sem bankinn skuldar innstæðueigendum Icesave. Vonandi duga aðrar eignir bankans sem lengst upp í það sem eftir stendur. Það hjálpar hins vegar engum að mála skrattann á vegginn og þaðan af síður að ganga á bak skuldbindingum okkar og snúa baki við alþjóðasamstarfi. Hætt er við að einmanaleg yrði sú eyðimerkurganga og ótrúlegt ábyrgðarleysi þeirra sem ýta undir ranghugmyndir um að þjóðinni farnist best að vera ein á báti í sjálfsþurftarveiðum og -búskap. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun
Samkomulag við Breta um lausn Icesave-deilunnar er fagnaðarefni og hluti af úrlausn þeirra mörgu vandamála sem við blasa í endurreisn landsins eftir efnahagshörmungar. Til eru þeir sem koma til með að vera andsnúnir öllum ákvörðunum sem kunna að vera teknar af hálfu stjórnvalda og öllum samningum sem koma til með að nást. Þeir sem þannig eru þenkjandi hafa alltaf verið til, en mismikið mark á þeim tekið. Núna er jarðvegur frjór fyrir andskota þessa vegna þess hve fólk er reitt og hversu mikil óvissa ríkir um endanlegan kostnað sem á landsmenn á eftir að falla vegna hruns gjaldmiðilsins og bankakerfisins. Tilhugsunin um að bera kostnað af áhættusækni, mistökum og mögulega þaðan af verri hegðan í Landsbankanum er vitanlega nóg til að sjóði blóðið í heiðvirðu fólki. Um leið er mikilvægt að ekki gleymist að þetta sama fólk kaus hér yfir sig það stjórnarfar sem gerði bönkunum þetta kleift. Stjórnvöld sem klúðruðu einkavæðingu bankanna á sínum tíma og aðstoðuðu þá við vöxt utan landsteinanna. Stjórnvöld sem stungu höfðinu í sandinn þrátt fyrir fjölda aðvarana um að Seðlabanki Íslands væri ekki starfi sínu vaxinn sem lánveitandi til þrautavara og neituðu að horfast í augu við hversu mikil áhætta væri í því falin að halda hér úti örsmáum og sveiflugjörnum gjaldmiðli. Í þeim efnum er alveg óhætt að spyrja hvort almannahagur hafi ráðið för eða einhverjir hagsmunir aðrir. Stjórnvöld hafa gert ítrekuð mistök í hagstjórn, en minna hefur verið um að stjórnmálamenn þurfi í kosningum að sæta ábyrgð gjörða sinna. Einhver vísir var þó að því í síðustu kosningum og aldrei að vita nema enn betur hefði tekist til í þeim efnum hefði meiri tími verið tekinn í að undirbúa kosningarnar og meira ráðrúm til þess að finna fólk með viti í framboð. Mistök bankamanna og almennings í að velja sér fólk til stjórnarstarfa breytir því þó ekki að landið hefur undirgengist skuldbindingar á alþjóðavísu. Þannig erum við hluti af innlánstryggingakerfi Evrópulanda, en því er ætlað að tryggja þeim sem peninga eiga í banka ákveðna lágmarksvernd fari svo að banki fari á hausinn. Fráleitt er að ætla að stilla sér upp í einhverju fórnarlambshlutverki og skæla sig frá ábyrgð sinni eins og alkóhólisti í afneitun þegar illa fer. Halda mætti því fram að hér beri almenningur ábyrgð á hruninu með því að hafa ekki verið nógu duglegur í að sinna lýðræðinu og borgaralegum skyldum með því að taka ábyrga afstöðu til manna og málefna. Viðbúið er að einhver kostnaður, jafnvel mikill, falli á almenning vegna Icesave. (Þegar er búið að moka út fleiri hundruð milljörðum vegna kostnaðar á öðrum vígstöðvum, svo sem vegna tapaðra endurhverfra lána Seðlabankans til bankakerfisins og í þeirri hæpnu aðgerð að bæta stöðu peningamarkaðssjóða áður en úr þeim var greitt.) Horfast þarf í augu við að óvissa ríki um endanlegan kostnað og láta af því kreppuklámi að ætla sér að allt hljóti að fara á versta veg. Þrotabú Landsbankans á eftir að fá greiðslu vegna yfirfærslu eigna til nýja Landsbankans og á reikningum bankans í Bretlandi eru vænar summur. Samtals líklega yfir helmingi af 660 milljörðunum sem bankinn skuldar innstæðueigendum Icesave. Vonandi duga aðrar eignir bankans sem lengst upp í það sem eftir stendur. Það hjálpar hins vegar engum að mála skrattann á vegginn og þaðan af síður að ganga á bak skuldbindingum okkar og snúa baki við alþjóðasamstarfi. Hætt er við að einmanaleg yrði sú eyðimerkurganga og ótrúlegt ábyrgðarleysi þeirra sem ýta undir ranghugmyndir um að þjóðinni farnist best að vera ein á báti í sjálfsþurftarveiðum og -búskap.
Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun