Innlent

Össur: Sjálfstæðismenn tvöfaldir í roðinu

Össur Skarphéðinsson.
Össur Skarphéðinsson.
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, segir að sjálfstæðismenn séu tvöfaldir í roðinu þegar kemur að umræðu um skattahækkanir. Í pistli á heimasíðu sinni segir ráðherrann að Sjálfstæðisflokkurinn hafi haldið því að ríkisstjórnarflokkarnir ætli að hækka skatta úr öllu hófi eftir kosningar. Össur segir hins vegar athyglisvert að að skoða orð og gjörðir sjálfstæðismanna í skattamálum mitt í kreppunni.

„Síðasti fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins lagði fyrir áramót fram frumvarp þar sem lagt var til hækkun á skattprósentu sem svaraði til tíu milljarða Hver einasti alþingismaður Sjálfstæðismanna greiddi því atkvæði," segir Össur.

Þá segir Össur að bæði Bjarni Benediktsson og Kristján Þór Júlíusson hafi ekki útilokað skattahækkanir. „Kristján situr í bæjarstjórn á Akureyri - og þar er kallinn strax búinn að hækka útsvarið á Akureyringana! Vaskur maður, Stjáni bæjó."

Að lokum spyr Össur hvað Akureyri, Kópavogur og Reykjanesbær eiga sameiginlegt. „Jú, á öllum þessum stöðum er Sjálfstæðisflokkurinn búinn að hækka útsvar nú þegar!"

Pistil Össurar er hægt að lesa hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×