Ást á sekum Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar 4. september 2009 00:01 Hinn 23. ágúst árið 1973 notaði Jan Erik Olsson bæjarleyfi sitt frá fangelsi til að ræna Kreditbankann í Stokkhólmi. Lögregla var þegar kölluð til, Jan Erik varð stressaður, greip til vopna og særði einn lögreglumann skotsári. Eftir það sá hann í hendi sér að tilraun til að verða sér úti um mikið fé á skömmum tíma var að fara út um þúfur og hann var í tómu veseni. Til að vinna tíma og redda sér úr klípunni brá þessi misheppnaði bankaræningi á það ráð að taka fjóra gísla úr hópi viðskiptavina bankans og gerði í kjölfarið alls kyns kröfur um aðföng og peninga. Félagi bankaræningjans slóst nú í hópinn og þá voru þeir orðnir tveir. Þrátt fyrir að báðir þessir dæmdu ofbeldismenn og ræningjar hafi haldið gíslum sínum föngnum með hótunum um byssukúlu í hausinn, virðast þeir hafa verið elskulegir með afbrigðum. Reyndar svo notalegir og trúverðugir að gíslarnir sögðust hafa fundið til öryggis í návist þeirra en hafi hins vegar óttast aðgerðir lögreglu. Á þeim sex dögum sem fórnarlömbunum var haldið föngnum sannfærðust þau um að vopnaðir krimmarnir væru aðeins saklausir leiksoppar yfirvalda. Hinir raunverulegu illvirkjar væru björgunarmennirnir. Að lokum fór allt reyndar vel, enginn dó og réttað var yfir hinum seku. Lífseiga frægð sína hefur þetta rán hlotið vegna sálfræðikenningar sem varð til í kjölfarið um viðbrögð gíslanna, sem hlaut nafnið Stokkhólmsheilkennið. Einkenni þess er einmitt samúð og velvilji fórnarlamba í garð ofbeldismanna þeirra og jafnvel andúð gagnvart þeim sem stöðva viðvarandi valdbeitingu. Ástæður þessara tilfinninga eru einfaldlega sagðar aðferð til að þrauka óþolandi aðstæður. Ást á gerendunum getur varað lengi eftir að ofbeldinu lýkur. Góðir hálsar, samkvæmt fréttum nýliðinnar viku mælist Sjálfstæðisflokkurinn nú stærsti stjórnmálaflokkur Íslands. Sá sami flokkur og stýrði landinu undanfarin átján ár og átti drýgstan þátt í að koma okkur í þær efnahagslegu ógöngur sem við nú erum stödd í. Þrátt fyrir að uppkomnum Íslendingum muni ekki endast ævin til að greiða fyrir tjónið, telur næstum þriðjungur kjósenda flokkinn traustsins verðan. Kannski er Stokkhólmsheilkennið útbreiddara mein en nokkur gat ímyndað sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórhildur Elín Elínardóttir Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Hinn 23. ágúst árið 1973 notaði Jan Erik Olsson bæjarleyfi sitt frá fangelsi til að ræna Kreditbankann í Stokkhólmi. Lögregla var þegar kölluð til, Jan Erik varð stressaður, greip til vopna og særði einn lögreglumann skotsári. Eftir það sá hann í hendi sér að tilraun til að verða sér úti um mikið fé á skömmum tíma var að fara út um þúfur og hann var í tómu veseni. Til að vinna tíma og redda sér úr klípunni brá þessi misheppnaði bankaræningi á það ráð að taka fjóra gísla úr hópi viðskiptavina bankans og gerði í kjölfarið alls kyns kröfur um aðföng og peninga. Félagi bankaræningjans slóst nú í hópinn og þá voru þeir orðnir tveir. Þrátt fyrir að báðir þessir dæmdu ofbeldismenn og ræningjar hafi haldið gíslum sínum föngnum með hótunum um byssukúlu í hausinn, virðast þeir hafa verið elskulegir með afbrigðum. Reyndar svo notalegir og trúverðugir að gíslarnir sögðust hafa fundið til öryggis í návist þeirra en hafi hins vegar óttast aðgerðir lögreglu. Á þeim sex dögum sem fórnarlömbunum var haldið föngnum sannfærðust þau um að vopnaðir krimmarnir væru aðeins saklausir leiksoppar yfirvalda. Hinir raunverulegu illvirkjar væru björgunarmennirnir. Að lokum fór allt reyndar vel, enginn dó og réttað var yfir hinum seku. Lífseiga frægð sína hefur þetta rán hlotið vegna sálfræðikenningar sem varð til í kjölfarið um viðbrögð gíslanna, sem hlaut nafnið Stokkhólmsheilkennið. Einkenni þess er einmitt samúð og velvilji fórnarlamba í garð ofbeldismanna þeirra og jafnvel andúð gagnvart þeim sem stöðva viðvarandi valdbeitingu. Ástæður þessara tilfinninga eru einfaldlega sagðar aðferð til að þrauka óþolandi aðstæður. Ást á gerendunum getur varað lengi eftir að ofbeldinu lýkur. Góðir hálsar, samkvæmt fréttum nýliðinnar viku mælist Sjálfstæðisflokkurinn nú stærsti stjórnmálaflokkur Íslands. Sá sami flokkur og stýrði landinu undanfarin átján ár og átti drýgstan þátt í að koma okkur í þær efnahagslegu ógöngur sem við nú erum stödd í. Þrátt fyrir að uppkomnum Íslendingum muni ekki endast ævin til að greiða fyrir tjónið, telur næstum þriðjungur kjósenda flokkinn traustsins verðan. Kannski er Stokkhólmsheilkennið útbreiddara mein en nokkur gat ímyndað sér.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun