Körfubolti

Fyrsti sigur Skallagríms

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Igor Beljanski leiddi Skallagrím til sigurs í kvöld.
Igor Beljanski leiddi Skallagrím til sigurs í kvöld.
Skallagrímur vann í kvöld sinn fyrsta leik í Iceland Express-deild karla er liðið lagði Breiðablik á heimavelli, 73-58.

Alls voru þrír leikir í deildinni í kvöld en Keflavík vann einnig sigur á Þór á Akureyri, 93-76. Þá vann Stjarnan sigur á Grindavík, 90-88.

Skallagrímur náði að halda Breiðabliki í aðeins 27 stigum í fyrri hálfleik og hélt uppteknum hætti í þeim síðari er Blikar skoruðu 21 stig. Landon Quick skoraði alls 21 stig fyrir Skallagrím og tók fjórtán fráköst. Igor Beljanski kom næstur með 20 stig og þrettán fráköst.

Hjá Breiðabliki var Daníel Guðmundsson stigahæstur með tólf stig. Nemanja Sovic kom næstur með ellefu stig og ellefu fráköst.

Hörður Axel Vilhjálmsson skoraði 20 stig fyrir Keflavík fyrir norðan og Sigurður Þorsteinsson fjórtán auk þess sem hann tók ellefu fráköst.

Guðmundur Jónsson var stigahæstur Þórsara með fjórtán stig.

Keflavík er í þriðja sæti deildarinnar með sextán stig og Breiðablik í því sjöunda með tíu. Þór og Stjarnan eru jöfn með átta stig í 9.-10. sæti. Skallagrímur er enn á botni deildarinnar en nú með tvö stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×