Margt óvænt í ævisögu Vigdísar forseta 7. september 2009 06:30 páll valsson Páll er að leggja lokahönd á ævisögu Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands. Útgefandinn Páll Valsson er um þessar mundir að leggja lokahönd á ævisögu Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands. Bókin, sem kemur líklega út í nóvember, nefnist Vigdís - Kona verður forseti. Páll efast ekki um að margt eigi eftir að koma fólki á óvart við lestur bókarinnar. „Þarna er fjallað mjög ítarlega um hennar uppvöxt, áhrifavalda, mótunaröfl og þau ýmsu áföll sem hún hefur orðið fyrir,“ segir hann. „Ég man eftir því í kosningabaráttunni að þá var talað um að hún hefði fæðst með silfurskeið í munni en það er aldeilis öðru nær. Hennar líf er miklu meiri barátta en ég hafði gert mér grein fyrir.“ Bókin er skrifuð í þriðju persónu og vinnsla hennar hefur staðið staðið í á annað ár. „Ég reyni að fara í gegnum hennar sögu, forfeður og foreldra, teikna upp baklandið og reyni að svara spurningunni: „Hver er Vigdís Finnbogadóttir?“,“ segir Páll. „Henni er fylgt fram á daginn í dag. Þegar þú skrifar um persónu sem er lífs þá gildir það að nýta kosti þess að hún er ennþá lifandi. Þannig að síðasti kaflinn fjallar bara um stöðu okkar hér og nú, hugleiðingar um hrunið og stöðu Íslands eins og það blasir við okkur.“ Eins og gefur að skilja átti Vigdís samskipti við fjölmarga í embætti sínu, bæði erlenda leiðtoga og innlenda. Páll segist hafa talað við fjölda fólks en vill ekkert tjá sig um hverjir það eru eða hvort þeir fái yfirhöfuð pláss í bókinni. „Ég hef talað við vini, samstarfsmenn og alls konar fólk en þetta eru allt trúnaðarsamtöl,“ segir hann dulur. „En þetta hefur verið mjög mikill lærdómur fyrir mig að kynnast henni svona vel. Þetta er mjög skemmtilegt verkefni en um leið þá reynir það á.“ -fb Vigdís Finnbogadóttir Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sjá meira
Útgefandinn Páll Valsson er um þessar mundir að leggja lokahönd á ævisögu Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands. Bókin, sem kemur líklega út í nóvember, nefnist Vigdís - Kona verður forseti. Páll efast ekki um að margt eigi eftir að koma fólki á óvart við lestur bókarinnar. „Þarna er fjallað mjög ítarlega um hennar uppvöxt, áhrifavalda, mótunaröfl og þau ýmsu áföll sem hún hefur orðið fyrir,“ segir hann. „Ég man eftir því í kosningabaráttunni að þá var talað um að hún hefði fæðst með silfurskeið í munni en það er aldeilis öðru nær. Hennar líf er miklu meiri barátta en ég hafði gert mér grein fyrir.“ Bókin er skrifuð í þriðju persónu og vinnsla hennar hefur staðið staðið í á annað ár. „Ég reyni að fara í gegnum hennar sögu, forfeður og foreldra, teikna upp baklandið og reyni að svara spurningunni: „Hver er Vigdís Finnbogadóttir?“,“ segir Páll. „Henni er fylgt fram á daginn í dag. Þegar þú skrifar um persónu sem er lífs þá gildir það að nýta kosti þess að hún er ennþá lifandi. Þannig að síðasti kaflinn fjallar bara um stöðu okkar hér og nú, hugleiðingar um hrunið og stöðu Íslands eins og það blasir við okkur.“ Eins og gefur að skilja átti Vigdís samskipti við fjölmarga í embætti sínu, bæði erlenda leiðtoga og innlenda. Páll segist hafa talað við fjölda fólks en vill ekkert tjá sig um hverjir það eru eða hvort þeir fái yfirhöfuð pláss í bókinni. „Ég hef talað við vini, samstarfsmenn og alls konar fólk en þetta eru allt trúnaðarsamtöl,“ segir hann dulur. „En þetta hefur verið mjög mikill lærdómur fyrir mig að kynnast henni svona vel. Þetta er mjög skemmtilegt verkefni en um leið þá reynir það á.“ -fb
Vigdís Finnbogadóttir Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sjá meira