Áfangi án samstöðu Þorsteinn Pálsson skrifar 11. júlí 2009 06:00 Nefndarálit stjórnarflokkanna í utanríkisnefnd um Evrópusambandsaðildina er áfangi á langri leið. Að sama skapi eru vonbrigði að ekki skuli hafa tekist breiðari samstaða um svo veigamikið mál. Það felur í sér áform um stöðu Íslands í alþjóðasamfélaginu og lausn á framtíðarstefnu í peningamálum og snýst þar af leiðandi um kjarnann í íslenskri pólitík. Upphafleg tillaga ríkisstjórnarinnar var afar ófullkomin. Við meðferð málsins í utanríkisnefnd hefur verið tekið tillit til hugmynda stjórnarandstöðuflokkanna um nauðsynlegan vegvísi í samningaviðræðunum. Segja má að með því móti sé kominn hryggur í málatilbúnaðinn. Vegvísirinn er þó ekki gallalaus. Þeirri spurningu er ósvarað hvers vegna ekki tókst víðtæk samstaða um framgang málsins. Sennilegasta skýringin er sú að hvorki ríkisstjórnin né stjórnarandstöðuflokkarnir hafi haft á því raunverulegan áhuga. Það er áhyggjuefni fyrir margar sakir. Sundurlyndi við upphaf þessarar vegferðar er líklegt til að hafa áhrif á lokaniðurstöðuna. Af nefndarálitinu einu og sér má ráða að VG hafi nú tekið upp fyrirvaralausa aðildarstefnu og hafi um leið horfið frá því markmiði að hafa krónuna sem framtíðar gjaldmiðil. Á hinn bóginn kemur ekki skýrt fram að VG hafi horfið frá fyrirvaranum um að vera á móti samningi er þar að kemur, svo þverstæðukennt sem það er. Á þessu stigi er því erfitt að draga ákveðnar ályktanir um pólitískt gildi nefndarálitsins þegar úrslitin ráðast endanlega. Í ljósi þess hversu mikilvægt það er fyrir Ísland að aðildarumsókn nái fram að ganga vakna spurningar hvers vegna ríkisstjórnin gekk ekki lengra til að reyna að ná samstöðu. Einkum á það við um mismunandi hugmyndir um stjórnskipulega lokameðferð málsins. Þær snúast um hvort þjóðin á að veita ráðgjöf eða hafa raunverulegt úrslitavald með því að samþykkja eða synja ákvörðun Alþingis.Ágreiningur eykur á óvissuHvers vegna vill ríkisstjórnin ekki að þjóðin fái úrslitavald?Ein augljós ástæða lýtur algjörlega að þeim vanda VG að vilja bæði halda og sleppa. Málamiðlunin sem flokkurinn hefur gert við Samfylkinguna felst í því að styðja aðildarumsókn en geta verið á móti aðildarsamningi þegar þar að kemur. Til þess að auðvelda það á þjóðin að greiða atkvæði um samninginn áður en Alþingi tekur afstöðu. Þannig getur VG verið á móti samningi sem hennar eigin ríkisstjórn hefur gert. Við venjulegar aðstæður myndi ríkisstjórn einfaldlega ekki gera samning sem hún væri ósátt við.Önnur ástæða lýtur að báðum stjórnarflokkunum. Eðlileg stjórnskipuleg málsmeðferð er sú að heimila aðild með stjórnarskrárbreytingu, samþykkja síðan lög um aðildarsamning á Alþingi og bera þau þar á eftir undir þjóðaratkvæði. Þetta kallar á kosningar til Alþingis vegna breytinga á stjórnarskrá. Báðir stjórnarflokkarnir vilja komast hjá því að leggja mál sín í dóm kjósenda fyrr en almennu stjórnarskrárreglurnar um lengd kjörtímabils segja til um.Þetta sýnast vera helstu skýringarnar á því að ríkisstjórnarflokkarnir voru ekki fúsir til að semja á breiðum grundvelli um framgang málsins. Utanríkisráðherra virtist vera það í upphafi. Formenn stjórnarflokkanna hafa hins vegar aftekið það með öllu. Sennilega hefði samkomulag um eðlilega lokamálsmeðferð verið stjórnarsamstarfinu ofraun. Vandinn er sá að sú leið sem ríkisstjórnin vill fara er bæði ólýðræðisleg og leiðir jafnframt til meiri óvissu um úrslit aðildarsamnings.Engin rök standa til þess að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarumsókn. Verði það talið nauðsynlegt gilda hins vegar sömu rök þar um og lokameðferðina. Rétt væri í því tilviki að þjóðin tæki afstöðu til tillögu sem Alþingi hefði þegar samþykkt.Spurning um forystu og lýðræðiHvers vegna á þjóðin að hafa úrslitavald en ekki ráðgefandi hlutverk? Er ekki nóg að forsætisráðherra lýsi því yfir að þingmenn fari eftir ráðgjöfinni? Málið er ekki alveg svo einfalt.Íslensk stjórnskipun byggir á því að Alþingi og ríkisstjórn veiti landinu forystu. Rétt getur verið að takmarka vald Alþingis með þjóðaratkvæðagreiðslum. Ráðgjafarhugmyndin snýr þessu hlutverki hins vegar við. Engin lýðræðishugsjón býr þar að baki því að þá gilti reglan um öll mál. Það er fyrst og fremst óeining um aðildarmálið en samhliða eining um að viðhalda ríkisstjórninni sem veldur.Í þessu samhengi má ekki gleyma að formföst umfjöllun Alþingis um einstök mál er ein og sér veigamikill þáttur í lýðræðinu. Þrjár umræður með nefndarumfjöllun og álitsgjöf sérfræðinga og hagsmunahópa er talin nauðsynleg við almenna lagasetningu. Því fremur er þörf á slíkri málsmeðferð áður en aðild að Evrópusambandinu er til lykta leidd.Í Icesave-málinu hefur einn ráðherra ekki treyst sér til að taka afstöðu til eigin frumvarps fyrr en að lokinni þinglegri meðferð. Það sýnir gildi hennar fyrir lýðræðislega skoðanamyndun.Ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla gæti vissulega orðið afgerandi. En sömu líkur eru á að hún verði það ekki. Allt gæti það ferli því leitt til stjórnskipulegrar flækju.Kjarni málsins er þessi: Þjóðin á rétt á forystu og hún á rétt til úrslitavalds um jafn stórt mál. Það er hins vegar mikill ábyrgðarhluti að tefla framgangi þess í tvísýnu. Það verður þar af leiðandi mikil prófraun á alla þingflokka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Halldór 28.12.2024 Halldór Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Nefndarálit stjórnarflokkanna í utanríkisnefnd um Evrópusambandsaðildina er áfangi á langri leið. Að sama skapi eru vonbrigði að ekki skuli hafa tekist breiðari samstaða um svo veigamikið mál. Það felur í sér áform um stöðu Íslands í alþjóðasamfélaginu og lausn á framtíðarstefnu í peningamálum og snýst þar af leiðandi um kjarnann í íslenskri pólitík. Upphafleg tillaga ríkisstjórnarinnar var afar ófullkomin. Við meðferð málsins í utanríkisnefnd hefur verið tekið tillit til hugmynda stjórnarandstöðuflokkanna um nauðsynlegan vegvísi í samningaviðræðunum. Segja má að með því móti sé kominn hryggur í málatilbúnaðinn. Vegvísirinn er þó ekki gallalaus. Þeirri spurningu er ósvarað hvers vegna ekki tókst víðtæk samstaða um framgang málsins. Sennilegasta skýringin er sú að hvorki ríkisstjórnin né stjórnarandstöðuflokkarnir hafi haft á því raunverulegan áhuga. Það er áhyggjuefni fyrir margar sakir. Sundurlyndi við upphaf þessarar vegferðar er líklegt til að hafa áhrif á lokaniðurstöðuna. Af nefndarálitinu einu og sér má ráða að VG hafi nú tekið upp fyrirvaralausa aðildarstefnu og hafi um leið horfið frá því markmiði að hafa krónuna sem framtíðar gjaldmiðil. Á hinn bóginn kemur ekki skýrt fram að VG hafi horfið frá fyrirvaranum um að vera á móti samningi er þar að kemur, svo þverstæðukennt sem það er. Á þessu stigi er því erfitt að draga ákveðnar ályktanir um pólitískt gildi nefndarálitsins þegar úrslitin ráðast endanlega. Í ljósi þess hversu mikilvægt það er fyrir Ísland að aðildarumsókn nái fram að ganga vakna spurningar hvers vegna ríkisstjórnin gekk ekki lengra til að reyna að ná samstöðu. Einkum á það við um mismunandi hugmyndir um stjórnskipulega lokameðferð málsins. Þær snúast um hvort þjóðin á að veita ráðgjöf eða hafa raunverulegt úrslitavald með því að samþykkja eða synja ákvörðun Alþingis.Ágreiningur eykur á óvissuHvers vegna vill ríkisstjórnin ekki að þjóðin fái úrslitavald?Ein augljós ástæða lýtur algjörlega að þeim vanda VG að vilja bæði halda og sleppa. Málamiðlunin sem flokkurinn hefur gert við Samfylkinguna felst í því að styðja aðildarumsókn en geta verið á móti aðildarsamningi þegar þar að kemur. Til þess að auðvelda það á þjóðin að greiða atkvæði um samninginn áður en Alþingi tekur afstöðu. Þannig getur VG verið á móti samningi sem hennar eigin ríkisstjórn hefur gert. Við venjulegar aðstæður myndi ríkisstjórn einfaldlega ekki gera samning sem hún væri ósátt við.Önnur ástæða lýtur að báðum stjórnarflokkunum. Eðlileg stjórnskipuleg málsmeðferð er sú að heimila aðild með stjórnarskrárbreytingu, samþykkja síðan lög um aðildarsamning á Alþingi og bera þau þar á eftir undir þjóðaratkvæði. Þetta kallar á kosningar til Alþingis vegna breytinga á stjórnarskrá. Báðir stjórnarflokkarnir vilja komast hjá því að leggja mál sín í dóm kjósenda fyrr en almennu stjórnarskrárreglurnar um lengd kjörtímabils segja til um.Þetta sýnast vera helstu skýringarnar á því að ríkisstjórnarflokkarnir voru ekki fúsir til að semja á breiðum grundvelli um framgang málsins. Utanríkisráðherra virtist vera það í upphafi. Formenn stjórnarflokkanna hafa hins vegar aftekið það með öllu. Sennilega hefði samkomulag um eðlilega lokamálsmeðferð verið stjórnarsamstarfinu ofraun. Vandinn er sá að sú leið sem ríkisstjórnin vill fara er bæði ólýðræðisleg og leiðir jafnframt til meiri óvissu um úrslit aðildarsamnings.Engin rök standa til þess að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarumsókn. Verði það talið nauðsynlegt gilda hins vegar sömu rök þar um og lokameðferðina. Rétt væri í því tilviki að þjóðin tæki afstöðu til tillögu sem Alþingi hefði þegar samþykkt.Spurning um forystu og lýðræðiHvers vegna á þjóðin að hafa úrslitavald en ekki ráðgefandi hlutverk? Er ekki nóg að forsætisráðherra lýsi því yfir að þingmenn fari eftir ráðgjöfinni? Málið er ekki alveg svo einfalt.Íslensk stjórnskipun byggir á því að Alþingi og ríkisstjórn veiti landinu forystu. Rétt getur verið að takmarka vald Alþingis með þjóðaratkvæðagreiðslum. Ráðgjafarhugmyndin snýr þessu hlutverki hins vegar við. Engin lýðræðishugsjón býr þar að baki því að þá gilti reglan um öll mál. Það er fyrst og fremst óeining um aðildarmálið en samhliða eining um að viðhalda ríkisstjórninni sem veldur.Í þessu samhengi má ekki gleyma að formföst umfjöllun Alþingis um einstök mál er ein og sér veigamikill þáttur í lýðræðinu. Þrjár umræður með nefndarumfjöllun og álitsgjöf sérfræðinga og hagsmunahópa er talin nauðsynleg við almenna lagasetningu. Því fremur er þörf á slíkri málsmeðferð áður en aðild að Evrópusambandinu er til lykta leidd.Í Icesave-málinu hefur einn ráðherra ekki treyst sér til að taka afstöðu til eigin frumvarps fyrr en að lokinni þinglegri meðferð. Það sýnir gildi hennar fyrir lýðræðislega skoðanamyndun.Ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla gæti vissulega orðið afgerandi. En sömu líkur eru á að hún verði það ekki. Allt gæti það ferli því leitt til stjórnskipulegrar flækju.Kjarni málsins er þessi: Þjóðin á rétt á forystu og hún á rétt til úrslitavalds um jafn stórt mál. Það er hins vegar mikill ábyrgðarhluti að tefla framgangi þess í tvísýnu. Það verður þar af leiðandi mikil prófraun á alla þingflokka.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun