Körfubolti

Njarðvík vann Keflavík

Elvar Geir Magnússon skrifar
KR-ingar hafa fjögurra stiga forystu á Grindavík á toppi deildarinnar.
KR-ingar hafa fjögurra stiga forystu á Grindavík á toppi deildarinnar.

Þrír leikir voru í Iceland Express-deild karla í körfubolta í kvöld. Keflavík tapaði á heimavelli gegn grönnum sínum í Njarðvík 73-83. Njarðvíkingar voru með eins stigs forystu í hálfleik.

Heath Sitton skoraði 19 stig fyrir Njarðvík í leiknum en stigahæstur Keflvíkinga var Sigurður Þorsteinsson með 24 stig. Liðin eru í fjórða og fimmta sæti og stefnir í að þau mætist í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.

KR-ingar unnu Tindastól 96-80 og eru nánast búnir að tryggja sér deildarmeistaratitilinn en þeir eiga tvo leiki eftir. Tindastóll er í 8. - 10. sæti. Jón Arnór Stefánsson og Helgi Már Magnússon voru stigahæstir hjá KR með 18 stig hvor. Hjá Tindastóli var Svavar Birgisson með 18 stig.

Það var spenna í Kópavogi þar sem Breiðablik vann Stjörnuna 96-93. Nemanja Sovic skoraði 28 stig fyrir Blika, þar af 20 í seinni hálfleik. Hjá Stjörnunni var Justin Shouse stigahæstur með 28 stig. Liðin eru jöfn að stigum í 7.-8. sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×