Körfubolti

Sigurganga KR hélt áfram í Keflavík

Jón Arnór skoraði 28 stig fyrir KR í Keflavík í kvöld þrátt fyrir veikindi
Jón Arnór skoraði 28 stig fyrir KR í Keflavík í kvöld þrátt fyrir veikindi

KR hélt sigurgöngu sinni áfram í Iceland Express deildinni í körfubolta í kvöld þegar liðið vann öruggan sigur á Keflavík 97-88 í Keflavík.

Jón Arnór Stefánsson skoraði 28 stig fyrir KR-inga þrátt fyrir að hafa verið veikur í rúminu í gær og Jakob Sigurðarsson 21 stig.

Sigurður Þorsteinsson skoraði 27 stig og hirti 11 fráköst fyrir Keflavík, Hörður Axel Vilbergsson skoraði 17 stig og Jón Nordal Hafsteinsson skoraði 14 stig og hirti 12 fráköst.

Grindavík valtaði yfir Njarðvík í Grindavík 113-85. Grindvíkingar höfðu forystu frá upphafi til enda og var sigur þeirra gulklæddu aldrei í hættu.

Nick Bradford spilaði sinn fyrsta leik fyrir Grindvíkinga og skoraði 18 stig. Brenton Birmingham skoraði 22 stig og Páll Axel Vilbergsson 21.

Logi Gunnarsson fór hamförum hjá Njarðvík og skoraði 27 af 34 stigum sínum í fyrri hálfleik, en kom lítið við sögu í þeim síðari þegar forskot Grindvíkinga var einfaldlega orðið of mikið. Logi spilaði aðeins 23 mínútur í leiknum. Magnús Gunnarsson kom næstur hjá Njarðvík með 21 stig.

Snæfell vann öruggan sigur á Skallagrími á heimavelli sínum 104-62. Sigurður Þorvaldsson skoraði 20 stig fyrir Snæfell, Slobodan Subasic 17 og Hlynur Bæringsson skilaði 14 stigum, 15 fráköstum og 6 stoðsendingum. Landon Quick skoraði 20 stig fyrir Skallagrím.

Loks vann Breiðablik þýðingarmikinn sigur á Þór í Kópavogi 87-78. Nemanja Sovic skoraði 18 stig fyrir Blika og Þorsteinn Gunnlaugsson 17 en Konrad Tota skoraði 26 stig fyrir Þór og Guðmundur Jónsson 18.

Staðan í Iceland Express deild karla










Fleiri fréttir

Sjá meira


×