Innlent

Saving Iceland styður skyrslettuaðgerðir

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Skyri var meðal annars slett í kosningamiðstöð Samfylkingarinnar í dag.
Skyri var meðal annars slett í kosningamiðstöð Samfylkingarinnar í dag.
Saving Iceland styður þær aðgerðir sem fóru fram í dag þegar að skyri var slett inn á kosningaskrifstofur hjá Sjálfstæðisflokknum, Samfylkingu og Framsóknarflokknum, en segjast ekki bera ábyrgð á þeim.

Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson segir að Saving Iceland styðji þessar aðgerðir og skilji þær í ljósi aðstæðna. Í frétt sem birt er á vef Saving Iceland kemur fram að Sjálfstæðisflokkurinn, Samfylkingin og Framsóknarflokkurinn beri ábyrgð á innrás áliðnaðar í landið. Það hafi orðið hefð í umhverfisverndarbaráttunni að kasta skyri og hafi svipaður gjörningur farið fram fyrir einungis einum og hálfum mánuði.

Fullyrt var á Vísi fyrr í kvöld að Saving Iceland bæri ábyrgð á skyrslettunum en Snorri Páll segir svo ekki vera.






Tengdar fréttir

Skyri slett á fleiri kosningaskrifstofur

Fjórir grímuklæddir piltar slettu skyri með grænni málningu á kosningaskrifstofur Framsóknarflokksins í Kópavogi og Sjálfstæðisflokksins í Ármúla í dag.

Slettu skyri á kosningaskrifstofu

Fjórir grímuklæddir piltar réðust inn á kosningaskrifstofu Samfylkingarinnar í verslunarmiðstöðinni Firðinum í Hafnarfirði á tólfta tímanum í dag og slettu mjólkurafurðum yfir auglýsingaefni og húsbúnað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×