Safnar ástarbréfum Íslendinga 10. mars 2009 06:00 Sunna og Landsbókasafn Íslands efna til söfnunarátaksins Ástarbréf óskast! Öll innsend bréf verða varðveitt á safninu sem heimild um lífið í landinu fyrir komandi kynslóðir. Vísir/GVA „Ég á eftir að fara í gegnum mína skúffu, en það koma eflaust einhver bréf upp úr henni,“ segir Sunna Dís Másdóttir, meistaranemi í hagnýtri menningarmiðlun, spurð um söfnun ástarbréfa sem hún stendur fyrir í samstarfi við Landsbókasafn Íslands. „Ég fékk ljóðabók í jólagjöf sem heitir Ég skal kveða um eina þig alla mína daga, eftir Pál Ólafsson. Mér finnst þessi setning svo falleg ástarjátning og fór út frá því að hugsa um hve mörg ástarbréf leynast eflaust í skúffum út um allt. Mig langaði að safna þeim saman og sjá muninn á gömlum handskrifuðum ástarbréfum og svo ástarjátningum í tölvupóstum, á Facebook eða í sms-skilaboðum í dag.“ Niðurstaðan varð sú að Sunna, í samstarfi við handritadeild Landsbókasafns Íslands, efnir nú til söfnunarátaksins Ástarbréf óskast! Óskað er eftir ástarbréfum, hvort sem þau eru frumrit, ljósrit eða útprent af tölvupóstum. „Fólki er svolítið í sjálfsvald sett hvaða upplýsingar fylgja bréfunum, en nánari upplýsingar um það má finna á Facebook-síðu átaksins,“ útskýrir Sunna. Bréfin verða varðveitt á safninu sem heimild um lífið í landinu fyrir komandi kynslóðir. „Ég stefni svo á að setja upp sýningu í miðbænum í samráði við eigendur bréfanna í maí til að sýna fólki hvað þetta er sameiginleg tilfinning hjá okkur þó svo að hún sé persónuleg og dreifa smá ást,“ bætir hún við og brosir. Áhugasamir geta sent bréf sín á Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn, handritadeild, Arngrímsgötu 3, 107 Reykjavík, eða á netfangið astarbrefoskast@gmail.com. Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
„Ég á eftir að fara í gegnum mína skúffu, en það koma eflaust einhver bréf upp úr henni,“ segir Sunna Dís Másdóttir, meistaranemi í hagnýtri menningarmiðlun, spurð um söfnun ástarbréfa sem hún stendur fyrir í samstarfi við Landsbókasafn Íslands. „Ég fékk ljóðabók í jólagjöf sem heitir Ég skal kveða um eina þig alla mína daga, eftir Pál Ólafsson. Mér finnst þessi setning svo falleg ástarjátning og fór út frá því að hugsa um hve mörg ástarbréf leynast eflaust í skúffum út um allt. Mig langaði að safna þeim saman og sjá muninn á gömlum handskrifuðum ástarbréfum og svo ástarjátningum í tölvupóstum, á Facebook eða í sms-skilaboðum í dag.“ Niðurstaðan varð sú að Sunna, í samstarfi við handritadeild Landsbókasafns Íslands, efnir nú til söfnunarátaksins Ástarbréf óskast! Óskað er eftir ástarbréfum, hvort sem þau eru frumrit, ljósrit eða útprent af tölvupóstum. „Fólki er svolítið í sjálfsvald sett hvaða upplýsingar fylgja bréfunum, en nánari upplýsingar um það má finna á Facebook-síðu átaksins,“ útskýrir Sunna. Bréfin verða varðveitt á safninu sem heimild um lífið í landinu fyrir komandi kynslóðir. „Ég stefni svo á að setja upp sýningu í miðbænum í samráði við eigendur bréfanna í maí til að sýna fólki hvað þetta er sameiginleg tilfinning hjá okkur þó svo að hún sé persónuleg og dreifa smá ást,“ bætir hún við og brosir. Áhugasamir geta sent bréf sín á Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn, handritadeild, Arngrímsgötu 3, 107 Reykjavík, eða á netfangið astarbrefoskast@gmail.com.
Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“