Þaggað niður í nýjum framboðum 17. apríl 2009 14:45 Forystumenn Borgarahreyfingarinnar á fundi með blaðamönnum 30. mars sl. Mynd/GVA Borgarahreyfingin mótmælir harðlega að hætt hafi verið við gjaldfrjálsar sjónvarpskynningar í Ríkissjónvarpinu. Af því tilefni hefur hreyfingin sent Páli Magnússyni, útvarpsstjóra, og Katrínu Jakobsdóttur, menntamálaráðherra, bréf þar sem ákvörðunin er fordæmd. Borgarahreyfingin segir að flokkakerfið þaggi niður í nýjum framboðum. Fram kemur í tilkynningu frá Borgarahreyfingunni að Ríkisútvarpið hafi hætt við að útdeila framboðum til Alþingis tíu mínútuna gjaldfrjálsum útsendingartíma í Sjónvarpinu. Sú ákvörðun hafi verið tekin af því að meirihluti stjórnmálaflokkanna hafi ekki viljað notfæra sér gjaldfrjálsa útsendingu. „Þeir flokkar sem sitja á Alþingi og hafa veitt sjálfum sér rausnarlega úr sjóðum almennings geta með öðrum orðum afþakkað gjaldfrjálsa útsendingu fyrir eigin framboð og þannig komið í veg fyrir gjaldfrjálsa kynningu annarra framboða. Nýrra framboða sem ekki hafa í neina sjóði að ganga til að kynna stefnumál sín,“ segir í tilkynningu. Að mati Borgarahreyfingarinnar er fullkomlega óboðlegt í lýðræðissamfélagi að rótgrónir stjórnmálaflokkar geti keypt sér alla þá auglýsingu sem þá lystir og um leið komið í veg fyrir að raddir nýrra framboða heyrist. Borgarahreyfingin krefst þess að þau framboð sem vilja fái umræddan tíu mínútna útsendingartíma gjaldfrjálst til kynningar á stefnumálum sínum í sjónvarpi allra landsmanna. Kosningar 2009 Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Innlent Fleiri fréttir Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Sjá meira
Borgarahreyfingin mótmælir harðlega að hætt hafi verið við gjaldfrjálsar sjónvarpskynningar í Ríkissjónvarpinu. Af því tilefni hefur hreyfingin sent Páli Magnússyni, útvarpsstjóra, og Katrínu Jakobsdóttur, menntamálaráðherra, bréf þar sem ákvörðunin er fordæmd. Borgarahreyfingin segir að flokkakerfið þaggi niður í nýjum framboðum. Fram kemur í tilkynningu frá Borgarahreyfingunni að Ríkisútvarpið hafi hætt við að útdeila framboðum til Alþingis tíu mínútuna gjaldfrjálsum útsendingartíma í Sjónvarpinu. Sú ákvörðun hafi verið tekin af því að meirihluti stjórnmálaflokkanna hafi ekki viljað notfæra sér gjaldfrjálsa útsendingu. „Þeir flokkar sem sitja á Alþingi og hafa veitt sjálfum sér rausnarlega úr sjóðum almennings geta með öðrum orðum afþakkað gjaldfrjálsa útsendingu fyrir eigin framboð og þannig komið í veg fyrir gjaldfrjálsa kynningu annarra framboða. Nýrra framboða sem ekki hafa í neina sjóði að ganga til að kynna stefnumál sín,“ segir í tilkynningu. Að mati Borgarahreyfingarinnar er fullkomlega óboðlegt í lýðræðissamfélagi að rótgrónir stjórnmálaflokkar geti keypt sér alla þá auglýsingu sem þá lystir og um leið komið í veg fyrir að raddir nýrra framboða heyrist. Borgarahreyfingin krefst þess að þau framboð sem vilja fái umræddan tíu mínútna útsendingartíma gjaldfrjálst til kynningar á stefnumálum sínum í sjónvarpi allra landsmanna.
Kosningar 2009 Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Innlent Fleiri fréttir Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Sjá meira