Stím-málið ekki enn borist ákæruvaldinu 20. október 2009 06:00 Glitnir Grunur leikur á að Glitnir og móðurfélagið FL Group hafi lánað Stími, sem var að stórum hluta í eigu Glitnis, til að kaupa hlutabréf í Glitni og FL Group gegn veðum í bréfunum. Þannig hafi átt að hífa upp verðið á bréfunum. fréttablaðið/heiða Mál eignarhaldsfélagsins Stíms hefur hvorki borist efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra né sérstökum saksóknara til ákærumeðferðar, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Í júní, fyrir hálfum fimmta mánuði, greindi Morgunblaðið frá því að FME myndi „á næstunni“ senda málið til ákæruvalds. Stím-málið var eitt fyrsta málið sem tengt er meintum óeðlilegum viðskiptum sem rataði í fjölmiðla eftir hrunið fyrir ári. Stím hét áður FS37 og var stofnað af Fons, eignarhaldsfélagi Pálma Haraldssonar. Gamli Glitnir, sem var að stórum hluta í eigu eins helsta viðskiptafélaga Pálma, Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, tók félagið yfir og skírði það Stím. Félaginu var ætlað að kaupa hlutabréf í Glitni og FL Group fyrir tæpa 24,8 milljarða króna. Helstu viðskiptavinum Glitnis var síðan boðið að kaupa í Stími, en Glitnir var eftir sem áður stærsti eigandinn með 32,5 prósenta hlut. Glitnir og FL Group lánuðu svo Stími fyrir 90 prósentum af hlutabréfakaupunum með veðum í bréfunum sjálfum. Fjármálaeftirlitið tók viðskiptin fyrst til skoðunar haustið 2007 án þess að grípa til aðgerða og síðan aftur þegar málið komst í hámæli í fyrra. Þá kom ýmislegt nýtt í ljós og hefur síðan verið í rannsókn hvort um sýndarviðskipti og markaðsmisnotkun var að ræða, til þess ætluð að hífa upp verð á hlutabréfum í Glitni og FL Group. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur málið reynst öllu flóknara en búist var við og rannsókn FME því sóst mun hægar en menn áttu von á í sumar. Heimildir herma að líklega muni málið að endingu lenda hjá sérstökum saksóknara. Stjórnarformaður Stíms, útgerðarmaðurinn Jakob Valgeir Flosason úr Bolungarvík, var skráður fyrir félaginu. Hann átti jafnframt tíu prósent í félaginu. Jakob Valgeir sagðist í fjölmiðlum á sínum tíma fullviss um að athugun FME á Stími myndi ekki leiða neitt óeðlilegt í ljós. stigur@frettabladid.is Stím málið Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Fleiri fréttir Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Sjá meira
Mál eignarhaldsfélagsins Stíms hefur hvorki borist efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra né sérstökum saksóknara til ákærumeðferðar, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Í júní, fyrir hálfum fimmta mánuði, greindi Morgunblaðið frá því að FME myndi „á næstunni“ senda málið til ákæruvalds. Stím-málið var eitt fyrsta málið sem tengt er meintum óeðlilegum viðskiptum sem rataði í fjölmiðla eftir hrunið fyrir ári. Stím hét áður FS37 og var stofnað af Fons, eignarhaldsfélagi Pálma Haraldssonar. Gamli Glitnir, sem var að stórum hluta í eigu eins helsta viðskiptafélaga Pálma, Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, tók félagið yfir og skírði það Stím. Félaginu var ætlað að kaupa hlutabréf í Glitni og FL Group fyrir tæpa 24,8 milljarða króna. Helstu viðskiptavinum Glitnis var síðan boðið að kaupa í Stími, en Glitnir var eftir sem áður stærsti eigandinn með 32,5 prósenta hlut. Glitnir og FL Group lánuðu svo Stími fyrir 90 prósentum af hlutabréfakaupunum með veðum í bréfunum sjálfum. Fjármálaeftirlitið tók viðskiptin fyrst til skoðunar haustið 2007 án þess að grípa til aðgerða og síðan aftur þegar málið komst í hámæli í fyrra. Þá kom ýmislegt nýtt í ljós og hefur síðan verið í rannsókn hvort um sýndarviðskipti og markaðsmisnotkun var að ræða, til þess ætluð að hífa upp verð á hlutabréfum í Glitni og FL Group. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur málið reynst öllu flóknara en búist var við og rannsókn FME því sóst mun hægar en menn áttu von á í sumar. Heimildir herma að líklega muni málið að endingu lenda hjá sérstökum saksóknara. Stjórnarformaður Stíms, útgerðarmaðurinn Jakob Valgeir Flosason úr Bolungarvík, var skráður fyrir félaginu. Hann átti jafnframt tíu prósent í félaginu. Jakob Valgeir sagðist í fjölmiðlum á sínum tíma fullviss um að athugun FME á Stími myndi ekki leiða neitt óeðlilegt í ljós. stigur@frettabladid.is
Stím málið Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Fleiri fréttir Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Sjá meira