Körfubolti

Fannar og Guðjón spila þrátt fyrir meiðsli

Miðherjinn Fannar Helgason verður klár með Stjörnunni í kvöld. Hann er lengst til hægri á myndinni
Miðherjinn Fannar Helgason verður klár með Stjörnunni í kvöld. Hann er lengst til hægri á myndinni Mynd/Stefán

Fannar Helgason og Guðjón Lárusson eru tilbúnir í slaginn með Stjörnunni fyrir oddaleik liðsins gegn Snæfelli í Stykkishólmi í kvöld.

Báðir urðu þeir fyrir meiðslum í öðrum leik liðanna í Garðabænum á mánudagskvöldið. Fannar sneri sig á ökkla og Guðjón kinnbeinsbrotnaði.

Vísir náði tali af Teiti Örlygssyni þegar hann var á leið í Hólminn nú rétt áðan og hann staðfesti að báðir muni spila þrátt fyrir að hafa orðið fyrir hnjaski í síðasta leik.

"Við teipuðum Fannar vel og fundum grímu á Guðjón þannig að þeir munu báðir spila," sagði Teitur, en hans menn fara í sumarfrí í kvöld ef þeir vinna ekki sigur í Hólminum í hreinum úrslitaleik.

"Við verðum að reyna að halda í við þá í fráköstunum og reyna að ná okkur í ódýr stig upp úr því. Svo er mikilvægt fyrir okkur að setja skotin okkar fyrir utan niður. Þetta er okkar kerfi og við erum trúir því. Við erum farnir að átta okkur á því. Við vitum hvað við getum," sagði Teitur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×