Hvað varð um galdrakarlana í Oz? Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar 7. október 2009 06:00 Spáð í framtíðina. Hér má sjá þá Aron Hjartarson og Guðjón Má, tvo af stofnendum Oz, vinna á eina af ofurtölvum fyrirtækisins í byrjun árs 1993. Mynd/GVA Fyrir tæpum tuttugu árum var íslensk upplýsingatækni enn í bleyju. Þeir sem vildu skera sig úr burðuðust stoltir um með nokkurra kílóa fokdýran farsímahlunk og þeir framsýnustu lumuðu á upphringimótöldum sem gerðu þeim kleift að tengjast háskólanetum á nokkrum mínútum. Þar var þó lítið að gera nema fyrir innvígða. Afþreyingaiðnaðurinn hafði hins vegar tekið tölvutækninni opnum örmum. Bestu tæknibrellurnar fengu áhorfendur til að gapa í forundran, svo sem yfir kvikmyndum á borð við framtíðartryllinum Tortímandanum 2 frá 1991 með Arnold Schwarzenegger í hlutverki vélmennisins T-800. Slíkar voru nýjungarnar að brellurnar lönduðu Óskarsverðlaunum. Þetta gaf þeim sem fylgdu nýjum straumum byr undir báða vængi. Hugbúnaðarfyrirtækið Oz var eitt þeirra sem hoppaði á vagninn. UNGIR FRUMKVÖÐLAROz var formlega stofnað í desember árið 1989 og er stefnt að tuttugu ára afmælisfögnuði í ár. Í fyrstu var unnið við grafíska tölvuvinnslu fyrir auglýsingastofur og ýmis fyrirtæki. Nóg var að gera og ekkert lát á eftirspurn. Fljótlega ákváðu stofnendur fyrirtækisins því að taka skrefið lengra, fjárfesta í rándýrum búnaði til að afkastað meiru og geta tekið að sér flóknari verkefni. Kostnaður lá í kringum þrjátíu milljónum króna, sem þótti mikið. Á móti var tækjabúnaði einn af þeim öflugustu á Norðurlöndunum. Aldur stofnenda Oz vakti mikla athygli. Þeir voru þrír, Guðjón Már sautján ára, Skúli Mogensen, kom að fyrirtækinu tveimur árum síðar var fjórum árum eldri. Sá þriðji var Aron Hjartarson, sem var á svipuðu reki. Guðjón segir aldurinn ekki hafa komið að sök. Þvert á móti telur hann - nú tuttugu árum síðar -það hafa verið kost. Sakleysið hafi valdið því að þeir félagarnir köstuðu sér óhræddir í djúpu laugina. „Þegar maður er enn frekar enn ungur og óreyndur þá veit maður síður af öllum ljónunum á veginum," segir hann. Oz skapaði sér fljótt nafn. Helstu verkefnin voru fyrir auglýsingastofur og vakti tölvuteiknað bréf sem sveif inn um bréfalúgu athygli almennings á strákunum. Fljótlega tók að bera á viðurnefnum. Það nærtækasta var „Galdramennina í Oz." Hróðurinn barst fljótlega út fyrir landsteina og tók Oz að sér verkefni fyrir ýmsa risa, svo sem Microsoft. Í kjölfarið var fetað inn á nýjar brautir. Brautryðjendurnir ungu ákváðu að leggja útselda vinnu á hilluna og leggja áhersluna á eigin tækniþróun í þrívíðri myndvinnslu fyrir Netið. Netið var var þá að stíga sín fyrstu skref í almennri notkun. Þeir framsýnustu sáu þar mikla möguleika. Í kjölfarið tók við þrotlaus þróunarvinna. Árangurinn var sýndur á tölvusýningu í Asíu árið 1995 og stóðst væntingar. En fjármagn skorti. „Ég hafði heyrt af því að Japanir hugsuðu lengst fram í tímann. Þeir voru einir á þessum tíma sem fjármögnuðu rannsóknir og þróun á flötum skjáum," segir Guðjón. „Með smá hjálp frá Útflutningsráði flaug ég til Tókýó í Japan. Ég var reyndar á þriðja kreditkortinu mínu þar, átti í erfiðleikum með að fjármagna flugmiðann. Sú ferð heppnaðist mjög vel. Við vorum mjög ungir þegar við náðum þessum samningum, um 22 ára." segir hann. ÚTRÁSÞegar áhyggjur af tekjuöflun voru að baki var gefíð í og fljótlega varð Ísland of lítið. Fyrirtækið opnaði fyrstu skrifstofuna í hjarta tæknigeirans í San Francisco í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum í jólamánuðinum 1995 og flutti starfsemina út að stórum hluta. Þar var fyrirtækið skrásett undir heitinu Oz Interactive. Þeir Skúli og Guðjón fluttu út um svipað leyti en Guðjón komst þar í kynni við ýmist lykilfólk í tækni- og fjármálageiranum. Þar á meðal myndaðist vinskapur með honum og Andy Grove forstjóra Intel. Saman fóru þeir Guðjón og Grove víða og ræddu við ýmsa málsmetandi menn um framtíðarsýn sína og þróun Netsins, svo sem Bill Gates, Rupert Murdoch og Warren Buffett. Um þetta leyti var stefnt að skráningu Oz á hlutabréfamarkað. Slíkt hafði gefið góða raun hjá öðrum. Netfyrirtækið Netscape, sem stofnað var árið 1994, var skráð á Nasdaq-markaðinn í ágúst 1995 með afar góðum árangri og gerði flesta þá sem komið höfðu að því að milljarðamæringum. Eftir talsverðu var því að slægjast. Starfsemi Oz þandist út og fyrr en varði voru starfsmenn orðnir 250 talsins. ÞRÍVÍÐIR HEIMAROZ við Snorrabraut Ljósleiðari tengdi saman hús höfuðstöðvanna hér á landi. Það þótti framúrstefnulegt og fékk heilmikla umfjöllun í fjölmiðlum.Vísir/HilmarFrá 1991 til 1996 hafði netnotkun tekið risastökk. Netscape hafði gert almenningi kleift að rápa um netið í auknum mæli auk þess sem netverslun var að stíga sín fyrstu skref. Tölvupóstur og spjallrásir á borð við IRC voru ekki aðeins á færi tæknisinnaðasta háskólafólks. En Oz-arar horfðu lengra. Fyrir þeim lá framtíð Netsins í fjölþættum, gagnvirkum og þrívíðum samskiptavettvangi þar sem fólk gæti hist í sýndarveruleika og átt í samskiptum hvert við annað. Svolítið fútúrískt, að mörgum fannst. Teymi var sett á laggirnar innan fyrirtækisins sem átti að gera þetta að veruleika. Vara varð til sem hét OZ Virtual og framtíðarsýn mótaðist um framtíðarverkefnið Cosmos sem gekk út á þrívítt hagkerfi og var það unnið samhliða öðrum þróunarverkefnum, svo sem rauntíma samskiptahugbúnaði sem nefndist iPulse. Horft var til þess að búnaðurinn gæti gert netverjum kleift að hafa samband sín á milli með SMS-um í farsíma en með sambærilegum hætti og MSN frá Microsoft. Sviðið var þónokkuð víðtækara, en það átti að auðvelda hópastarf í fjarvinnu. Guðjón telur ekki útilokað að Microsoft hafi þar fengið innblástur við hönnun á fyrstu útgáfu MSN-hugbúnaðarins. Þrívíddarafurðin var kynnt á tæknisýningum í Bandaríkjunum 1996. Framtíð þrívíða heimsins, eins og hún var í hugum Oz, samanstóð af skemmtistöðum og tónleikum í þrívíðum sýndarveruleika. Sýningar á tækninni vöktu heilmikla athygli. Í kjölfarið landaði Oz risasamningi við sænska farsímarisann Ericson. Samningurinn var til þriggja ára og nam verðmætið einum milljarði króna. UPPHAFIÐ AÐ FALLINUTalsverðar breytingar urðu á rekstri Oz eftir þetta. Allt var sett á fullt þróun samskiptalausnarinnar iPulse. Grafíkdeildin sem unnið hafði að þrívíðri myndvinnslu var skilin frá öðrum rekstri, skrifstofan flutt frá San Francisco til Boston og önnur opnuð í Svíþjóð. Engu var til sparað enda skrifstofan á besta stað í miðborg Stokkhólms. Þessu tengdu keyptu Svíarnir nítján prósenta hlut í Oz. Þetta var stærsta fjárfesting erlendra aðila í íslensku hugbúnaðarfyrirtæki. Þótt hugmyndir Oz hafi að mörgu leyti verið byltingakenndar spilaði uppgangur í tækni- og símageira um heim allan í kringum aldamótin ekki síðri rullu í velgengninni. Miklar væntingar voru til fyrirtækisins. Margir sáu gull og græna skóga og vildu hoppa á lestina, þar á meðal íslensku bankarnir. Þetta skilaði sér fljótt í mikilli hækkun á gengi hlutabréfa Oz. Svíarnir höfðu keypt þau á genginu 1,3 dalir á hlut. Það var komið í 3,5 dali á hlut um miðjan febrúar. Um svipað leyti ákvað stjórn Oz að bæta við hluthafahópinn. Hluthafar höfðu fram til þess verið fáir frá upphafi. Þeir Skúli áttu saman um helming hlutafjár, Ericson nítján, starfsmenn tíu, japanski fjárfestingarbankinn tæp fjögur og aðrir rest. „Okkur fannst gott fyrir félagið að fá innlendan fagfjárfesti inn í lokaðan hluthafahóp hjá OZ," segir Guðjón. Fjárfestingarbanki atvinnulífsins (FBA) og Landsbréf (verðbréfasjóður Landsbankans) áttu hæsta boð og keyptu hvor um sig hálfa milljón nýrra hluta fyrir 273 milljónir á genginu 3,8 dalir á hlut. Morgunblaðið hafði eftir Skúla í kjölfarið að þetta væri síðasta útboðið fyrir mögulega skráningu Oz á markað. Guðjón segir þá Oz-ara hafa verið ánægða með að fá innlenda fagaðila inn í hluthafahópinn. Eftirleikur bankanna kom þeim hins vegar á óvart. Bankarnir bútuðu hlutafjáreignina niður og seldu í einingum á gráum hlutabréfamarkaði. Hluthöfunum fjölgaði stórkostlega í kjölfarið; fóru úr tæpum tíu í fimm hundruð. Við það féll Oz sjálfkrafa undir reglur bandaríska fjármálaeftirlitsins (SEC) um hlutafélög. Yfirbyggingin stækkaði talsvert og mjög hægði á starfseminni. Guðjón segir að bandarískur lögfræðingur félagsins hafi ekki áttað sig á þessum göllum íslenska fjármálakerfisins þegar samningar voru gerðir. Þeir Guðjón og Skúli reyndu að mótmæla sölu hlutabréfanna sem mest þeir máttu en höfðu ekki erindi sem erfiði. Guðjón segir marga hafa talið frumkvöðlana hagnast mjög á sölu hlutabréfa sinna í fyrirtækinu. Það sé hins vegar rangt. „Bankarnir seldu almenningi bréfin í Oz til fjölda íslendinga á meðan sumir héldu að frumkvöðlarnir væru að selja. Á sama tíma var lítið sem við gátum gert. Þetta var lærdómsríkt tímabil fyrir okkur og alls ekki það sem við vildum. Við töldum að bankarnir ætluðu að vera með okkur í slagnum alla leið. En þeir losuðu um sinn hlut á um sex mánuðum. Það var ekki endilega besta þróunin fyrir fyrirtækið," segir hann og bætir við að margir hafi tekið lán til hlutabréfakaupanna, sumir skuldsett sig upp í topp. Guðjón segist ekki hafa hagnast á hlutafjáreign sinni í Oz. Þvert á móti hafi hann haldið í hana. „Ég hafði engan ávinning af því enda leit ég aldrei á hlutabréfin mín sem eitthvað til að leika sér með," segir hann. SPILABORGIN HRYNURNær ekkert fyrirtæki í upplýsingatækni komst hjá því að finna fyrir hruni tæknigeirans þegar netbólan sprakk á vordögum 2001. Ericson lenti í alvarlegum kröggum og varð að draga seglin hratt saman. Rúmum helmingi starfsmanna, sextíu þúsund manns, var sagt upp og flestum samstarfssamningum sagt upp. Þar á meðal við Oz. Við þær aðstæður skekktust stoðir Oz verulega. Þegar best lét höfðu 250 manns á launaskrá fyrirtækisins og höfðu tekjur numið hátt í einum milljarði króna. Nær allar tekjur fyrirtækisins, um níutíu prósent, komu hins vegar frá Svíunum. Þegar enginn var samningurinn var ljóst hvert stefndi. Erfitt var að fjármagna reksturinn eftir þetta og gekk hratt á þá fjármuni sem til voru. Í mars 2002 var greint frá því að höfuðstöðvar Oz yrðu fluttar til Kanada og fólki sagt upp. Þá hafði starfsfólki fækkað talsvert; hundrað störfuðu hjá Oz í upphafi árs 2002. Þremur mánuðum síðar voru sextíu hættir. Fjárhagurinn batnaði ekkert og rambaði fyrirtækið á barmi gjaldþrots. Landsbankinn, stærsti kröfuhafi Oz, missti þolinmæðina síðar þetta sama ár og tók fyrirtækið yfir. Eignarhlutur fjölda hluthafa varð að engu. Sama máli gegndi um Guðjón. „Maður hafði vissulega tekið lán og veðsett bréfin sín til að byggja upp önnur félög." bendir hann á. Þeir sem rætt var við í tengslum við umfjöllunina sögðu Guðjón hafa átt lítið þegar upp var staðið. Skúli Mogensen tekur undir með Guðjóni: „Auðvitað var ég gramur," segir hann og bætir við að mistök hafi verð að engar kvaðir voru í samningnum sem komu í veg fyrir framsal bankanna á hlutabréfunum. „Ég hefði átt að vita betur. Það eru okkar mistök. Því miður - og þetta er eitt af því leiðinlegra sem stendur eftir í ævintýrinu okkar." Skúli bendir á að helstu mistökin hafi ekki síst falist í því að Ericson hafi verið í tveimur hlutverkum, sem stærsti viðskiptavinur og hluthafi. Það hafi komið fram þegar samstarfinu var slitið. Þá drógust tekjur Oz saman um 95 prósent auk þess að ekkert úr dreifingu Ericson á vörum Oz á heimsvísu líkt og til stóð. NÝTT OZ RÍS ÚR RÚSTUNUMTæknirisinn í september 1996 Þegar best lét voru um 250 manns á launaskrá hjá Oz. Maðurinn lengst til hægri er Eyþór Arnalds, sem hafði gert það gott með hljómsveitinni Todmobile.Vísir/GVALandsbankinn reyndi sitt til að halda rekstrinum gangandi. Það gekk illa. Oz var nú eins langt frá því að vonarstjarna og hugsast gat. Engin starfsemi var hér á landi. Tuttugu manns störfuðu hjá fyrirtækinu í Kanada, þar af nokkrir Íslendingar. Skúli var enn framkvæmdastjóri en Guðjón hafði hætt öllum afskiptum af því. Tekjurnar voru í samræmi við breyttar aðstæður, hálf milljón dala, um 45 milljónir króna á þáverandi gengi, í lok árs 2002 samanborið við tæpan milljarð króna árið á undan. Landsbankinn og stjórnendur, þar á meðal Skúli, reyndu linnulítið að fá nýja hluthafa að samningaborðinu. En fjármálageirinn horfði ekki lengur til net- og upplýsingafyrirtækja. Það reyndist árangurslaust. Úr varð að Skúli og tíu aðrir lykilstjórnendur Oz sömdu við Landsbankann um kaup á fyrirtækinu. „Allir sögðu okkur að fara nú að hætta þessari vitleysu," segir Skúli. „Við ákváðum hins vegar við að skipta um gír og halda áfram," segir Skúli. Í kjölfarið var ákveðið að breyta um stefnu. Oz kastaði allri þróunarvinnu fyrir róða og ákvað þess í stað að farsímavæða samskiptatækni annarra fyrirtækja. „Eftir að við misstum Ericson og lentum í þessum kröggum, þá höfðum við hvorki bolmagn né getu til að búa til okkar eigin kerfi. Þess í stað höfðum við samband við þá sem áttu öflug kerfi á Netinu, svo sem MSN, Yahoo og fleiri sambærileg, og hjálpuðum þeim að móbílesera þau," segir Skúli. Þetta hafði jákvæð áhrif á reksturinn. Á sama tíma löguðust aðstæður á fjármálamörkuðum. Fjárfestar jöfnuðu sig eftir að netbólan sprakk, vextir lækkuðu á heimsvísu og aðgengi að lánsfé batnaði. Þá færðist líf í farsímageirann. Viðskiptavinum Oz fjölgaði hratt og þegar hillti undir lok árs 2008 hafði fyrirtækið unnið með nánast öllum farsímaframleiðendum Bandaríkjanna. NOKIA KAUPIR OZFinnski farsímarisinn Nokia keypti rekstur Oz með manni og mús í október í fyrra. Reksturinn hafði þá tekið stórstígum framförum - var reyndar orðinn betri en þegar best lét á gullaldarárum Oz hér á landi. Starfsmenn voru nú orðnir 270 - fleiri en þegar best lét á gullaldarárunum hér. Fjárhagurinn var sömuleiðis traustari enda hafði fyrirtækið fjármagnað sig í tvígang um samtals sextíu milljónir dala frá því ný stefna var tekin upp og þar til það var selt. Tekjurnar voru sömuleiðis betri, um 35 milljónir dala, jafnvirði um þriggja milljarða króna, árið 2008. Oz var komið með skrifstofur víða: höfuðstöðvar í Kanada en tvær skrifstofur í Bandaríkjunum auk annarra í Bretlandi og Indlandi. Ekki hefur verið gefið upp hvað Nokia greiddi fyrir Oz. Af því fara hins vegar nokkrar sögur. „Ég tjái mig ekki um verðið, við sömdum um það," segir Skúli sem stóð upp úr sæti framkvæmdastjóra í kjölfarið eftir stanslausa vinnu í um tuttugu ár hjá Oz. UPPGJÖRIÐBæði Skúli og Guðjón eru sannfærðir um að Oz hafi verið á undan sinni samtíð. „.Það er fyrst núna, tíu árum síðar, sem okkar sýn er að verða að veruleika með iPhone-símunum. Við vorum langt á undan. Því miður vill það oft vera þannig með frumkvöðla," segir Skúli. „Allt tekur lengri tíma en maður á von á, hvort heldur er viðgerð á húsi eða hugbúnaðargerð. Í okkar tilfelli, eftir á að hyggja, vorum við bara alltof snemma á ferðinni." Markaðir Undir smásjánni Mest lesið Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Viðskipti innlent „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf 2 Guys á Ægisíðu lokað Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Viðskipti innlent Fleiri fréttir 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Sjá meira
Fyrir tæpum tuttugu árum var íslensk upplýsingatækni enn í bleyju. Þeir sem vildu skera sig úr burðuðust stoltir um með nokkurra kílóa fokdýran farsímahlunk og þeir framsýnustu lumuðu á upphringimótöldum sem gerðu þeim kleift að tengjast háskólanetum á nokkrum mínútum. Þar var þó lítið að gera nema fyrir innvígða. Afþreyingaiðnaðurinn hafði hins vegar tekið tölvutækninni opnum örmum. Bestu tæknibrellurnar fengu áhorfendur til að gapa í forundran, svo sem yfir kvikmyndum á borð við framtíðartryllinum Tortímandanum 2 frá 1991 með Arnold Schwarzenegger í hlutverki vélmennisins T-800. Slíkar voru nýjungarnar að brellurnar lönduðu Óskarsverðlaunum. Þetta gaf þeim sem fylgdu nýjum straumum byr undir báða vængi. Hugbúnaðarfyrirtækið Oz var eitt þeirra sem hoppaði á vagninn. UNGIR FRUMKVÖÐLAROz var formlega stofnað í desember árið 1989 og er stefnt að tuttugu ára afmælisfögnuði í ár. Í fyrstu var unnið við grafíska tölvuvinnslu fyrir auglýsingastofur og ýmis fyrirtæki. Nóg var að gera og ekkert lát á eftirspurn. Fljótlega ákváðu stofnendur fyrirtækisins því að taka skrefið lengra, fjárfesta í rándýrum búnaði til að afkastað meiru og geta tekið að sér flóknari verkefni. Kostnaður lá í kringum þrjátíu milljónum króna, sem þótti mikið. Á móti var tækjabúnaði einn af þeim öflugustu á Norðurlöndunum. Aldur stofnenda Oz vakti mikla athygli. Þeir voru þrír, Guðjón Már sautján ára, Skúli Mogensen, kom að fyrirtækinu tveimur árum síðar var fjórum árum eldri. Sá þriðji var Aron Hjartarson, sem var á svipuðu reki. Guðjón segir aldurinn ekki hafa komið að sök. Þvert á móti telur hann - nú tuttugu árum síðar -það hafa verið kost. Sakleysið hafi valdið því að þeir félagarnir köstuðu sér óhræddir í djúpu laugina. „Þegar maður er enn frekar enn ungur og óreyndur þá veit maður síður af öllum ljónunum á veginum," segir hann. Oz skapaði sér fljótt nafn. Helstu verkefnin voru fyrir auglýsingastofur og vakti tölvuteiknað bréf sem sveif inn um bréfalúgu athygli almennings á strákunum. Fljótlega tók að bera á viðurnefnum. Það nærtækasta var „Galdramennina í Oz." Hróðurinn barst fljótlega út fyrir landsteina og tók Oz að sér verkefni fyrir ýmsa risa, svo sem Microsoft. Í kjölfarið var fetað inn á nýjar brautir. Brautryðjendurnir ungu ákváðu að leggja útselda vinnu á hilluna og leggja áhersluna á eigin tækniþróun í þrívíðri myndvinnslu fyrir Netið. Netið var var þá að stíga sín fyrstu skref í almennri notkun. Þeir framsýnustu sáu þar mikla möguleika. Í kjölfarið tók við þrotlaus þróunarvinna. Árangurinn var sýndur á tölvusýningu í Asíu árið 1995 og stóðst væntingar. En fjármagn skorti. „Ég hafði heyrt af því að Japanir hugsuðu lengst fram í tímann. Þeir voru einir á þessum tíma sem fjármögnuðu rannsóknir og þróun á flötum skjáum," segir Guðjón. „Með smá hjálp frá Útflutningsráði flaug ég til Tókýó í Japan. Ég var reyndar á þriðja kreditkortinu mínu þar, átti í erfiðleikum með að fjármagna flugmiðann. Sú ferð heppnaðist mjög vel. Við vorum mjög ungir þegar við náðum þessum samningum, um 22 ára." segir hann. ÚTRÁSÞegar áhyggjur af tekjuöflun voru að baki var gefíð í og fljótlega varð Ísland of lítið. Fyrirtækið opnaði fyrstu skrifstofuna í hjarta tæknigeirans í San Francisco í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum í jólamánuðinum 1995 og flutti starfsemina út að stórum hluta. Þar var fyrirtækið skrásett undir heitinu Oz Interactive. Þeir Skúli og Guðjón fluttu út um svipað leyti en Guðjón komst þar í kynni við ýmist lykilfólk í tækni- og fjármálageiranum. Þar á meðal myndaðist vinskapur með honum og Andy Grove forstjóra Intel. Saman fóru þeir Guðjón og Grove víða og ræddu við ýmsa málsmetandi menn um framtíðarsýn sína og þróun Netsins, svo sem Bill Gates, Rupert Murdoch og Warren Buffett. Um þetta leyti var stefnt að skráningu Oz á hlutabréfamarkað. Slíkt hafði gefið góða raun hjá öðrum. Netfyrirtækið Netscape, sem stofnað var árið 1994, var skráð á Nasdaq-markaðinn í ágúst 1995 með afar góðum árangri og gerði flesta þá sem komið höfðu að því að milljarðamæringum. Eftir talsverðu var því að slægjast. Starfsemi Oz þandist út og fyrr en varði voru starfsmenn orðnir 250 talsins. ÞRÍVÍÐIR HEIMAROZ við Snorrabraut Ljósleiðari tengdi saman hús höfuðstöðvanna hér á landi. Það þótti framúrstefnulegt og fékk heilmikla umfjöllun í fjölmiðlum.Vísir/HilmarFrá 1991 til 1996 hafði netnotkun tekið risastökk. Netscape hafði gert almenningi kleift að rápa um netið í auknum mæli auk þess sem netverslun var að stíga sín fyrstu skref. Tölvupóstur og spjallrásir á borð við IRC voru ekki aðeins á færi tæknisinnaðasta háskólafólks. En Oz-arar horfðu lengra. Fyrir þeim lá framtíð Netsins í fjölþættum, gagnvirkum og þrívíðum samskiptavettvangi þar sem fólk gæti hist í sýndarveruleika og átt í samskiptum hvert við annað. Svolítið fútúrískt, að mörgum fannst. Teymi var sett á laggirnar innan fyrirtækisins sem átti að gera þetta að veruleika. Vara varð til sem hét OZ Virtual og framtíðarsýn mótaðist um framtíðarverkefnið Cosmos sem gekk út á þrívítt hagkerfi og var það unnið samhliða öðrum þróunarverkefnum, svo sem rauntíma samskiptahugbúnaði sem nefndist iPulse. Horft var til þess að búnaðurinn gæti gert netverjum kleift að hafa samband sín á milli með SMS-um í farsíma en með sambærilegum hætti og MSN frá Microsoft. Sviðið var þónokkuð víðtækara, en það átti að auðvelda hópastarf í fjarvinnu. Guðjón telur ekki útilokað að Microsoft hafi þar fengið innblástur við hönnun á fyrstu útgáfu MSN-hugbúnaðarins. Þrívíddarafurðin var kynnt á tæknisýningum í Bandaríkjunum 1996. Framtíð þrívíða heimsins, eins og hún var í hugum Oz, samanstóð af skemmtistöðum og tónleikum í þrívíðum sýndarveruleika. Sýningar á tækninni vöktu heilmikla athygli. Í kjölfarið landaði Oz risasamningi við sænska farsímarisann Ericson. Samningurinn var til þriggja ára og nam verðmætið einum milljarði króna. UPPHAFIÐ AÐ FALLINUTalsverðar breytingar urðu á rekstri Oz eftir þetta. Allt var sett á fullt þróun samskiptalausnarinnar iPulse. Grafíkdeildin sem unnið hafði að þrívíðri myndvinnslu var skilin frá öðrum rekstri, skrifstofan flutt frá San Francisco til Boston og önnur opnuð í Svíþjóð. Engu var til sparað enda skrifstofan á besta stað í miðborg Stokkhólms. Þessu tengdu keyptu Svíarnir nítján prósenta hlut í Oz. Þetta var stærsta fjárfesting erlendra aðila í íslensku hugbúnaðarfyrirtæki. Þótt hugmyndir Oz hafi að mörgu leyti verið byltingakenndar spilaði uppgangur í tækni- og símageira um heim allan í kringum aldamótin ekki síðri rullu í velgengninni. Miklar væntingar voru til fyrirtækisins. Margir sáu gull og græna skóga og vildu hoppa á lestina, þar á meðal íslensku bankarnir. Þetta skilaði sér fljótt í mikilli hækkun á gengi hlutabréfa Oz. Svíarnir höfðu keypt þau á genginu 1,3 dalir á hlut. Það var komið í 3,5 dali á hlut um miðjan febrúar. Um svipað leyti ákvað stjórn Oz að bæta við hluthafahópinn. Hluthafar höfðu fram til þess verið fáir frá upphafi. Þeir Skúli áttu saman um helming hlutafjár, Ericson nítján, starfsmenn tíu, japanski fjárfestingarbankinn tæp fjögur og aðrir rest. „Okkur fannst gott fyrir félagið að fá innlendan fagfjárfesti inn í lokaðan hluthafahóp hjá OZ," segir Guðjón. Fjárfestingarbanki atvinnulífsins (FBA) og Landsbréf (verðbréfasjóður Landsbankans) áttu hæsta boð og keyptu hvor um sig hálfa milljón nýrra hluta fyrir 273 milljónir á genginu 3,8 dalir á hlut. Morgunblaðið hafði eftir Skúla í kjölfarið að þetta væri síðasta útboðið fyrir mögulega skráningu Oz á markað. Guðjón segir þá Oz-ara hafa verið ánægða með að fá innlenda fagaðila inn í hluthafahópinn. Eftirleikur bankanna kom þeim hins vegar á óvart. Bankarnir bútuðu hlutafjáreignina niður og seldu í einingum á gráum hlutabréfamarkaði. Hluthöfunum fjölgaði stórkostlega í kjölfarið; fóru úr tæpum tíu í fimm hundruð. Við það féll Oz sjálfkrafa undir reglur bandaríska fjármálaeftirlitsins (SEC) um hlutafélög. Yfirbyggingin stækkaði talsvert og mjög hægði á starfseminni. Guðjón segir að bandarískur lögfræðingur félagsins hafi ekki áttað sig á þessum göllum íslenska fjármálakerfisins þegar samningar voru gerðir. Þeir Guðjón og Skúli reyndu að mótmæla sölu hlutabréfanna sem mest þeir máttu en höfðu ekki erindi sem erfiði. Guðjón segir marga hafa talið frumkvöðlana hagnast mjög á sölu hlutabréfa sinna í fyrirtækinu. Það sé hins vegar rangt. „Bankarnir seldu almenningi bréfin í Oz til fjölda íslendinga á meðan sumir héldu að frumkvöðlarnir væru að selja. Á sama tíma var lítið sem við gátum gert. Þetta var lærdómsríkt tímabil fyrir okkur og alls ekki það sem við vildum. Við töldum að bankarnir ætluðu að vera með okkur í slagnum alla leið. En þeir losuðu um sinn hlut á um sex mánuðum. Það var ekki endilega besta þróunin fyrir fyrirtækið," segir hann og bætir við að margir hafi tekið lán til hlutabréfakaupanna, sumir skuldsett sig upp í topp. Guðjón segist ekki hafa hagnast á hlutafjáreign sinni í Oz. Þvert á móti hafi hann haldið í hana. „Ég hafði engan ávinning af því enda leit ég aldrei á hlutabréfin mín sem eitthvað til að leika sér með," segir hann. SPILABORGIN HRYNURNær ekkert fyrirtæki í upplýsingatækni komst hjá því að finna fyrir hruni tæknigeirans þegar netbólan sprakk á vordögum 2001. Ericson lenti í alvarlegum kröggum og varð að draga seglin hratt saman. Rúmum helmingi starfsmanna, sextíu þúsund manns, var sagt upp og flestum samstarfssamningum sagt upp. Þar á meðal við Oz. Við þær aðstæður skekktust stoðir Oz verulega. Þegar best lét höfðu 250 manns á launaskrá fyrirtækisins og höfðu tekjur numið hátt í einum milljarði króna. Nær allar tekjur fyrirtækisins, um níutíu prósent, komu hins vegar frá Svíunum. Þegar enginn var samningurinn var ljóst hvert stefndi. Erfitt var að fjármagna reksturinn eftir þetta og gekk hratt á þá fjármuni sem til voru. Í mars 2002 var greint frá því að höfuðstöðvar Oz yrðu fluttar til Kanada og fólki sagt upp. Þá hafði starfsfólki fækkað talsvert; hundrað störfuðu hjá Oz í upphafi árs 2002. Þremur mánuðum síðar voru sextíu hættir. Fjárhagurinn batnaði ekkert og rambaði fyrirtækið á barmi gjaldþrots. Landsbankinn, stærsti kröfuhafi Oz, missti þolinmæðina síðar þetta sama ár og tók fyrirtækið yfir. Eignarhlutur fjölda hluthafa varð að engu. Sama máli gegndi um Guðjón. „Maður hafði vissulega tekið lán og veðsett bréfin sín til að byggja upp önnur félög." bendir hann á. Þeir sem rætt var við í tengslum við umfjöllunina sögðu Guðjón hafa átt lítið þegar upp var staðið. Skúli Mogensen tekur undir með Guðjóni: „Auðvitað var ég gramur," segir hann og bætir við að mistök hafi verð að engar kvaðir voru í samningnum sem komu í veg fyrir framsal bankanna á hlutabréfunum. „Ég hefði átt að vita betur. Það eru okkar mistök. Því miður - og þetta er eitt af því leiðinlegra sem stendur eftir í ævintýrinu okkar." Skúli bendir á að helstu mistökin hafi ekki síst falist í því að Ericson hafi verið í tveimur hlutverkum, sem stærsti viðskiptavinur og hluthafi. Það hafi komið fram þegar samstarfinu var slitið. Þá drógust tekjur Oz saman um 95 prósent auk þess að ekkert úr dreifingu Ericson á vörum Oz á heimsvísu líkt og til stóð. NÝTT OZ RÍS ÚR RÚSTUNUMTæknirisinn í september 1996 Þegar best lét voru um 250 manns á launaskrá hjá Oz. Maðurinn lengst til hægri er Eyþór Arnalds, sem hafði gert það gott með hljómsveitinni Todmobile.Vísir/GVALandsbankinn reyndi sitt til að halda rekstrinum gangandi. Það gekk illa. Oz var nú eins langt frá því að vonarstjarna og hugsast gat. Engin starfsemi var hér á landi. Tuttugu manns störfuðu hjá fyrirtækinu í Kanada, þar af nokkrir Íslendingar. Skúli var enn framkvæmdastjóri en Guðjón hafði hætt öllum afskiptum af því. Tekjurnar voru í samræmi við breyttar aðstæður, hálf milljón dala, um 45 milljónir króna á þáverandi gengi, í lok árs 2002 samanborið við tæpan milljarð króna árið á undan. Landsbankinn og stjórnendur, þar á meðal Skúli, reyndu linnulítið að fá nýja hluthafa að samningaborðinu. En fjármálageirinn horfði ekki lengur til net- og upplýsingafyrirtækja. Það reyndist árangurslaust. Úr varð að Skúli og tíu aðrir lykilstjórnendur Oz sömdu við Landsbankann um kaup á fyrirtækinu. „Allir sögðu okkur að fara nú að hætta þessari vitleysu," segir Skúli. „Við ákváðum hins vegar við að skipta um gír og halda áfram," segir Skúli. Í kjölfarið var ákveðið að breyta um stefnu. Oz kastaði allri þróunarvinnu fyrir róða og ákvað þess í stað að farsímavæða samskiptatækni annarra fyrirtækja. „Eftir að við misstum Ericson og lentum í þessum kröggum, þá höfðum við hvorki bolmagn né getu til að búa til okkar eigin kerfi. Þess í stað höfðum við samband við þá sem áttu öflug kerfi á Netinu, svo sem MSN, Yahoo og fleiri sambærileg, og hjálpuðum þeim að móbílesera þau," segir Skúli. Þetta hafði jákvæð áhrif á reksturinn. Á sama tíma löguðust aðstæður á fjármálamörkuðum. Fjárfestar jöfnuðu sig eftir að netbólan sprakk, vextir lækkuðu á heimsvísu og aðgengi að lánsfé batnaði. Þá færðist líf í farsímageirann. Viðskiptavinum Oz fjölgaði hratt og þegar hillti undir lok árs 2008 hafði fyrirtækið unnið með nánast öllum farsímaframleiðendum Bandaríkjanna. NOKIA KAUPIR OZFinnski farsímarisinn Nokia keypti rekstur Oz með manni og mús í október í fyrra. Reksturinn hafði þá tekið stórstígum framförum - var reyndar orðinn betri en þegar best lét á gullaldarárum Oz hér á landi. Starfsmenn voru nú orðnir 270 - fleiri en þegar best lét á gullaldarárunum hér. Fjárhagurinn var sömuleiðis traustari enda hafði fyrirtækið fjármagnað sig í tvígang um samtals sextíu milljónir dala frá því ný stefna var tekin upp og þar til það var selt. Tekjurnar voru sömuleiðis betri, um 35 milljónir dala, jafnvirði um þriggja milljarða króna, árið 2008. Oz var komið með skrifstofur víða: höfuðstöðvar í Kanada en tvær skrifstofur í Bandaríkjunum auk annarra í Bretlandi og Indlandi. Ekki hefur verið gefið upp hvað Nokia greiddi fyrir Oz. Af því fara hins vegar nokkrar sögur. „Ég tjái mig ekki um verðið, við sömdum um það," segir Skúli sem stóð upp úr sæti framkvæmdastjóra í kjölfarið eftir stanslausa vinnu í um tuttugu ár hjá Oz. UPPGJÖRIÐBæði Skúli og Guðjón eru sannfærðir um að Oz hafi verið á undan sinni samtíð. „.Það er fyrst núna, tíu árum síðar, sem okkar sýn er að verða að veruleika með iPhone-símunum. Við vorum langt á undan. Því miður vill það oft vera þannig með frumkvöðla," segir Skúli. „Allt tekur lengri tíma en maður á von á, hvort heldur er viðgerð á húsi eða hugbúnaðargerð. Í okkar tilfelli, eftir á að hyggja, vorum við bara alltof snemma á ferðinni."
Markaðir Undir smásjánni Mest lesið Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Viðskipti innlent „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf 2 Guys á Ægisíðu lokað Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Viðskipti innlent Fleiri fréttir 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Sjá meira