Upprakning hnattvæðingar Auðunn Arnórsson skrifar 23. febrúar 2009 04:00 Sænska Saab-bílasmiðjan fór fyrir helgi fram á greiðslustöðvun, eftir að móðurfélagið GM í Detroit hafði tilkynnt að það myndi ekki leggja sænska dótturfélaginu til meira fé og sænsk stjórnvöld höfnuðu beiðni um að gangast í ábyrgðir fyrir nýju rekstrarfé. Þar með stefnir allt í endalok merks kafla í sögu bílaiðnaðarins, sem hófst upp úr síðari heimsstyrjöld þegar sænska herflugvélasmiðjan SAAB (Svenska Aeroplan-AB) vantaði ný verkefni og brá á það ráð að fela verkfræðingum sínum að þróa fólksbifreið til að skjóta frekari stoðum undir reksturinn á friðartímum. En að bandaríski bílarisinn skuli nú varpa Saab fyrir borð, áratug eftir að GM eignaðist næststærsta sænska bílaframleiðandann að fullu, er aðeins ein af mörgum birtingarmyndum heimskreppunnar sem leikur bílaiðnaðinn sérstaklega grátt. Saab er undirdeild í GME, General Motors Europe. Stærsta einingin í GME eru Opel-verksmiðjurnar þýzku, sem GM eignaðist um miðjan þriðja áratug 20. aldar. Sú nána tenging evrópsks og bandarísks bílaiðnaðar hefur sem sagt haldið í yfir 70 ár. Meðal annarra eininga GME eru Vauxhall í Bretlandi og samsetningarverksmiðjur á Spáni og víðar á meginlandinu. Eins og Opel er dæmi um hófst hnattvæðing bílaiðnaðarins snemma, þótt hún hafi náð nýjum hæðum á síðustu 15 árum. Táknrænust fyrir það samrunaæði sem rann á bílaframleiðendur á síðasta áratug var sameining þýzku eðalbílasmiðjunnar Daimler-Benz og eins bandarísku risanna þriggja, Chrysler (hinir tveir eru Ford og GM). Sú tilraun fór illa. Þýzku fjárfestarnir, sem í raun yfirtóku Chrysler, hrökkluðust aftur heim til Stuttgart eftir að hafa tapað milljörðum á að reyna að bæta samkeppnishæfni bandaríska „systurfyrirtækisins". Nú virðist það vera eina leiðin fyrir GM að bjarga sér frá algeru þroti að aðskilja og helzt selja í heilu lagi alla starfsemi samsteypunnar í Evrópu - skilyrði fyrir að GM fái að halda þeirri neyðarfjárhagsaðstoð sem fyrirtækið hefur þegar þegið frá bandarískum yfirvöldum er að umfang samsteypunnar verði minnkað til muna. Viðraðar hafa verið hugmyndir um að stofnað verði eignarhaldsfélag um rekstur GME, sem opið verði fyrir fjárfestingar bæði frá ríkisstjórnum þeirra landa sem eiga mest í húfi (þ.e. þar sem flest störf myndu tapast við gjaldþrot GM) og öðrum fjárfestum. Hvernig sem þessir gerningar æxlast, þá virðist starfsemi GM í Evrópu ætla að aðskiljast frá starfseminni vestanhafs. Sú upprakning hnattvæðingar sem í því felst er tímanna tákn í efnahagskreppunni sem nú hefur skollið á allri heimsbyggðinni og einna þyngst á þróuðustu iðnríkjunum. Vandi GM er líka táknrænn fyrir stöðu fjölþjóðlegra samsteypna í greiðsluvanda við slíkar aðstæður, þegar einu þrautalánveitendurnir eru ríkiskassar þjóðríkja, sem eðlilega vilja bara gangast í ábyrgðir fyrir þá starfsemi sem fer fram innan viðkomandi ríkis. Á sama tíma eru bílaframleiðendur í Kína og fleiri nýmarkaðslöndum í útþensluham. Þrátt fyrir heimskreppu telja þeir sig hafa bolmagn til að kaupa sig inn í starfsemi stórra rótgróinna bílaframleiðenda á Vesturlöndum. Sú staða er ekki síður tímanna tákn: Asía rís, „gömlu Vesturlönd" hníga. Hnattvæðingin heldur áfram, undir breyttum formerkjum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auðunn Arnórsson Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun
Sænska Saab-bílasmiðjan fór fyrir helgi fram á greiðslustöðvun, eftir að móðurfélagið GM í Detroit hafði tilkynnt að það myndi ekki leggja sænska dótturfélaginu til meira fé og sænsk stjórnvöld höfnuðu beiðni um að gangast í ábyrgðir fyrir nýju rekstrarfé. Þar með stefnir allt í endalok merks kafla í sögu bílaiðnaðarins, sem hófst upp úr síðari heimsstyrjöld þegar sænska herflugvélasmiðjan SAAB (Svenska Aeroplan-AB) vantaði ný verkefni og brá á það ráð að fela verkfræðingum sínum að þróa fólksbifreið til að skjóta frekari stoðum undir reksturinn á friðartímum. En að bandaríski bílarisinn skuli nú varpa Saab fyrir borð, áratug eftir að GM eignaðist næststærsta sænska bílaframleiðandann að fullu, er aðeins ein af mörgum birtingarmyndum heimskreppunnar sem leikur bílaiðnaðinn sérstaklega grátt. Saab er undirdeild í GME, General Motors Europe. Stærsta einingin í GME eru Opel-verksmiðjurnar þýzku, sem GM eignaðist um miðjan þriðja áratug 20. aldar. Sú nána tenging evrópsks og bandarísks bílaiðnaðar hefur sem sagt haldið í yfir 70 ár. Meðal annarra eininga GME eru Vauxhall í Bretlandi og samsetningarverksmiðjur á Spáni og víðar á meginlandinu. Eins og Opel er dæmi um hófst hnattvæðing bílaiðnaðarins snemma, þótt hún hafi náð nýjum hæðum á síðustu 15 árum. Táknrænust fyrir það samrunaæði sem rann á bílaframleiðendur á síðasta áratug var sameining þýzku eðalbílasmiðjunnar Daimler-Benz og eins bandarísku risanna þriggja, Chrysler (hinir tveir eru Ford og GM). Sú tilraun fór illa. Þýzku fjárfestarnir, sem í raun yfirtóku Chrysler, hrökkluðust aftur heim til Stuttgart eftir að hafa tapað milljörðum á að reyna að bæta samkeppnishæfni bandaríska „systurfyrirtækisins". Nú virðist það vera eina leiðin fyrir GM að bjarga sér frá algeru þroti að aðskilja og helzt selja í heilu lagi alla starfsemi samsteypunnar í Evrópu - skilyrði fyrir að GM fái að halda þeirri neyðarfjárhagsaðstoð sem fyrirtækið hefur þegar þegið frá bandarískum yfirvöldum er að umfang samsteypunnar verði minnkað til muna. Viðraðar hafa verið hugmyndir um að stofnað verði eignarhaldsfélag um rekstur GME, sem opið verði fyrir fjárfestingar bæði frá ríkisstjórnum þeirra landa sem eiga mest í húfi (þ.e. þar sem flest störf myndu tapast við gjaldþrot GM) og öðrum fjárfestum. Hvernig sem þessir gerningar æxlast, þá virðist starfsemi GM í Evrópu ætla að aðskiljast frá starfseminni vestanhafs. Sú upprakning hnattvæðingar sem í því felst er tímanna tákn í efnahagskreppunni sem nú hefur skollið á allri heimsbyggðinni og einna þyngst á þróuðustu iðnríkjunum. Vandi GM er líka táknrænn fyrir stöðu fjölþjóðlegra samsteypna í greiðsluvanda við slíkar aðstæður, þegar einu þrautalánveitendurnir eru ríkiskassar þjóðríkja, sem eðlilega vilja bara gangast í ábyrgðir fyrir þá starfsemi sem fer fram innan viðkomandi ríkis. Á sama tíma eru bílaframleiðendur í Kína og fleiri nýmarkaðslöndum í útþensluham. Þrátt fyrir heimskreppu telja þeir sig hafa bolmagn til að kaupa sig inn í starfsemi stórra rótgróinna bílaframleiðenda á Vesturlöndum. Sú staða er ekki síður tímanna tákn: Asía rís, „gömlu Vesturlönd" hníga. Hnattvæðingin heldur áfram, undir breyttum formerkjum.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun