Segir fyrningarleið ávísun á gjaldþrot 2. apríl 2009 05:15 Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Ef næsta ríkisstjórn fer þá leið sem núverandi stjórnarflokkar boða og fyrnir veiðiheimildir verða útgerðir landsins gjaldþrota á fáum árum og í kjölfarið verður nýreist bankakerfi landsins gjaldþrota. Þar með legðust skuldir sjávarútvegsins, sem Seðlabankanum reiknast til að séu um 500 milljarðar króna, á íslenskan almenning. Þetta er niðurstaða úttektar sem Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum sem einnig á sæti í stjórn Landssambands íslenskra útgerðarmanna, hefur gert. Hann segir að miðað við núverandi aðstæður verði 1,9 krónur af hverju þorskígildi eftir hjá útgerðarfyrirtækjunum þegar allur kostnaður hefur verið greiddur. „Það er nú allt og sumt,“ segir Sigurgeir Brynjar. „Og þarna á víst að vera gullnáman sem ýmsir stjórnmálamenn, meðal annars landsfundarfulltrúar ríkisstjórnarflokkanna, telja að sé til staðar í sjávarútveginum og hægt sé að ná sér í hnefa til að stoppa í fjárlagagöt og fleira.“ Hann segir enn fremur að sömu hugmyndir um fyrrningarleið hafi verið í umræðunni fyrir kosningarnar 2003. „Og þá fékk Vinnslustöðin endurskoðunarfyrirtækið Deloitte til þess að meta áhrif hennar á fyrirtækið. Þar var miðað við að félagið leigði af ríkinu þann kvóta sem það hefði misst vegna fyrningarinnar. Félagið stóð þá, líkt og nú, þokkalega miðað við það sem gerist í greininni. Niðurstaðan var hins vegar sú að það hefði orðið gjaldþrota á sex árum að því gefnu að leiguverð aflaheimilda frá ríkinu væri helmingi lægra en markaðsverð á leigumarkaði.“ Hann segir brýna þörf vera nú á raunsærri aðgerðum. „Stjórnmálamenn hafa oft áður komið fram með svipaðar „reddingar“ með hörmulegum aðgerðum,“ segir hann. „Lausnin átti einhvern tímann að felast í því að setja skuttogara í hvert pláss, loðdýrarækt á hvern bæ, fiskeldi hvar sem komið var, dot-com fyrirtæki og nú síðast gengu draumóramenn um í leiðslu fagnaðarerindis um Ísland sem fjármálamiðstöð veraldarinnar. Við verðum hreinlega að koma okkur á jörðina.“ Við úttektina notaði hann ársreikninga fimmtán til átján stærstu sjávarútvegsfyrirtækja landsins frá árinu 2001 til 2007 en þau hafa haft yfir að ráða 52 til 62 prósentum allra aflaheimilda við landið. jse@frettabladid.is Kosningar 2009 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Ef næsta ríkisstjórn fer þá leið sem núverandi stjórnarflokkar boða og fyrnir veiðiheimildir verða útgerðir landsins gjaldþrota á fáum árum og í kjölfarið verður nýreist bankakerfi landsins gjaldþrota. Þar með legðust skuldir sjávarútvegsins, sem Seðlabankanum reiknast til að séu um 500 milljarðar króna, á íslenskan almenning. Þetta er niðurstaða úttektar sem Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum sem einnig á sæti í stjórn Landssambands íslenskra útgerðarmanna, hefur gert. Hann segir að miðað við núverandi aðstæður verði 1,9 krónur af hverju þorskígildi eftir hjá útgerðarfyrirtækjunum þegar allur kostnaður hefur verið greiddur. „Það er nú allt og sumt,“ segir Sigurgeir Brynjar. „Og þarna á víst að vera gullnáman sem ýmsir stjórnmálamenn, meðal annars landsfundarfulltrúar ríkisstjórnarflokkanna, telja að sé til staðar í sjávarútveginum og hægt sé að ná sér í hnefa til að stoppa í fjárlagagöt og fleira.“ Hann segir enn fremur að sömu hugmyndir um fyrrningarleið hafi verið í umræðunni fyrir kosningarnar 2003. „Og þá fékk Vinnslustöðin endurskoðunarfyrirtækið Deloitte til þess að meta áhrif hennar á fyrirtækið. Þar var miðað við að félagið leigði af ríkinu þann kvóta sem það hefði misst vegna fyrningarinnar. Félagið stóð þá, líkt og nú, þokkalega miðað við það sem gerist í greininni. Niðurstaðan var hins vegar sú að það hefði orðið gjaldþrota á sex árum að því gefnu að leiguverð aflaheimilda frá ríkinu væri helmingi lægra en markaðsverð á leigumarkaði.“ Hann segir brýna þörf vera nú á raunsærri aðgerðum. „Stjórnmálamenn hafa oft áður komið fram með svipaðar „reddingar“ með hörmulegum aðgerðum,“ segir hann. „Lausnin átti einhvern tímann að felast í því að setja skuttogara í hvert pláss, loðdýrarækt á hvern bæ, fiskeldi hvar sem komið var, dot-com fyrirtæki og nú síðast gengu draumóramenn um í leiðslu fagnaðarerindis um Ísland sem fjármálamiðstöð veraldarinnar. Við verðum hreinlega að koma okkur á jörðina.“ Við úttektina notaði hann ársreikninga fimmtán til átján stærstu sjávarútvegsfyrirtækja landsins frá árinu 2001 til 2007 en þau hafa haft yfir að ráða 52 til 62 prósentum allra aflaheimilda við landið. jse@frettabladid.is
Kosningar 2009 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira