Að þekkja söguna Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 2. desember 2009 06:00 Fátt virðist vinsælla nú um stundir en að vísa í söguna máli sínu til stuðnings. Annar hvor maður virðist með það á hreinu hvað Jóni Sigurðssyni og Jónasi Hallgrímssyni hefði fundist um ákveðin mál og fyrri tíma menn eru sproksettir af fólki sem telur sig vera með það á kristaltæru hvað þetta og hitt þýddi þá og þá. Nokkuð bar á þessu í gær, enda tilefnið ærið; sjálfur fullveldisdagurinn. Og ekki var neinn hörgull á þeim sem vísuðu í fullveldið málstað sínum til framdráttar. Hæst bar kannski auglýsingu hvar verkalýðsfélögin Hlíf og VR, fyrirtækin Ormsson og Olís, Samtök iðnaðarins, Sölufélag garðyrkjumanna og Sjálfstæðisflokkurinn kölluðu á baráttuþrek og samtakamátt þjóðarinnar. Látum það vera að fulleldi, ekki fullveldi, þjóðarinnar hafi verið fagnað í auglýsingunni. Og látum það líka vera hvað kallar þennan einkennilega samtíning saman í auglýsingu. Boðskapurinn er öllu athyglisverðari. Fulleldisauglýsendurnir v-lausu töldu nefnilega að í gær- og væntanlega þá í dag - þurfum við „á sömu samstöðunni að halda og forfeður okkar sýndu í upphafi síðustu aldar". Þá, sem lesið hafa söguna, rekur nefnilega í rogastans þegar sú samstaða er dásömuð. Fullveldið sem náðist 1. desember 1918 var nefnilega fráleitt niðurstaða glæstrar baráttu samhentrar þjóðar þar sem allir gengu í takt. Trauðla finnst mál sem meiri deilur voru um en einmitt sjálfstæðisbaráttan. Alla 19. öldina var deilt um stöðu landsins í konungsveldinu og nægir að nefna tillöguflutning Benedikts Sveinssonar á seinni hluta aldarinnar, en þá flutti hann ár eftir ár tillögu í stjórnarskrármálinu. Valtýskan og deilur um heimastjórn skiptu mönnum í tvær fylkingar í upphafi aldarinnar og þjóðin var klofin í afstöðu til uppkastsins. Það var kannski helst fyrri heimsstyrjöldin sem varð til þess að menn sáu að úr því sem komið var væri líklega best að skella á eins og einu fullveldi. Slík var samstaðan sem forfeður okkar sýndu og v-leysingjarnir vísa í. Leggjum af þjóðernissinnaða söguskoðun um einhuga þjóð í frelsisbaráttu með eitt markmið í huga; sjálfstæði. Það er nefnilega ljótt að ljúga og sagan á ekki að vera gunnfáni mismunandi skoðana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Fátt virðist vinsælla nú um stundir en að vísa í söguna máli sínu til stuðnings. Annar hvor maður virðist með það á hreinu hvað Jóni Sigurðssyni og Jónasi Hallgrímssyni hefði fundist um ákveðin mál og fyrri tíma menn eru sproksettir af fólki sem telur sig vera með það á kristaltæru hvað þetta og hitt þýddi þá og þá. Nokkuð bar á þessu í gær, enda tilefnið ærið; sjálfur fullveldisdagurinn. Og ekki var neinn hörgull á þeim sem vísuðu í fullveldið málstað sínum til framdráttar. Hæst bar kannski auglýsingu hvar verkalýðsfélögin Hlíf og VR, fyrirtækin Ormsson og Olís, Samtök iðnaðarins, Sölufélag garðyrkjumanna og Sjálfstæðisflokkurinn kölluðu á baráttuþrek og samtakamátt þjóðarinnar. Látum það vera að fulleldi, ekki fullveldi, þjóðarinnar hafi verið fagnað í auglýsingunni. Og látum það líka vera hvað kallar þennan einkennilega samtíning saman í auglýsingu. Boðskapurinn er öllu athyglisverðari. Fulleldisauglýsendurnir v-lausu töldu nefnilega að í gær- og væntanlega þá í dag - þurfum við „á sömu samstöðunni að halda og forfeður okkar sýndu í upphafi síðustu aldar". Þá, sem lesið hafa söguna, rekur nefnilega í rogastans þegar sú samstaða er dásömuð. Fullveldið sem náðist 1. desember 1918 var nefnilega fráleitt niðurstaða glæstrar baráttu samhentrar þjóðar þar sem allir gengu í takt. Trauðla finnst mál sem meiri deilur voru um en einmitt sjálfstæðisbaráttan. Alla 19. öldina var deilt um stöðu landsins í konungsveldinu og nægir að nefna tillöguflutning Benedikts Sveinssonar á seinni hluta aldarinnar, en þá flutti hann ár eftir ár tillögu í stjórnarskrármálinu. Valtýskan og deilur um heimastjórn skiptu mönnum í tvær fylkingar í upphafi aldarinnar og þjóðin var klofin í afstöðu til uppkastsins. Það var kannski helst fyrri heimsstyrjöldin sem varð til þess að menn sáu að úr því sem komið var væri líklega best að skella á eins og einu fullveldi. Slík var samstaðan sem forfeður okkar sýndu og v-leysingjarnir vísa í. Leggjum af þjóðernissinnaða söguskoðun um einhuga þjóð í frelsisbaráttu með eitt markmið í huga; sjálfstæði. Það er nefnilega ljótt að ljúga og sagan á ekki að vera gunnfáni mismunandi skoðana.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun