Fjórir stjórnmálaforingjar með krabbamein 23. janúar 2009 19:07 Það má heita furðuleg tilviljun að þeir stjórnmálaforingjar, sem mynduðu og leiddu tvær síðustu ríkisstjórnir, hafa allir greinst með æxli, ýmist góðkynja eða illkynja. Þeir Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson mynduðu saman þrjár ríkisstjórnir og voru valdamestu leiðtogar landsins í á annan áratug. Báðir greindust með krabbamein, fyrst Halldór haustið 2002 og gekkst hann þá undir uppskurð vegna krabbameins í blöðruhálskirtli. Sumarið 2004, eftir mikil stjórnmálaátök og synjun forseta Íslands á fjölmiðlalögum, var Davíð Oddsson fluttur á sjúkrahús um miðja nótt vegna gallsteinakasts. Við skoðun kom í í ljós krabbamein í nýra og hálsi og var hnefastórt krabbameinsæxli í nýra fjarlægt. Báðir hættu þeir stjórnmálaafskiptum áður en kjörtímabili lauk og Davíð Oddsson lýsti því síðar yfir í tímaritsviðtali að hann hefði hugsanlega ekki hætt stjórnmálaþáttöku jafn fljótt og hann gerði ef hann hefði ekki veikst af krabbameini. Nú er á ný komin upp sú staða að báðir oddvitar stjórnarflokkanna, þau Geir Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, glíma við alvarleg veikindi. Ingibjörg Sólrún greindist með góðkynja æxli í höfði í september í haust er hún var stödd í New York vegna framboðs Íslands til öryggisráðsins. Hún hefur síðan gengist undir tvær aðgerðir, nú síðast í Svíþjóð, en þaðan kom hún síðdegis eftir að mestur hluti æxlisins hafði verið fjarlægður. Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Það má heita furðuleg tilviljun að þeir stjórnmálaforingjar, sem mynduðu og leiddu tvær síðustu ríkisstjórnir, hafa allir greinst með æxli, ýmist góðkynja eða illkynja. Þeir Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson mynduðu saman þrjár ríkisstjórnir og voru valdamestu leiðtogar landsins í á annan áratug. Báðir greindust með krabbamein, fyrst Halldór haustið 2002 og gekkst hann þá undir uppskurð vegna krabbameins í blöðruhálskirtli. Sumarið 2004, eftir mikil stjórnmálaátök og synjun forseta Íslands á fjölmiðlalögum, var Davíð Oddsson fluttur á sjúkrahús um miðja nótt vegna gallsteinakasts. Við skoðun kom í í ljós krabbamein í nýra og hálsi og var hnefastórt krabbameinsæxli í nýra fjarlægt. Báðir hættu þeir stjórnmálaafskiptum áður en kjörtímabili lauk og Davíð Oddsson lýsti því síðar yfir í tímaritsviðtali að hann hefði hugsanlega ekki hætt stjórnmálaþáttöku jafn fljótt og hann gerði ef hann hefði ekki veikst af krabbameini. Nú er á ný komin upp sú staða að báðir oddvitar stjórnarflokkanna, þau Geir Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, glíma við alvarleg veikindi. Ingibjörg Sólrún greindist með góðkynja æxli í höfði í september í haust er hún var stödd í New York vegna framboðs Íslands til öryggisráðsins. Hún hefur síðan gengist undir tvær aðgerðir, nú síðast í Svíþjóð, en þaðan kom hún síðdegis eftir að mestur hluti æxlisins hafði verið fjarlægður.
Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira