Innlent

„Kynvilla" í íslenskri kennslubók

Frá hinsegin dögum í Reykjavík, þar sem hommafóbía er víðsfjarri.
Frá hinsegin dögum í Reykjavík, þar sem hommafóbía er víðsfjarri.

Í kafla um Leonardo da Vinci í íslensku kennslubókinni Efni og orka frá 2007 er orðið kynvilla notað um snillinginn. Bókin er kennd í áfanganum Náttúrufræði 123 við Verzlunarskóla Íslands.

Kennslubókin fjallar einkum um grundvallaratriði í eðlis- og efnafræði. Víða um bókina eru stuttir fræðslukaflar nemendum til gagns og gamans. Í einum þeirra er fjallað um vísinda- og listamanninn Leonardo da Vinci.

Þar segir meðal annars orðrétt: „Leonardo da Vinci var örvhent, kynvillt og óskilgetin grænmetisæta sem gekk gegn viðteknum venjum þess tíma sem hann lifði á."

Orðið kynvilla þykir afar móðgandi orðalag um samkynhneigða. Sé orðinu flett upp í orðabók Marðar Árnasonar er sérstaklega tekið fram að orðið sé niðrandi.

Textinn er upphaflega eftir John Carey en hefur verið þýddur af höfundum bókarinnar. Höfundarnir eru fjórir og starfa allir við Verzlunarskóla Íslands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×