Vill berjast fyrir aðildarsamningi við ESB Jón Hákon Halldórsson skrifar 4. apríl 2009 19:00 Baldur tók sæti á lista Samfylkingarinnar til að hafa áhrif á Evrópumál. Mynd/ Valgarður. „Ég ákvað að taka sæti á lista Samfylkingarinnar til þess að berjast fyrir aðildarsamningi við Evrópusambandið," segir Baldur Þórhallsson. Baldur skipar sjötta sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Hann hefur hingað til verið betur þekktur sem fræðimaður á sviði stjórnmála fremur en þátttakandi. Baldur segir að á meðan allt lék í lyndi í efnahagsmálum hafi Íslendingar haft efni á því að standa utan við Evrópusambandið. Við þær aðstæður sem nú ríki sé hins vegar bráðaðkallandi að sækja um aðild. „Þannig að við getum séð hvað okkur stendur til boða og getum á þeim grunni tekið afstöðu til Evrópusambandsaðildar. Ég get ekki séð að það sé önnur lausn í boði til að koma hjólum atvinnulífsins í gang. Aðild að Evrópusambandinu snýr fyrst og fremst að lífskjörum í landinu að halda hérna sömu lífskjörum eins og best gerist. Evrópusambandsaðild er málefni heimilanna í landinu ekki síður en atvinnulífsins vegna lægri vaxta og lægra vöruverðs sem fylgja myndi aðild. Og það sem skiptir mestu máli þar eru upptaka evrunnar," segir Baldur. Hann segir að Sjálfstæðisflokkurinn sem hafi verið leiðandi afl í íslenskum stjórnmálum bjóði ekki upp á neina peningastefnu. „Það segja allir stjórnmálaflokkar að krónan sé ónýt en það er ekki nema Samfylkingin og Framsóknarflokkurinn sem bjóða upp á stefnu í peningamálum. Hinir flokkarnir vita ekki hvað þeir vilja," segir Baldur. Hann segist telja að það sé stóralvarlegt fyrir þjóðina. Baldur segir að hann hafi hingað til ekki verið að gefa mikið út á sínar eigin skoðanir um Evrópusambandið. Baldur segist gera sér grein fyrir því að minna verði leitað til hans sem óháðs fræðimanns við Háskóla Íslands eftir ákvörðun hans um að taka sæti á listanum. „En það er spurning um hvort það sé ekki heiðarlegra, þegar manni finnst svo mikið liggja við, að segja sína skoðun tæpitungulaust um hvað þurfi að gera í Evrópumálum," segir Baldur. Kosningar 2009 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Fleiri fréttir Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Sjá meira
„Ég ákvað að taka sæti á lista Samfylkingarinnar til þess að berjast fyrir aðildarsamningi við Evrópusambandið," segir Baldur Þórhallsson. Baldur skipar sjötta sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Hann hefur hingað til verið betur þekktur sem fræðimaður á sviði stjórnmála fremur en þátttakandi. Baldur segir að á meðan allt lék í lyndi í efnahagsmálum hafi Íslendingar haft efni á því að standa utan við Evrópusambandið. Við þær aðstæður sem nú ríki sé hins vegar bráðaðkallandi að sækja um aðild. „Þannig að við getum séð hvað okkur stendur til boða og getum á þeim grunni tekið afstöðu til Evrópusambandsaðildar. Ég get ekki séð að það sé önnur lausn í boði til að koma hjólum atvinnulífsins í gang. Aðild að Evrópusambandinu snýr fyrst og fremst að lífskjörum í landinu að halda hérna sömu lífskjörum eins og best gerist. Evrópusambandsaðild er málefni heimilanna í landinu ekki síður en atvinnulífsins vegna lægri vaxta og lægra vöruverðs sem fylgja myndi aðild. Og það sem skiptir mestu máli þar eru upptaka evrunnar," segir Baldur. Hann segir að Sjálfstæðisflokkurinn sem hafi verið leiðandi afl í íslenskum stjórnmálum bjóði ekki upp á neina peningastefnu. „Það segja allir stjórnmálaflokkar að krónan sé ónýt en það er ekki nema Samfylkingin og Framsóknarflokkurinn sem bjóða upp á stefnu í peningamálum. Hinir flokkarnir vita ekki hvað þeir vilja," segir Baldur. Hann segist telja að það sé stóralvarlegt fyrir þjóðina. Baldur segir að hann hafi hingað til ekki verið að gefa mikið út á sínar eigin skoðanir um Evrópusambandið. Baldur segist gera sér grein fyrir því að minna verði leitað til hans sem óháðs fræðimanns við Háskóla Íslands eftir ákvörðun hans um að taka sæti á listanum. „En það er spurning um hvort það sé ekki heiðarlegra, þegar manni finnst svo mikið liggja við, að segja sína skoðun tæpitungulaust um hvað þurfi að gera í Evrópumálum," segir Baldur.
Kosningar 2009 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Fleiri fréttir Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Sjá meira