Veiðiþjófar stálu frá barni við Hítarvatn Garðar Örn Úlfarsson skrifar 11. júní 2009 00:01 Nökkvi Stefánsson hreykinn fimm ára snáði með silung sem hann veiddi sjálfur í Hítarvatni. Veiðiþjófar stálu af honum fiskinum. Mynd/Stefán Árnason „Það er með ólíkindum að fólk skuli leggjast svo lágt að stela aflanum frá öðrum," segir Stefán Árnason sem um síðustu helgi var ásamt fimm ára syni sinum við silungsveiðar í Hítarvatni. Stefán og sonur hans, auk vinar Stefáns, dvöldu í tjaldi við Hítarvatn á Mýrum og veiddu rúmlega þrjátíu silunga yfir helgina. „Við veiddum meira en flestir og geymdum aflann í sterkum silungapokum út í læk," segir Stefán sem á sunnudagsmorguninn sendi Nökkvi litla son sinn að ná í aflann á meðan hann sjálfur var að ganga frá viðleguútbúnaðinum. „Ég sé að hann var búinn að ná pokunum upp úr og var eitthvað að bisa við þá og að skima í kringum sig, greinilega að leita að einhverju. Ég fór til hans eftir nokkra stund og sá þá að pokarnir voru tómir og allir fiskarnir nema minnsti titturinn horfnir," lýsir Stefán sem kveður það öruggt að þar hafi veiðiþjófar verið að verki því að pokarnir hafi verið skornir upp með hnífi. „Í pokanum var fyrsti fiskurinn sem hann Nökkvi veiddi alveg sjálfur, einn og óstuddur. Hann varð auðvitað hálfsúr en tók þessu samt eins og karlmaður og skipaði pabba sínum að finna þjófana," segir Stefán sem gerði nokkra leit að hugsanlegum þjófum og lét líka bóndann í Hítardal vita af því sem gerst hafði. „Hann var alveg gáttaður og sagðist aldrei hafa heyrt þvílíkt áður og lét lögregluna vita." Að sögn Stefáns var aðallega fjölskyldufólk við Hítarvatn um síðustu helgi. Hann hafi gengið milli manna og spurst fyrir um mannaferðir en enginn kannast við neitt óvenjulegt umrædda nótt og ekkert spurðist til þjófanna. „Þarna voru reyndar strákar sem voru svo fullir alla helgina að þeir gátu varla gengið. Einn fannst meira að segja áfengisdauður við vatnsbakkann þar hann svaf úr sér mest allan laugardaginn. Þessir piltar rifu upp tjaldið og voru horfnir eldsnemma á sunnudagsmorguninn." Þrátt fyrir þessa uppákomu segir Stefán son sinn síður en svo orðinn frábitinn veiðiskapnum. „Nei, alls ekki. Nökkvi er rétt að byrja og við erum ekki hættir." Stangveiði Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
„Það er með ólíkindum að fólk skuli leggjast svo lágt að stela aflanum frá öðrum," segir Stefán Árnason sem um síðustu helgi var ásamt fimm ára syni sinum við silungsveiðar í Hítarvatni. Stefán og sonur hans, auk vinar Stefáns, dvöldu í tjaldi við Hítarvatn á Mýrum og veiddu rúmlega þrjátíu silunga yfir helgina. „Við veiddum meira en flestir og geymdum aflann í sterkum silungapokum út í læk," segir Stefán sem á sunnudagsmorguninn sendi Nökkvi litla son sinn að ná í aflann á meðan hann sjálfur var að ganga frá viðleguútbúnaðinum. „Ég sé að hann var búinn að ná pokunum upp úr og var eitthvað að bisa við þá og að skima í kringum sig, greinilega að leita að einhverju. Ég fór til hans eftir nokkra stund og sá þá að pokarnir voru tómir og allir fiskarnir nema minnsti titturinn horfnir," lýsir Stefán sem kveður það öruggt að þar hafi veiðiþjófar verið að verki því að pokarnir hafi verið skornir upp með hnífi. „Í pokanum var fyrsti fiskurinn sem hann Nökkvi veiddi alveg sjálfur, einn og óstuddur. Hann varð auðvitað hálfsúr en tók þessu samt eins og karlmaður og skipaði pabba sínum að finna þjófana," segir Stefán sem gerði nokkra leit að hugsanlegum þjófum og lét líka bóndann í Hítardal vita af því sem gerst hafði. „Hann var alveg gáttaður og sagðist aldrei hafa heyrt þvílíkt áður og lét lögregluna vita." Að sögn Stefáns var aðallega fjölskyldufólk við Hítarvatn um síðustu helgi. Hann hafi gengið milli manna og spurst fyrir um mannaferðir en enginn kannast við neitt óvenjulegt umrædda nótt og ekkert spurðist til þjófanna. „Þarna voru reyndar strákar sem voru svo fullir alla helgina að þeir gátu varla gengið. Einn fannst meira að segja áfengisdauður við vatnsbakkann þar hann svaf úr sér mest allan laugardaginn. Þessir piltar rifu upp tjaldið og voru horfnir eldsnemma á sunnudagsmorguninn." Þrátt fyrir þessa uppákomu segir Stefán son sinn síður en svo orðinn frábitinn veiðiskapnum. „Nei, alls ekki. Nökkvi er rétt að byrja og við erum ekki hættir."
Stangveiði Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira