Skapa verður traust á milli almennings og stjórnmálamanna 12. apríl 2009 11:02 Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. „Við stöndum frammi fyrir því að skapa verður traust að nýju á milli stjórnmálamanna og almennings. Það varð trúnaðarbrestur í vetur og þessi nýjasta uppákoma hjá Sjálfstæðisflokknum var ekki til að bæta úr því,“ segir Katrín Júlíusdóttir þingmanns Samfylkingarinnar. Katrín, Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, og Dögg Pálsdóttir, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, voru gestir í þætti Sigurjóns M. Egilssonar, Sprengisandi, á Bylgjunni í dag. Katrín sagði mikilvægt að stjórnmálamenn vinni sér að nýju traust meðal almennings. Hún sagði ekki hægt að bera fjárstyrki Samfylkingarinnar saman við ristastyrki Sjálfstæðisflokksins. Samanlögð upphæð styrkjanna væri minni en risastyrkirnir. Þá benti hún á að formaður flokksins, Jóhanna Sigurðardóttir, hafi 14 sinnum lagt fram frumvarp þess efnis að bókhald stjórnmálaflokkanna væru opin. Dögg sagði til fyrirmyndar að Þorsteinn Jónsson og Steinþór Gunnarsson hafi stigið fram og sagst hafa aflað styrkjanna frá FL Group og Landsbankanum. Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið í bágri fjárhagsstöðu og reglur hafi verið þrengdar. Á sama tíma hafi menn freistast til þess að laga fjárhag flokksins sem er bagalegt að mati Daggar. Menn sýndu með því dómgreindarskort. Eygló sagði að það liggi fyrir að Framsóknarflokkurinn vilji upplýsa um þá styrki sem flokkurinn hlaut 2006. Verið sé að vinna að því að fá samþykki fyrirtækja sem styrktu flokkinn til að birta upplýsingarnar. Jafnframt benti Eygló að flokkurinn hafi strax veitt upplýsingar um heildarupphæð fjárstyrkja og hversu hár hæsti styrkurinn var. Kosningar 2009 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fleiri fréttir Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Sjá meira
„Við stöndum frammi fyrir því að skapa verður traust að nýju á milli stjórnmálamanna og almennings. Það varð trúnaðarbrestur í vetur og þessi nýjasta uppákoma hjá Sjálfstæðisflokknum var ekki til að bæta úr því,“ segir Katrín Júlíusdóttir þingmanns Samfylkingarinnar. Katrín, Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, og Dögg Pálsdóttir, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, voru gestir í þætti Sigurjóns M. Egilssonar, Sprengisandi, á Bylgjunni í dag. Katrín sagði mikilvægt að stjórnmálamenn vinni sér að nýju traust meðal almennings. Hún sagði ekki hægt að bera fjárstyrki Samfylkingarinnar saman við ristastyrki Sjálfstæðisflokksins. Samanlögð upphæð styrkjanna væri minni en risastyrkirnir. Þá benti hún á að formaður flokksins, Jóhanna Sigurðardóttir, hafi 14 sinnum lagt fram frumvarp þess efnis að bókhald stjórnmálaflokkanna væru opin. Dögg sagði til fyrirmyndar að Þorsteinn Jónsson og Steinþór Gunnarsson hafi stigið fram og sagst hafa aflað styrkjanna frá FL Group og Landsbankanum. Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið í bágri fjárhagsstöðu og reglur hafi verið þrengdar. Á sama tíma hafi menn freistast til þess að laga fjárhag flokksins sem er bagalegt að mati Daggar. Menn sýndu með því dómgreindarskort. Eygló sagði að það liggi fyrir að Framsóknarflokkurinn vilji upplýsa um þá styrki sem flokkurinn hlaut 2006. Verið sé að vinna að því að fá samþykki fyrirtækja sem styrktu flokkinn til að birta upplýsingarnar. Jafnframt benti Eygló að flokkurinn hafi strax veitt upplýsingar um heildarupphæð fjárstyrkja og hversu hár hæsti styrkurinn var.
Kosningar 2009 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fleiri fréttir Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Sjá meira