Árni Páll kallaði andstæðinga sína fífl Valur Grettisson skrifar 16. apríl 2009 11:03 Árni Páll og Siv Friðleifsdóttir voru saman á framboðsfundi í Garðabæ þar sem hann kallaði andstæðinga sína fífl. Þingmaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi og oddviti listans, Árni Páll Árnason, kallaði pólitíska andstæðinga sína fífl á fjölmennum og vel heppnuðum framboðsfundi sem haldinn var í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ í gær. Samkvæmt menntaskólanema sem sat í sal sem Vísir ræddi við þá var mikill hiti í frambjóðendum á fundinum. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, frambjóðandi Vinstri grænna tókst harkalega á við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, um skattamál. Þó bar hæst þegar Árni Páll Árnason var að svara fyrirspurnum úr sal, þá sagði hann andstæðinga sína fífl, það er að segja Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk. Þeir sem fylgdust með sögðu orðin hafa fallið í grýttan jarðveg. Í raun hefðu þau verið úr takti við annað á þessum fundi og svo virðist sem Árni hefði snöggreiðst eins og einn neminn orðaði það. Í lokin sagði Siv Friðleifsdóttir, frambjóðandi Framsóknarflokksins, að þessi fundur væri sennilega talsvert ruglandi fyrir menntaskólanemanna í ljósi þess að stjórnmálamenn kalla andstæðinga sína sjaldnast fífl. Framsóknarmaðurinn Hlini Melsted Jóngeirsson var á fundinum og bloggaði um málið á heimasíðu sinni. Þegar Vísir ræddi við hann sagði hann orðin hafa komið flestum í opna skjöldu. „Árni Páll var bara úti að aka. Oddviti flokks lætur ekki svona út úr sér," sagði hann hneykslaður á Samfylkingarmanninum. Þegar leitað var viðbragða hjá Siv Friðleifsdóttur vegna málsins vildi hún ekki tjá sig um málið, hún tæki ekki þátt í ómálefnalegri orðræðu Árna Páls. Sjálfstæðiskonan Ragnheiður Ríkharðsdóttir var á fundinum en ekki náðist í hana til þess að bera undir hana ummæli Árna. Kosningar 2009 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Sjá meira
Þingmaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi og oddviti listans, Árni Páll Árnason, kallaði pólitíska andstæðinga sína fífl á fjölmennum og vel heppnuðum framboðsfundi sem haldinn var í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ í gær. Samkvæmt menntaskólanema sem sat í sal sem Vísir ræddi við þá var mikill hiti í frambjóðendum á fundinum. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, frambjóðandi Vinstri grænna tókst harkalega á við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, um skattamál. Þó bar hæst þegar Árni Páll Árnason var að svara fyrirspurnum úr sal, þá sagði hann andstæðinga sína fífl, það er að segja Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk. Þeir sem fylgdust með sögðu orðin hafa fallið í grýttan jarðveg. Í raun hefðu þau verið úr takti við annað á þessum fundi og svo virðist sem Árni hefði snöggreiðst eins og einn neminn orðaði það. Í lokin sagði Siv Friðleifsdóttir, frambjóðandi Framsóknarflokksins, að þessi fundur væri sennilega talsvert ruglandi fyrir menntaskólanemanna í ljósi þess að stjórnmálamenn kalla andstæðinga sína sjaldnast fífl. Framsóknarmaðurinn Hlini Melsted Jóngeirsson var á fundinum og bloggaði um málið á heimasíðu sinni. Þegar Vísir ræddi við hann sagði hann orðin hafa komið flestum í opna skjöldu. „Árni Páll var bara úti að aka. Oddviti flokks lætur ekki svona út úr sér," sagði hann hneykslaður á Samfylkingarmanninum. Þegar leitað var viðbragða hjá Siv Friðleifsdóttur vegna málsins vildi hún ekki tjá sig um málið, hún tæki ekki þátt í ómálefnalegri orðræðu Árna Páls. Sjálfstæðiskonan Ragnheiður Ríkharðsdóttir var á fundinum en ekki náðist í hana til þess að bera undir hana ummæli Árna.
Kosningar 2009 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Sjá meira