Fótbolti

Rúrik og Sölvi báðir í liði mánaðarins hjá TV2

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rúrik Gíslason í landsleik á móti Norðmönnum í byrjun síðasta mánaðar.
Rúrik Gíslason í landsleik á móti Norðmönnum í byrjun síðasta mánaðar. Mynd/Vilhelm
Tveir íslenskir knattspyrnumenn komust í lið september-mánaðar í dönsku úrvalsdeildinni hjá sjónvarpsstöðinni TV2. Þetta eru þeir Rúrik Gíslason, miðjumaður OB, og Sölvi Geir Ottesen, varnarmaður SönderjyskE.

Rúrik hefur nú verið valinn í lið mánaðarins tvo mánuði í röð hjá bæði TV2 og Tipsbladet auk þess að hann hefur verið í 2. sæti yfir besta leikmann mánaðarins í bæði ágúst og september.

Rúrik fær mikið hrós, Tipsbladet segir að þeir í Viborg hljóta að vera svekkja sig að hafa fengið meira út úr honum og TV2 líkir honum við hvirfilvind þar sem hann er mjög ógandi í sókninni en jafnframt mjög vinnusamur.

Sölvi Geir fær einnig mikið hrós fyrir að stjórna vörn SönderjyskE og á að mati TV2 manna mikinn þátt í að SönderjyskE hélt hreinu í 2-0 sigri á FC Midtjylland. Þá er talað um að Sölvi Geir sé undir smásjánni hjá mörgum stórliðum og að það komi ekki á óvart.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×