Verið að traðka á stjórnarskránni í boði Framsóknar 2. apríl 2009 21:02 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi Framsóknarflokkinn í kvöld. MYND/GVA Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í umræðum á Alþingi í kvöld að ekki væri hægt að tala um málþóf þegar stjórnarskráin væri til umræðu. Hún sagði að ekki einungis aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar væri í boði Framsóknarflokksins heldur væri einnig verið að traðka á stjórnarskránni í boði flokksins. Fjölmargir þingmenn Sjálfstæðisflokksins ræddu fundarstjórn forseta á þingfundinum þegar stjórnarskrárfrumvarp ríkisstjórnarinn var til umræðu. Þeir kröfðu Einar Már Sigurðarson, varaforseta sem stýrði þingfundinum, um svör hvenær fundinum lyki og hvort von væri á enn einum næturfundinum. Arnbjörg Sveinsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði ótækt að halda áfram með þessum hætti. Hún kallaði eftir því að flutningsmenn frumvarpsins yrðu viðstaddir umræðuna. Þetta eru ámælisverð vinnubrögð, sagði Jón Gunnarsson flokksbróður Arnbjargar. Hann sagði að ekkert tillit væri tekið til þeirra óska og spurninga sem fram hefðu komið. Jón Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að þjóðin ætti að geta fylgst með umræðum um stjórnarskrána og því væri eðlilegt að þingfundi yrði ekki framhaldið mikið lengur enn til klukkan 11 í kvöld. Að lokum sagðist Einar Már hafa tekið tillit til sjónarmiða þingmannanna. Hann sagði jafnframt að engin ákvörðun hafi verið tekin önnur en að halda þingfundi áfram. Kosningar 2009 Tengdar fréttir Boða langar umræður um stjórnarskrárfrumvarpið Sjálfstæðismenn boða langar umræður um stjórnarskrárfrumvarp forsætisráðherra en þeir vilja að fallið verði frá öllum greinum frumvarpsins nema einni. Þeir segja að verið sé að brjóta hálfrar aldar hefð um að afgreiða breytingar á stjórnarskrá í sátt allra flokka á þingi. 2. apríl 2009 19:05 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Fleiri fréttir Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Súðavíkurhlíð lokað vegna snjóflóðahættu „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í umræðum á Alþingi í kvöld að ekki væri hægt að tala um málþóf þegar stjórnarskráin væri til umræðu. Hún sagði að ekki einungis aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar væri í boði Framsóknarflokksins heldur væri einnig verið að traðka á stjórnarskránni í boði flokksins. Fjölmargir þingmenn Sjálfstæðisflokksins ræddu fundarstjórn forseta á þingfundinum þegar stjórnarskrárfrumvarp ríkisstjórnarinn var til umræðu. Þeir kröfðu Einar Már Sigurðarson, varaforseta sem stýrði þingfundinum, um svör hvenær fundinum lyki og hvort von væri á enn einum næturfundinum. Arnbjörg Sveinsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði ótækt að halda áfram með þessum hætti. Hún kallaði eftir því að flutningsmenn frumvarpsins yrðu viðstaddir umræðuna. Þetta eru ámælisverð vinnubrögð, sagði Jón Gunnarsson flokksbróður Arnbjargar. Hann sagði að ekkert tillit væri tekið til þeirra óska og spurninga sem fram hefðu komið. Jón Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að þjóðin ætti að geta fylgst með umræðum um stjórnarskrána og því væri eðlilegt að þingfundi yrði ekki framhaldið mikið lengur enn til klukkan 11 í kvöld. Að lokum sagðist Einar Már hafa tekið tillit til sjónarmiða þingmannanna. Hann sagði jafnframt að engin ákvörðun hafi verið tekin önnur en að halda þingfundi áfram.
Kosningar 2009 Tengdar fréttir Boða langar umræður um stjórnarskrárfrumvarpið Sjálfstæðismenn boða langar umræður um stjórnarskrárfrumvarp forsætisráðherra en þeir vilja að fallið verði frá öllum greinum frumvarpsins nema einni. Þeir segja að verið sé að brjóta hálfrar aldar hefð um að afgreiða breytingar á stjórnarskrá í sátt allra flokka á þingi. 2. apríl 2009 19:05 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Fleiri fréttir Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Súðavíkurhlíð lokað vegna snjóflóðahættu „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Sjá meira
Boða langar umræður um stjórnarskrárfrumvarpið Sjálfstæðismenn boða langar umræður um stjórnarskrárfrumvarp forsætisráðherra en þeir vilja að fallið verði frá öllum greinum frumvarpsins nema einni. Þeir segja að verið sé að brjóta hálfrar aldar hefð um að afgreiða breytingar á stjórnarskrá í sátt allra flokka á þingi. 2. apríl 2009 19:05