Tengdir fasteignum, fiski og fjármálum 15. apríl 2009 03:45 Flest hlutafélög sem alþingismenn tengjast beint starfa í fasteignaviðskiptum, fjármálaþjónustu eða fiskeldi og fiskveiðum samkvæmt svokallaðri ÍSAT-skráningu. Þetta kemur fram í skýrslu sem Creditinfo gerði fyrir Fréttablaðið um þátttöku þingmanna í atvinnulífinu og vitnað var til í blaðinu í gær. Samkvæmt hlutafélagaskrá tengjast alþingismenn nú 55 félögum sem stjórnarmenn, prókúruhafar eða slíkt. Í árslok 2007 tengdust hins vegar fimmtán þingmenn félögum með eignarhaldi samkvæmt upplýsingum sem Creditinfo vann upp úr ársreikningaskrá. Af félögunum 55 sem alþingismenn tengjast starfa ellefu á sviði fasteignaviðskipta, tíu í fjármálaþjónustu annarri en starfsemi tryggingarfélaga og lífeyrissjóða og níu félög starfa í fiskeldi og fiskveiðum. Á eftir þessum tegundum félaga koma sjö fyrirtæki í fræðslustarfsemi og fimm í heildverslun. Persónuvernd hefur neitað Creditinfo um leyfi til að miðla persónugreinanlegum upplýsingum sem fá má úr ársreikningaskrá. Af þeim ástæðum hefur Fréttablaðið nú óskað eftir því við þá flokka sem nú eiga fulltrúa á Alþingi að gera grein fyrir tengslum sinna þingmanna við atvinnulífið. Hjá sumum flokkanna eru talsverðar upplýsingar um þessi atriði á heimasíðum flokkanna. Þetta á við um Vinstri græna og Framsóknarflokkinn sem vísa á heimasíður sínar. Í svari frá Vinstri grænum kemur fram að skýrsla Creditinfo hafi verið unnin upp úr úreltum gögnum og þingmenn flokksins þannig sagðir tengjast fleiri félögum en efni standa til. „Hið rétta er að Álfheiður Ingadóttir er varamaður í stjórn Plássins ehf. og Árni Þór Sigurðsson er stjórnarmaður Sjóminjasafnins í Reykjavík þar sem hann gegnir stöðu varaformanns. Sjóminjasafnið er sjálfseignarstofnun. Enginn annar þingmaður gegnir störfum í stjórnum fyrirtækja," segir í svari VG þar sem því er bætt við til nánari skýringar að Atli Gíslaon sé ekki lengur endurskoðandi Friðriks A. Jónssonar ehf. og sitji ekki lengur í stjórn Friðarhúss hf. Einnig að Álfheiður Ingadóttir sé ekki lengur varamaður í stjórn Sjóminjasafnsins. Kosningar 2009 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík í Borgarfirði Eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Flest hlutafélög sem alþingismenn tengjast beint starfa í fasteignaviðskiptum, fjármálaþjónustu eða fiskeldi og fiskveiðum samkvæmt svokallaðri ÍSAT-skráningu. Þetta kemur fram í skýrslu sem Creditinfo gerði fyrir Fréttablaðið um þátttöku þingmanna í atvinnulífinu og vitnað var til í blaðinu í gær. Samkvæmt hlutafélagaskrá tengjast alþingismenn nú 55 félögum sem stjórnarmenn, prókúruhafar eða slíkt. Í árslok 2007 tengdust hins vegar fimmtán þingmenn félögum með eignarhaldi samkvæmt upplýsingum sem Creditinfo vann upp úr ársreikningaskrá. Af félögunum 55 sem alþingismenn tengjast starfa ellefu á sviði fasteignaviðskipta, tíu í fjármálaþjónustu annarri en starfsemi tryggingarfélaga og lífeyrissjóða og níu félög starfa í fiskeldi og fiskveiðum. Á eftir þessum tegundum félaga koma sjö fyrirtæki í fræðslustarfsemi og fimm í heildverslun. Persónuvernd hefur neitað Creditinfo um leyfi til að miðla persónugreinanlegum upplýsingum sem fá má úr ársreikningaskrá. Af þeim ástæðum hefur Fréttablaðið nú óskað eftir því við þá flokka sem nú eiga fulltrúa á Alþingi að gera grein fyrir tengslum sinna þingmanna við atvinnulífið. Hjá sumum flokkanna eru talsverðar upplýsingar um þessi atriði á heimasíðum flokkanna. Þetta á við um Vinstri græna og Framsóknarflokkinn sem vísa á heimasíður sínar. Í svari frá Vinstri grænum kemur fram að skýrsla Creditinfo hafi verið unnin upp úr úreltum gögnum og þingmenn flokksins þannig sagðir tengjast fleiri félögum en efni standa til. „Hið rétta er að Álfheiður Ingadóttir er varamaður í stjórn Plássins ehf. og Árni Þór Sigurðsson er stjórnarmaður Sjóminjasafnins í Reykjavík þar sem hann gegnir stöðu varaformanns. Sjóminjasafnið er sjálfseignarstofnun. Enginn annar þingmaður gegnir störfum í stjórnum fyrirtækja," segir í svari VG þar sem því er bætt við til nánari skýringar að Atli Gíslaon sé ekki lengur endurskoðandi Friðriks A. Jónssonar ehf. og sitji ekki lengur í stjórn Friðarhúss hf. Einnig að Álfheiður Ingadóttir sé ekki lengur varamaður í stjórn Sjóminjasafnsins.
Kosningar 2009 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík í Borgarfirði Eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira