Segir forsætisráðherra sýna ábyrgðarleysi 3. apríl 2009 05:45 Guðlaugur Þór Þórðarson „Forsætisráðherra sagði það afdráttarlaust að það ætti að fara í aðgerðirnar en er alveg áhyggjulaus um afleiðingarnar og það er eins óábyrgt og það getur orðið,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hann spurði Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra á Alþingi í gær hvaða áhrif það hefði á greiðslugetu sjávarútvegsfyrirtækjanna ef farin yrði svokölluð fyrningarleið. Samkvæmt henni myndi ríkið yfirtaka veiðiheimildirnar á allt að tuttugu árum. Þær myndu því fyrnast um fimm prósent á ári hjá þeim sem nú hafa þær. „Það eina sem ég uppskar var að hún lofaði að fara þessa leið en ég var ekki að spyrja um það,“ segir Guðlaugur. „Þetta er mjög sérstakt því miðað við þær forsendur sem liggja fyrir, og hefur meðal annars verið greint frá í Fréttablaðinu, þá þýðir þetta það að sjávarútvegsfyrirtækin, sem skulda á bilinu 400 til 500 milljarða, munu ekki ráða við þessa skattheimtu og fara í þrot og ekki nóg með það heldur taka bankana með sér.“ Jóhanna segir í samtali við Fréttablaðið að vel sé hægt að fara þessa leið án þess að sjávarútvegsfyrirtækin kikni undan og að hún taki málflutningnum um afleiðingar fyrningarleiðarinnar sem hræðsluáróðri þeirra sem eru leiðinni mótfallnir. Til dæmis hafi útgerðin mætt um þrjátíu prósenta skerðingu aflaheimilda árið 2007 og fyrningarleiðin sé afar hófstilltur niðurskurður í því samhengi. „Það verður farið í þetta í samvinnu við útgerðina og með þeim hætti að það ættu allir að getað lifað við það,“ segir hún. - jse Kosningar 2009 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
„Forsætisráðherra sagði það afdráttarlaust að það ætti að fara í aðgerðirnar en er alveg áhyggjulaus um afleiðingarnar og það er eins óábyrgt og það getur orðið,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hann spurði Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra á Alþingi í gær hvaða áhrif það hefði á greiðslugetu sjávarútvegsfyrirtækjanna ef farin yrði svokölluð fyrningarleið. Samkvæmt henni myndi ríkið yfirtaka veiðiheimildirnar á allt að tuttugu árum. Þær myndu því fyrnast um fimm prósent á ári hjá þeim sem nú hafa þær. „Það eina sem ég uppskar var að hún lofaði að fara þessa leið en ég var ekki að spyrja um það,“ segir Guðlaugur. „Þetta er mjög sérstakt því miðað við þær forsendur sem liggja fyrir, og hefur meðal annars verið greint frá í Fréttablaðinu, þá þýðir þetta það að sjávarútvegsfyrirtækin, sem skulda á bilinu 400 til 500 milljarða, munu ekki ráða við þessa skattheimtu og fara í þrot og ekki nóg með það heldur taka bankana með sér.“ Jóhanna segir í samtali við Fréttablaðið að vel sé hægt að fara þessa leið án þess að sjávarútvegsfyrirtækin kikni undan og að hún taki málflutningnum um afleiðingar fyrningarleiðarinnar sem hræðsluáróðri þeirra sem eru leiðinni mótfallnir. Til dæmis hafi útgerðin mætt um þrjátíu prósenta skerðingu aflaheimilda árið 2007 og fyrningarleiðin sé afar hófstilltur niðurskurður í því samhengi. „Það verður farið í þetta í samvinnu við útgerðina og með þeim hætti að það ættu allir að getað lifað við það,“ segir hún. - jse
Kosningar 2009 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira