Sjónvarpsþættir Jóns Ólafs á sviðið 21. janúar 2009 05:45 Efnir til tónleikaraðar í Salnum þar sem farið verður í saumana á lögum okkar bestu dægurlagahöfunda – sögurnar á bak við lögin. „Ég hef gengið með þessa hugmynd í maganum í nokkur ár," segir Jón Ólafsson tónlistarmaður. Hann gengst fyrir tónleikaröð í Salnum í Kópavogi sem hann kallar „Af fingrum fram" og byggir á vinsælum samnefndum sjónvarpsþáttum hans. Fyrstu tónleikarnir verða 19. febrúar og er þá gestur Jóns sjálfur Magnús Eiríksson en sérstakur gestur verður söngkonan Ellen Kristjánsdóttir. „Mér datt í hug að færa þetta konsept úr sjónvarpinu og upp á svið. Ég ræði við Magnús og þá með meiri áherslu á tónlistina en ferilinn eins og var í sjónvarpinu. Hvort til dæmis hann hafi ekki fljótlega fengið ógeð á „Ég er á leiðinni" eftir gegndarlausa útvarpsspilun þess lags. En mest verður þetta tónlist en ekki kjaftavaðall." Af fingrum fram áttu upphaflega að vera sex þættir en urðu sextíu. Þættirnir hittu beint í mark og Jón hlaut Edduverðlaun fyrir þá fyrsta árið sem þeir voru í sýningu. Jón segir þetta hafa verið hugmynd Jóns Egils Bergþórssonar framleiðanda. Sextíu tónlistarmenn teknir fyrir og voru þá einhverjir eftir? Jón segir nokkra ekki hafa haft áhuga á að vera með svo sem Megas, Stebbi Hilmars og Súkkat. „Já, og svo var alltaf á tali hjá Ragga sót í Skriðjöklunum," segir Jón. Þegar hafa verið skipulagðir þrennir tónleikar: Aðalgestur 26. febrúar er Magnús Þór og sérlegur gestur er Stefán Hilmarsson og 5. mars er það Valgeir Guðjónsson en þá verður gestur Páll Óskar. Jón segir að ef fólk taki þessu opnum örmum verði tónleikaröðinni framhaldið. Af nógu er að taka. Forsala er hafin á midi.is og salurinn.is.- jbg Mest lesið „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Lífið „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Menning Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð Lífið Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Menning Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Lífið Landsliðsmaðurinn Bjarki Már mælir með Nutrilenk Gold Lífið samstarf Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Tónlist Fleiri fréttir „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Ég hef gengið með þessa hugmynd í maganum í nokkur ár," segir Jón Ólafsson tónlistarmaður. Hann gengst fyrir tónleikaröð í Salnum í Kópavogi sem hann kallar „Af fingrum fram" og byggir á vinsælum samnefndum sjónvarpsþáttum hans. Fyrstu tónleikarnir verða 19. febrúar og er þá gestur Jóns sjálfur Magnús Eiríksson en sérstakur gestur verður söngkonan Ellen Kristjánsdóttir. „Mér datt í hug að færa þetta konsept úr sjónvarpinu og upp á svið. Ég ræði við Magnús og þá með meiri áherslu á tónlistina en ferilinn eins og var í sjónvarpinu. Hvort til dæmis hann hafi ekki fljótlega fengið ógeð á „Ég er á leiðinni" eftir gegndarlausa útvarpsspilun þess lags. En mest verður þetta tónlist en ekki kjaftavaðall." Af fingrum fram áttu upphaflega að vera sex þættir en urðu sextíu. Þættirnir hittu beint í mark og Jón hlaut Edduverðlaun fyrir þá fyrsta árið sem þeir voru í sýningu. Jón segir þetta hafa verið hugmynd Jóns Egils Bergþórssonar framleiðanda. Sextíu tónlistarmenn teknir fyrir og voru þá einhverjir eftir? Jón segir nokkra ekki hafa haft áhuga á að vera með svo sem Megas, Stebbi Hilmars og Súkkat. „Já, og svo var alltaf á tali hjá Ragga sót í Skriðjöklunum," segir Jón. Þegar hafa verið skipulagðir þrennir tónleikar: Aðalgestur 26. febrúar er Magnús Þór og sérlegur gestur er Stefán Hilmarsson og 5. mars er það Valgeir Guðjónsson en þá verður gestur Páll Óskar. Jón segir að ef fólk taki þessu opnum örmum verði tónleikaröðinni framhaldið. Af nógu er að taka. Forsala er hafin á midi.is og salurinn.is.- jbg
Mest lesið „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Lífið „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Menning Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð Lífið Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Menning Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Lífið Landsliðsmaðurinn Bjarki Már mælir með Nutrilenk Gold Lífið samstarf Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Tónlist Fleiri fréttir „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira