Ósagða ræðan 9. júní 2009 06:00 Á sjómannadaginn töluðu flestir eðli máls samkvæmt um nýju stjórnarstefnuna um sviptingu veiðiheimilda. Þar á var þó ein undantekning: Ræða sjávarútvegsráðherrans um það efni er enn ósögð. Hvernig má það vera? Ein skýring gæti verið sú að ríkisstjórnin telji sig ekki þurfa að skýra fyrir fólkinu í landinu ákvörðun sem valdið hefur meira uppnámi af mannavöldum í rekstri sjávarútvegsfyrirtækja og smábáta en dæmi eru um. Ekki er ástæða til að ætla að slíkur valdhroki búi að baki. Skýringin er trúlega einfaldari. Líklegast er að ríkisstjórnin hafi áttað sig á að ákvörðunin um veiðileyfasviptingu hafi verið vanhugsuð. Forsætisráðherra situr að vísu við sinn keip og fullyrðir að stefnan sé fastákveðin og framkvæmdin tímasett. Sjávarútvegsráðherrann fellir þar á móti seglin og lætur eins og stjórnarsáttmálastefnan sé ekki til. Þeim sem mest hafa verið á móti fiskveiðistjórnunarkerfinu er sagt að ákvörðunin um veiðileyfasviptingu standi. Hina er reynt að róa með því að málið fari í nefnd og ekkert verði gert nema í sátt og samlyndi. Fyrir vikið stendur sjávarútvegsráðherrann eins og illa gerður hlutur á sjómannadaginn og getur ekki talað til þjóðarinnar um það sem máli skiptir. Það væri hins vegar að hengja bakara fyrir smið að skella allri skuldinni á hann. Eðlilegt er að menn takist á um grundvallaratriði eins og stjórnun fiskveiða. En málið snýst ekki um slík átök. Ríkisstjórnin hefur ákveðið veiðileyfasviptingu en hefur enga hugmynd um hvað á að koma í staðinn. Það er allt í uppnámi en engir kostir til að velja eða rökræða. Hvernig má það vera að reyndir stjórnmálamenn lendi í slíkri pólitískri sjálfheldu? Með hæfilegri einföldun má segja að óánægjan með ríkjandi kerfi snúist um tvennt: Annars vegar afleiðingar takmarkana á veiðum af líffræðilegum ástæðum og hins vegar afleiðingar hagræðingar af þjóðhagslegri nauðsyn. Hvort tveggja hefur leitt til fækkunar skipa, fiskvinnslufyrirtækja og starfsfólks. Af sjálfu leiðir að rekstrarlegar forsendur hafa brostið í mörgum minni sjávarplássum. Pólitíski vandinn er á hinn veginn fólginn í því að margir stjórnmálamenn með snoturt hjartalag vilja sjálfbærar veiðar án takmarkana fyrir þá sem þeir tala við hverju sinni. Þeir vilja hagræðingu og framþróun í sjávarútvegi en óbreytt umsvif fyrir þá sem þeir standa andspænis frá degi til dags. Það fiskveiðistjórnkerfi er hins vegar ekki til sem fullnægt getur þessum gagnstæðu markmiðum. Fyrir þá sök er ríkisstjórnin í sjálfheldu. Hún hefur byggt stefnu sína á málflutningi þeirra sem ekki sögðu þjóðinni satt um kaldan veruleikann. Sjávarútvegsstefna Evrópusambandsins hefur með réttu sætt gagnrýni. Ástæðan er fyrst og fremst sú að mörg aðildarríkin hafa reynt að ná ósamrýmanlegum markmiðum: Um vísindalega vernd fiskistofna og heildarafla eftir óskum útgerðanna og síðan um hagræðingu án fækkunar skipa og sjómanna. Tilraun ríkisstjórnarinnar með svokallaðar strandveiðar er vísir að þessari Evrópusambandstvöfeldni í fiskveiðum. Niðurstaðan er þessi: Meðan menn sætta sig ekki við þau líffræðilegu og efnahagslegu takmörk sem sjávarútvegurinn þarf að lúta verður óánægja með hvaða fiskveiðistjórnkerfi sem er. Í slíkum gervihugmyndaheimi verða allar lausnir óréttlátar og sérhver ríkisstjórn í sjálfheldu. Það getur verið erfitt að segja satt. Samt er það betra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Á sjómannadaginn töluðu flestir eðli máls samkvæmt um nýju stjórnarstefnuna um sviptingu veiðiheimilda. Þar á var þó ein undantekning: Ræða sjávarútvegsráðherrans um það efni er enn ósögð. Hvernig má það vera? Ein skýring gæti verið sú að ríkisstjórnin telji sig ekki þurfa að skýra fyrir fólkinu í landinu ákvörðun sem valdið hefur meira uppnámi af mannavöldum í rekstri sjávarútvegsfyrirtækja og smábáta en dæmi eru um. Ekki er ástæða til að ætla að slíkur valdhroki búi að baki. Skýringin er trúlega einfaldari. Líklegast er að ríkisstjórnin hafi áttað sig á að ákvörðunin um veiðileyfasviptingu hafi verið vanhugsuð. Forsætisráðherra situr að vísu við sinn keip og fullyrðir að stefnan sé fastákveðin og framkvæmdin tímasett. Sjávarútvegsráðherrann fellir þar á móti seglin og lætur eins og stjórnarsáttmálastefnan sé ekki til. Þeim sem mest hafa verið á móti fiskveiðistjórnunarkerfinu er sagt að ákvörðunin um veiðileyfasviptingu standi. Hina er reynt að róa með því að málið fari í nefnd og ekkert verði gert nema í sátt og samlyndi. Fyrir vikið stendur sjávarútvegsráðherrann eins og illa gerður hlutur á sjómannadaginn og getur ekki talað til þjóðarinnar um það sem máli skiptir. Það væri hins vegar að hengja bakara fyrir smið að skella allri skuldinni á hann. Eðlilegt er að menn takist á um grundvallaratriði eins og stjórnun fiskveiða. En málið snýst ekki um slík átök. Ríkisstjórnin hefur ákveðið veiðileyfasviptingu en hefur enga hugmynd um hvað á að koma í staðinn. Það er allt í uppnámi en engir kostir til að velja eða rökræða. Hvernig má það vera að reyndir stjórnmálamenn lendi í slíkri pólitískri sjálfheldu? Með hæfilegri einföldun má segja að óánægjan með ríkjandi kerfi snúist um tvennt: Annars vegar afleiðingar takmarkana á veiðum af líffræðilegum ástæðum og hins vegar afleiðingar hagræðingar af þjóðhagslegri nauðsyn. Hvort tveggja hefur leitt til fækkunar skipa, fiskvinnslufyrirtækja og starfsfólks. Af sjálfu leiðir að rekstrarlegar forsendur hafa brostið í mörgum minni sjávarplássum. Pólitíski vandinn er á hinn veginn fólginn í því að margir stjórnmálamenn með snoturt hjartalag vilja sjálfbærar veiðar án takmarkana fyrir þá sem þeir tala við hverju sinni. Þeir vilja hagræðingu og framþróun í sjávarútvegi en óbreytt umsvif fyrir þá sem þeir standa andspænis frá degi til dags. Það fiskveiðistjórnkerfi er hins vegar ekki til sem fullnægt getur þessum gagnstæðu markmiðum. Fyrir þá sök er ríkisstjórnin í sjálfheldu. Hún hefur byggt stefnu sína á málflutningi þeirra sem ekki sögðu þjóðinni satt um kaldan veruleikann. Sjávarútvegsstefna Evrópusambandsins hefur með réttu sætt gagnrýni. Ástæðan er fyrst og fremst sú að mörg aðildarríkin hafa reynt að ná ósamrýmanlegum markmiðum: Um vísindalega vernd fiskistofna og heildarafla eftir óskum útgerðanna og síðan um hagræðingu án fækkunar skipa og sjómanna. Tilraun ríkisstjórnarinnar með svokallaðar strandveiðar er vísir að þessari Evrópusambandstvöfeldni í fiskveiðum. Niðurstaðan er þessi: Meðan menn sætta sig ekki við þau líffræðilegu og efnahagslegu takmörk sem sjávarútvegurinn þarf að lúta verður óánægja með hvaða fiskveiðistjórnkerfi sem er. Í slíkum gervihugmyndaheimi verða allar lausnir óréttlátar og sérhver ríkisstjórn í sjálfheldu. Það getur verið erfitt að segja satt. Samt er það betra.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun