Kosningastjóri Björgvins tók við Baugsstyrk 24. apríl 2009 14:31 Kosningastjóri Björgvins G. Sigurðssonar tók viið Baugsstyrk árið 2006. „Ég man vel eftir að hafa fengið styrkinn, það var ég sem bað um hann," segir Tómas Þóroddsson, kosningastjóri Björgvins G. Sigurðssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, en áður hafði verið þrætt fyrir tilurð styrksins. Það var Sigurður G. Guðjónsson lögfræðingur, sem neitaði að framboð Björgvins hafði þegið styrk frá Baugi upp á 300 þúsund krónur. Sigurður sá um að greiða reikninga og gera upp prófkjörsbaráttu Björgvins. Nú segir kosningastjóri Björgvins, Tómas, að hann muni vel eftir að hafa fengið styrkinn árið 2006. Spurður hversvegna Sigurðu G. Guðjónsson hafi enga vitneskju um styrkinn, eftir að hafa gert upp kosningabaráttuna, svarar Tómas: Það eina sem mér dettur í hug er að þetta sé einhver misskilningur." Spurður afhverju eða hvernig styrkur upp á 300 þúsund krónur hafi ekki skilað sér í bókhaldið, segist Tómas ekki gera sér grein fyrir því í augnablikinu, hann þurfði að skoða málið betur. DV greindi frá því á miðvikudaginn að Björgvin hafi fengið 300 þúsund krónur frá félaginu en Sigurður G. Guðjónsson bar það til baka síðar um daginn. Í dag birti DV hins vegar frétt um það að sannreynt hafi verið að reikningurinn hafi verið greiddur af Baugi. Sigurður sagði á Vísi fyrr í dag: „Ég þarf að sjá hvort 300 þúsund krónur hafi komið inn vegna þessa en það fæ ég bara að sjá á eftir, allt er þetta til í bókhaldi. Ég hef ekki logið neinu, ég sagði þeim bara að ég kannaðist ekki við það að Baugur hefði styrkt framboðið." Ekki hefur náðst í Björgvin G. Sigurðsson þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Kosningar 2009 Tengdar fréttir Algjörlega ómeðvitaður um Baugsstyrk Björgvins Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður, segist þurfa að sannreyna hvort Baugur hafi styrkt Björgvin G. Sigurðsson í prófkjörsbaráttu hans fyrir síðustu kosningar til Alþingis. DV greindi frá því á miðvikudaginn að Björgvin hafi fengið 300 þúsund krónur frá félaginu en Sigurður G. Guðjónsson bar það til baka síðar um daginn. Í dag birti DV hins vegar frétt um það að sannreynt hafi verið að reikningurinn hafi verið greiddur. 24. apríl 2009 12:09 Björgvin G. fékk víst styrk frá Baugi Björgvin G. Sigurðsson þingmaður Samfylkingarinnar fékk 300 þúsund krónur í styrk frá Baugi vegna þáttöku í prófkjöri árið 2007. DV hafði greint frá þessu á miðvikudaginn en Sigurður G. Guðjónsson lögmaður sem var kosningastjóri Björgvins á sínum tíma hafði samband við blaðið og þvertók fyrir að Björgvin hefði þegið styrk frá Baugi. DV birtir hins vegar í dag frétt um að blaðið hafi nú sannreynt að styrkurinn hafi verið greiddur. 24. apríl 2009 11:42 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Sjá meira
„Ég man vel eftir að hafa fengið styrkinn, það var ég sem bað um hann," segir Tómas Þóroddsson, kosningastjóri Björgvins G. Sigurðssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, en áður hafði verið þrætt fyrir tilurð styrksins. Það var Sigurður G. Guðjónsson lögfræðingur, sem neitaði að framboð Björgvins hafði þegið styrk frá Baugi upp á 300 þúsund krónur. Sigurður sá um að greiða reikninga og gera upp prófkjörsbaráttu Björgvins. Nú segir kosningastjóri Björgvins, Tómas, að hann muni vel eftir að hafa fengið styrkinn árið 2006. Spurður hversvegna Sigurðu G. Guðjónsson hafi enga vitneskju um styrkinn, eftir að hafa gert upp kosningabaráttuna, svarar Tómas: Það eina sem mér dettur í hug er að þetta sé einhver misskilningur." Spurður afhverju eða hvernig styrkur upp á 300 þúsund krónur hafi ekki skilað sér í bókhaldið, segist Tómas ekki gera sér grein fyrir því í augnablikinu, hann þurfði að skoða málið betur. DV greindi frá því á miðvikudaginn að Björgvin hafi fengið 300 þúsund krónur frá félaginu en Sigurður G. Guðjónsson bar það til baka síðar um daginn. Í dag birti DV hins vegar frétt um það að sannreynt hafi verið að reikningurinn hafi verið greiddur af Baugi. Sigurður sagði á Vísi fyrr í dag: „Ég þarf að sjá hvort 300 þúsund krónur hafi komið inn vegna þessa en það fæ ég bara að sjá á eftir, allt er þetta til í bókhaldi. Ég hef ekki logið neinu, ég sagði þeim bara að ég kannaðist ekki við það að Baugur hefði styrkt framboðið." Ekki hefur náðst í Björgvin G. Sigurðsson þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Kosningar 2009 Tengdar fréttir Algjörlega ómeðvitaður um Baugsstyrk Björgvins Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður, segist þurfa að sannreyna hvort Baugur hafi styrkt Björgvin G. Sigurðsson í prófkjörsbaráttu hans fyrir síðustu kosningar til Alþingis. DV greindi frá því á miðvikudaginn að Björgvin hafi fengið 300 þúsund krónur frá félaginu en Sigurður G. Guðjónsson bar það til baka síðar um daginn. Í dag birti DV hins vegar frétt um það að sannreynt hafi verið að reikningurinn hafi verið greiddur. 24. apríl 2009 12:09 Björgvin G. fékk víst styrk frá Baugi Björgvin G. Sigurðsson þingmaður Samfylkingarinnar fékk 300 þúsund krónur í styrk frá Baugi vegna þáttöku í prófkjöri árið 2007. DV hafði greint frá þessu á miðvikudaginn en Sigurður G. Guðjónsson lögmaður sem var kosningastjóri Björgvins á sínum tíma hafði samband við blaðið og þvertók fyrir að Björgvin hefði þegið styrk frá Baugi. DV birtir hins vegar í dag frétt um að blaðið hafi nú sannreynt að styrkurinn hafi verið greiddur. 24. apríl 2009 11:42 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Sjá meira
Algjörlega ómeðvitaður um Baugsstyrk Björgvins Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður, segist þurfa að sannreyna hvort Baugur hafi styrkt Björgvin G. Sigurðsson í prófkjörsbaráttu hans fyrir síðustu kosningar til Alþingis. DV greindi frá því á miðvikudaginn að Björgvin hafi fengið 300 þúsund krónur frá félaginu en Sigurður G. Guðjónsson bar það til baka síðar um daginn. Í dag birti DV hins vegar frétt um það að sannreynt hafi verið að reikningurinn hafi verið greiddur. 24. apríl 2009 12:09
Björgvin G. fékk víst styrk frá Baugi Björgvin G. Sigurðsson þingmaður Samfylkingarinnar fékk 300 þúsund krónur í styrk frá Baugi vegna þáttöku í prófkjöri árið 2007. DV hafði greint frá þessu á miðvikudaginn en Sigurður G. Guðjónsson lögmaður sem var kosningastjóri Björgvins á sínum tíma hafði samband við blaðið og þvertók fyrir að Björgvin hefði þegið styrk frá Baugi. DV birtir hins vegar í dag frétt um að blaðið hafi nú sannreynt að styrkurinn hafi verið greiddur. 24. apríl 2009 11:42