Innlent

Þingmaður vill fresta kosningunum

Grétar Mar Jónsson er þingmaður Frjálslynda flokksins í Suðurkjördæmi.
Grétar Mar Jónsson er þingmaður Frjálslynda flokksins í Suðurkjördæmi.
Grétar Mar Jónsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, vill fresta þingkosningunum sem fram fara 25. apríl um mánuð. Þetta kom fram í umræðum á Alþingi í dag. Hann sagði sérkennilegt ástand í þinginu og benti á að þingmenn hafi ekki haft tækifæri til að fara út í kjördæmin og kynna sig.

„Ég hef lagt til að þingforseti kannaði möguleika á því að fresta kosningum um einn mánuð til að gefa mönnum tækifæri hér til að tala um þau mál sem þeir vilja og allur sá fjöldi manna sem eru hér í málþófi fái tíma til að tala sig út um þessi mál og leiti möguleika að fresta kosningum um einn mánuð,“ sagði Grétar Mar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×