Íslenski boltinn

Grétar Rafn: Eigum að geta keyrt meira á liðin en við gerum

Smári Jökull Jónsson skrifar
Grétar Rafn Steinsson.
Grétar Rafn Steinsson. Mynd/Daníel

Grétar Rafn Steinsson leikmaður Bolton á Englandi í hægri bakvarðarstöðunni í leiknum í gær. Hann var nokkuð sáttur með frammistöðu liðsins.

„Svona heilt yfir er ég sáttur, við gerum það sem var lagt upp með. Ég er ósáttur með markið sem við fáum á okkur, skotið sjálft var reyndar frábært og lítið hægt að gera við því, en þrjár sóknir fyrir það vorum við of ákafir, reyndum langar sendingar og þeir koma í bakið á okkur og skora," sagði Grétar Rafn í samtali við Fréttablaðið að leik loknum.

Íslenska liðið sýndi ekki mikla sóknartilburði í fyrri hálfleik og sagði Grétar æfingaleikina oft þróast þannig.

„Það er oft þannig í svona æfingaleikjum að eitthvað ákveðið er sett upp á æfingum fyrir leikinn og þá reynum við að hlýða þjálfaranum, að minnsta kosti í fyrri hálfleik.

Með jafn líkamlega sterkt lið og við erum þá eigum við að geta keyrt meira á liðin og setja meiri pressu á þá heldur en við gerðum í fyrri hálfleik."

„Það er frábært að fá Heiðar inn og Garðar fyrir Noregsleikinn, báðir mjög sterkir leikmenn sem geta tekið á móti boltanum og haldið honum auk þess sem þeir tapa ekki mörgum skallaboltum. Þetta er akkúrat það sem við þurfum," sagði Grétar að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×