Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. nóvember 2024 07:31 Víkingar fagna hér öðru marka sinna á Kópavogsvellinum í gær. Vísir/Anton Brink Víkingar gleðja ekki bara gjaldkerann sinn með frábæru gengi sínu í Evrópu heldur gætu þeir einnig hjálpað íslenskum fótbolta inn í þá Evrópukeppni sem hefur verið lokuð íslenskum liðunum síðustu ár. Víkingar hafa unnið tvo síðustu leiki sína í Sambandsdeildinni sem voru báðir spilaðir á Kópavogsvellinum. Liðið vann fyrst belgíska félagið Cercle Brugge 3-1 og svo bosníska félagið Borac Banja Luka 2-0. Gott gengi Víkings í Sambandsdeildinni er að hjálpa íslenskum félagsliðum til að bæta stöðu sína á styrkleikalista UEFA, til viðbótar við að færa Víkingum mörghundruð milljónir. Víkingsliðið situr sem stendur í fjórtánda sæti í deildarkeppninni með sex stig og jafna markatölu, 5-5. Samkvæmt nýjustu tölum þá er Ísland nú komið upp í 33. sæti á styrkleikalistanum en Ísland var í 35. sæti eftir síðasta tímabil. Sigrar Víkinga í viðbót við stig annarra íslenska félaga í Evrópukeppnunum hefur komið Íslandi upp fyrir bæði Kósóvó og Armeníu. Því má bæta við að Breiðablik á líka mikinn þátt í þessu með stigasöfnun sinni í Evrópu síðustu misseri. 33 efstu þjóðirnar á listanum fá eitt sæti í Evrópudeildinni. Víkingar fengu sem dæmi +0.500 stig fyrir sigurinn í gær og Ísland er þar með komið með 12.333 stig. Kósóvó er með 12.041 stig en Armenía er með 12.000 stig. Kósóvó fær ekki fleiri stig því ekkert lið þeirra er enn með. Armenar eiga einn eitt lið eftir í Evrópukeppni eins og við Íslendingar en það er Noah sem tapaði 8-0 á móti Chelsea í Sambandsdeildinni í gær. Svo skemmtilega vill til að Víkingur og Noah mætast út í Armeníu í næstu umferð og þar gætu Víkingar líklegast tryggt Ísland Evrópudeildarsæti með sigri. Ísland fékk þrjú sæti í Sambandsdeildinni í ár en ekkert sæti í Evrópudeildinni. Verði þetta raunin þá fara Íslandsmeistarar næsta árs í forkeppni Meistaradeildarinnar sumarið 2026, bikarmeistarar næsta árs í forkeppni Evrópudeildarinnar 2026, og svo tvö efstu liðin til viðbótar úr Bestu deildinni á næsta ári í forkeppni Sambandsdeildarinnar 2026. 🇮🇸 Iceland are now Top 33 nation!🚨 Iceland overtook Kosovo and Armenia in the Country Ranking, as Víkingur Reykjavík added them another +0.500 points!❌ 🇽🇰 Kosovo will finish out of Top 33!➡️ Nations that finish season in the Top 33 will secure the Europa League spot! pic.twitter.com/LOtDgj0SfL— Football Rankings (@FootRankings) November 7, 2024 Evrópudeild UEFA Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir „Frammistaða upp á 8,5 í þessum leik“ Arnar Bergmann Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var himinlifandi með frammistöðu leikmanna sinna þegar liðið lagði Borac Banja Luka að velli með tveimur mörkum gegn engu í leik liðanna í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta karla í dag. 7. nóvember 2024 17:54 Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Víkingar halda áfram að tryggja sér háar fjárhæðir með frábærum árangri í Sambandsdeild Evrópu. Sextíu milljónir króna bætast við með sigrinum góða á Borac í dag, sem jafnframt fer langt með að duga Víkingi til að komast áfram í umspil keppninnar. 7. nóvember 2024 16:32 Sjáðu mörkin sem tryggðu Víkingi sextíu milljónir til viðbótar Víkingur Reykjavík vann 2-0 gegn Borac Banja Luka í þriðju umferð Sambandsdeildar Evrópu. Nikolaj Hansen skoraði fyrra markið eftir stoðsendingu Karls Friðleifs Gunnarssonar, sem potaði öðru markinu inn skömmu síðar. 7. nóvember 2024 17:43 Mest lesið „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Körfubolti Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Enski boltinn Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Körfubolti „Sóknarlega vorum við ömurlegir og ég þarf að taka það á mig“ Sport „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Handbolti Fleiri fréttir Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Sjá meira
Víkingar hafa unnið tvo síðustu leiki sína í Sambandsdeildinni sem voru báðir spilaðir á Kópavogsvellinum. Liðið vann fyrst belgíska félagið Cercle Brugge 3-1 og svo bosníska félagið Borac Banja Luka 2-0. Gott gengi Víkings í Sambandsdeildinni er að hjálpa íslenskum félagsliðum til að bæta stöðu sína á styrkleikalista UEFA, til viðbótar við að færa Víkingum mörghundruð milljónir. Víkingsliðið situr sem stendur í fjórtánda sæti í deildarkeppninni með sex stig og jafna markatölu, 5-5. Samkvæmt nýjustu tölum þá er Ísland nú komið upp í 33. sæti á styrkleikalistanum en Ísland var í 35. sæti eftir síðasta tímabil. Sigrar Víkinga í viðbót við stig annarra íslenska félaga í Evrópukeppnunum hefur komið Íslandi upp fyrir bæði Kósóvó og Armeníu. Því má bæta við að Breiðablik á líka mikinn þátt í þessu með stigasöfnun sinni í Evrópu síðustu misseri. 33 efstu þjóðirnar á listanum fá eitt sæti í Evrópudeildinni. Víkingar fengu sem dæmi +0.500 stig fyrir sigurinn í gær og Ísland er þar með komið með 12.333 stig. Kósóvó er með 12.041 stig en Armenía er með 12.000 stig. Kósóvó fær ekki fleiri stig því ekkert lið þeirra er enn með. Armenar eiga einn eitt lið eftir í Evrópukeppni eins og við Íslendingar en það er Noah sem tapaði 8-0 á móti Chelsea í Sambandsdeildinni í gær. Svo skemmtilega vill til að Víkingur og Noah mætast út í Armeníu í næstu umferð og þar gætu Víkingar líklegast tryggt Ísland Evrópudeildarsæti með sigri. Ísland fékk þrjú sæti í Sambandsdeildinni í ár en ekkert sæti í Evrópudeildinni. Verði þetta raunin þá fara Íslandsmeistarar næsta árs í forkeppni Meistaradeildarinnar sumarið 2026, bikarmeistarar næsta árs í forkeppni Evrópudeildarinnar 2026, og svo tvö efstu liðin til viðbótar úr Bestu deildinni á næsta ári í forkeppni Sambandsdeildarinnar 2026. 🇮🇸 Iceland are now Top 33 nation!🚨 Iceland overtook Kosovo and Armenia in the Country Ranking, as Víkingur Reykjavík added them another +0.500 points!❌ 🇽🇰 Kosovo will finish out of Top 33!➡️ Nations that finish season in the Top 33 will secure the Europa League spot! pic.twitter.com/LOtDgj0SfL— Football Rankings (@FootRankings) November 7, 2024
Evrópudeild UEFA Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir „Frammistaða upp á 8,5 í þessum leik“ Arnar Bergmann Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var himinlifandi með frammistöðu leikmanna sinna þegar liðið lagði Borac Banja Luka að velli með tveimur mörkum gegn engu í leik liðanna í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta karla í dag. 7. nóvember 2024 17:54 Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Víkingar halda áfram að tryggja sér háar fjárhæðir með frábærum árangri í Sambandsdeild Evrópu. Sextíu milljónir króna bætast við með sigrinum góða á Borac í dag, sem jafnframt fer langt með að duga Víkingi til að komast áfram í umspil keppninnar. 7. nóvember 2024 16:32 Sjáðu mörkin sem tryggðu Víkingi sextíu milljónir til viðbótar Víkingur Reykjavík vann 2-0 gegn Borac Banja Luka í þriðju umferð Sambandsdeildar Evrópu. Nikolaj Hansen skoraði fyrra markið eftir stoðsendingu Karls Friðleifs Gunnarssonar, sem potaði öðru markinu inn skömmu síðar. 7. nóvember 2024 17:43 Mest lesið „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Körfubolti Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Enski boltinn Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Körfubolti „Sóknarlega vorum við ömurlegir og ég þarf að taka það á mig“ Sport „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Handbolti Fleiri fréttir Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Sjá meira
„Frammistaða upp á 8,5 í þessum leik“ Arnar Bergmann Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var himinlifandi með frammistöðu leikmanna sinna þegar liðið lagði Borac Banja Luka að velli með tveimur mörkum gegn engu í leik liðanna í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta karla í dag. 7. nóvember 2024 17:54
Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Víkingar halda áfram að tryggja sér háar fjárhæðir með frábærum árangri í Sambandsdeild Evrópu. Sextíu milljónir króna bætast við með sigrinum góða á Borac í dag, sem jafnframt fer langt með að duga Víkingi til að komast áfram í umspil keppninnar. 7. nóvember 2024 16:32
Sjáðu mörkin sem tryggðu Víkingi sextíu milljónir til viðbótar Víkingur Reykjavík vann 2-0 gegn Borac Banja Luka í þriðju umferð Sambandsdeildar Evrópu. Nikolaj Hansen skoraði fyrra markið eftir stoðsendingu Karls Friðleifs Gunnarssonar, sem potaði öðru markinu inn skömmu síðar. 7. nóvember 2024 17:43
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti