Fótbolti

Norski boltinn: Pálmi skoraði í sigri Stabæk

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Pálmi Rafn var á skotskónum í dag.
Pálmi Rafn var á skotskónum í dag. Mynd/Daníel

Stabæk vann langþráðan sigur í norska boltanum í dag og lyfti sér með sigrinum upp af fallsvæði deildarinnar. Þá lagði liðið Sandefjord, 4-1.

Pálmi Rafn Pálmason var í byrjunarliði Stabæk og skoraði eitt marka liðsins. Kjartan Henry Finnbogason kom af bekknum í leikhléi hjá Sandefjord.

Stabæk í tíunda sæti deildarinnar en Sandefjord í því fjórða.

Brann og Start skildu jöfn, 1-1. Kristján Örn Sigurðsson, Ólafur Örn Bjarnason og Birkir Már Sævarsson allir í byrjunarliði Brann en Gylfi Einarsson sat á bekknum og spilaði síðustu fjórar mínútur leiksins.

Brann er í ellefta sæti deildarinnar.

Valerenga skellti Fredrikstad, 2-1, þar sem Garðar Jóhannsson kom af bekknum hjá Fredrikstad og átti þátt í marki liðsins sem kom tveimur mínútum síðar. Fredrikstad í níunda sæti.

Árni Gautur Arason var í markinu hjá Odd Grenland en Björn Bergmann var ekki í hópnum hjá Lilleström er liðin gerðu jafntefli, 1-1. Lilleström á botninum en Odd Grenland í fimmta sæti.

Birkir Bjarnason var í liði Viking sem gerði 1-1 jafntefli gegn Strömsgodset. Viking í sjötta sæti.

Theodór Elmar Bjarnason var svo í liði Lyn sem tapaði 2-0 fyrir Álasundi. Lyn í næstneðsta sæti norsku deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×