MS-ingur setur heimsmet: ,,Það erfiðasta sem ég hef upplifað“ Anton Birkir Sigfússon skrifar 1. október 2009 16:33 Anton Birkir Sigfússon tekur viðtal við Pál Bergþórsson Það gerist ekki oft á þessu litla landi að heimsmet séu slegin, því þykja það mikil tíðindi að ungur nemandi í Menntaskólanum við Sund, Páll Bergþórsson hafi slegið eitt slíkt. Páli tókst að sitja í U-inu sem er helsti samkomustaðuur MS-inga samfellt í 19 klukkustundir og 47 mínútur síðastliðinn þriðjudag og þykir þetta vera mesta afrek í sögu skólans. Fyrra heimsmet átti Baldur Jónsson sem er aldursforseti MS-inga og svokallaður ,,Van Wilder" skólans. Baldri tókst að sitja í 8 klukkustundir og 12 mínútur í U-inu árið 2005. Baldur gerði þó tilraun til þess að slá það ásamt Páli og tókst honum það, þar sem að hann sat í 10 tíma og 24 mínútur. Þetta dugði þó ekki til því að þrautsegja Páls var vægast sagt mögnuð. Við náum tali af Páli eftir setuna og hafði hann þetta að segja um málið: ,,Mér hefur aldrei liðið jafn vel í sálinni þrátt fyrir óbærilega líkamsverki þegar þessu lauk. Náladofi, hausverkur og krampi var strax farinn að angra mig á áttunda tíma. Á þessari stundu hélt ég að Baldur væri að fara að taka þetta, hann virtist svo einbeittur og yfirvegaður, en ég keyrði mig áfram á þrjóskunni einni . Þetta er það erfiðasta sem ég hef upplifað. Ég byrjaði með það eitt í huga að vinna og það er það sem ég gerði. Baldur var stórorður í upphafi en það má segja að munurinn á mér og Baldri sé að ég læt verkin tala." Við náðum einnig tali af Baldri sem hafði þetta að segja: ,,Það er auðvitað aldrei gaman að vita til þess að maður eigi ekki lengur heiðurinn að þessu heimsmeti. Ég verð þó að taka ofan fyrir Páli, enda hef ég aldrei séð aðra eins þrjósku. Ég get þó ekki sagt annað en að ég sé bara sáttur með mína frammistöðu. Ég bætti mitt persónulega met og það var allavega markmiðið til að byrja með. Það sem mér þótti samt erfiðast við þetta allt saman var það að geta ekki verið kærustunni minni í svona langan tíma. Ég gat ekki hugsað mér fleiri mínútur án Tótu minnar, það var bara eins og að Páll ætti engan að. En ég meina svona er þetta bara, það kemur dagur eftir þennan dag og ár eftir þetta ár."Þessi frétt er skrifuð af fulltrúa MS fyrir Skólalífið á Vísi. Menntaskólar Mest lesið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Fleiri fréttir „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Sjá meira
Það gerist ekki oft á þessu litla landi að heimsmet séu slegin, því þykja það mikil tíðindi að ungur nemandi í Menntaskólanum við Sund, Páll Bergþórsson hafi slegið eitt slíkt. Páli tókst að sitja í U-inu sem er helsti samkomustaðuur MS-inga samfellt í 19 klukkustundir og 47 mínútur síðastliðinn þriðjudag og þykir þetta vera mesta afrek í sögu skólans. Fyrra heimsmet átti Baldur Jónsson sem er aldursforseti MS-inga og svokallaður ,,Van Wilder" skólans. Baldri tókst að sitja í 8 klukkustundir og 12 mínútur í U-inu árið 2005. Baldur gerði þó tilraun til þess að slá það ásamt Páli og tókst honum það, þar sem að hann sat í 10 tíma og 24 mínútur. Þetta dugði þó ekki til því að þrautsegja Páls var vægast sagt mögnuð. Við náum tali af Páli eftir setuna og hafði hann þetta að segja um málið: ,,Mér hefur aldrei liðið jafn vel í sálinni þrátt fyrir óbærilega líkamsverki þegar þessu lauk. Náladofi, hausverkur og krampi var strax farinn að angra mig á áttunda tíma. Á þessari stundu hélt ég að Baldur væri að fara að taka þetta, hann virtist svo einbeittur og yfirvegaður, en ég keyrði mig áfram á þrjóskunni einni . Þetta er það erfiðasta sem ég hef upplifað. Ég byrjaði með það eitt í huga að vinna og það er það sem ég gerði. Baldur var stórorður í upphafi en það má segja að munurinn á mér og Baldri sé að ég læt verkin tala." Við náðum einnig tali af Baldri sem hafði þetta að segja: ,,Það er auðvitað aldrei gaman að vita til þess að maður eigi ekki lengur heiðurinn að þessu heimsmeti. Ég verð þó að taka ofan fyrir Páli, enda hef ég aldrei séð aðra eins þrjósku. Ég get þó ekki sagt annað en að ég sé bara sáttur með mína frammistöðu. Ég bætti mitt persónulega met og það var allavega markmiðið til að byrja með. Það sem mér þótti samt erfiðast við þetta allt saman var það að geta ekki verið kærustunni minni í svona langan tíma. Ég gat ekki hugsað mér fleiri mínútur án Tótu minnar, það var bara eins og að Páll ætti engan að. En ég meina svona er þetta bara, það kemur dagur eftir þennan dag og ár eftir þetta ár."Þessi frétt er skrifuð af fulltrúa MS fyrir Skólalífið á Vísi.
Menntaskólar Mest lesið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Fleiri fréttir „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Sjá meira