Vefur Samfylkingarinnar verstur fyrir sjón- og heyrnaskerta 24. apríl 2009 15:41 Vefur Samfylkingarinnar er verstur af öllum vefjum stjórnmálaflokkanna. Vefur Samfylkingarinnar er með lélegasta aðgengið fyrir sjón- og heyrnaskerta samkvæmt óháðu mati fyrirtækisins Sjá ehf, sem gerði úttekt á aðgengi fatlaðra að vefjum allra flokkanna. Það var sérfræðingurinn Sigrún Þorsteinsdóttir sem skoðaði vefina en hún er sérfræðingur í aðgengismálum fatlaðra á vefnum. Hún telur alla vefina hafa sína annmarka gagnvart sjón-og heyrnaskertum. Bendir hún sérstaklega á að letrið á síðunum sé of lítið. Þá eru myndbönd frambjóðanda ekki textuð eða túlkuð fyrir heyrnaskersta. „Ef það er ekkert að manni þá er maður ekkert að spá í þesu," segir Sigrún um vanrækslu flokkanna gagnvart þessum hópi, sem að sjálfsögðu kjósa einnig, en eiga erfiðara með að nálgast stefnumál flokkanna í gegnum vefina sökum slæms aðgengis. Þegar talað er um aðgengi fatlaðra að vefsíðum er verið að tala um alla hópa fatlaðra, það er, blinda, sjónskerta, heyrnarlausa, hreyfihamlaða, lesblinda, greindarskerta og fleiri. Ólíkir hópar fatlaðra hafa svo ólíkar þarfir. Að mati Sigrúna er vefur Vinstri grænna bestur. Hann hefur þó sína ókosti því það þyrfti að stækka letrið. Samfylkingin stendur sig hinsvegar verst af öllum flokkunum en vefurinn býður upp á stillingar til þess að stækka letur en það virkar ekki. Myndbönd eru ekki textuð né túlkuð fyrir heyrnalausa og svo er vefurinn að mörgu leyti afleitur fyrir blinda. Hægt er skoða nákvæma greiningu Sigrúnar á aðgengi vefjanna hér fyrir neðan. Besti vefurinn er efstur og svo koll af kolli þar til endað er á þeim versta. Vinstri grænir - nokkuð aðgengilegur flestum og vel aðgengilegur blindum einstaklingum. Þó þyrfti að vera hægt að stækka letrið. Borgarahreyfingin - ágætur en þó margir vankantar t.d. ótextuð/ótúlkuð myndbönd fyrir heyrnarlausa einstaklinga. Ágætur fyrir blinda einstaklinga. Sjálfstæðisflokkurinn - nokkuð aðgengilegur blindum einstaklingum en inniheldur myndskeið sem heyrnarlausir einstaklingar hafa ekki aðgang að. Lýðræðishreyfingin - nokkuð slakur þó hann sé ágætur fyrir blinda einstaklinga. Frjálslyndir - nokkuð slakur sérstaklega fyrir blinda þar sem Málefni flokksins eru á PDF sem ekki allir blindir hafa aðgang að. Hægt að stækka letur (gott fyrir sjónskerta Framsókn - býður upp á stillingar fyrir lesblinda og sjónskerta einstaklinga sem er mjög flott en er afleitur fyrir blinda einstaklinga. Fann ekki nein myndskeið. Samfylking - býður upp á stillingar til að stækka letur sem virka ekki, myndbönd eru ekki textuð né túlkuð fyrir heyrnarlausa einstaklinga og vefurinn er að mörgu leyti afleitur fyrir blinda einstaklinga og hreyfimyndir (FLASH myndir) eru ekki skilgreindar þannig að blindir hafi gagn af þeim. Það er því nokkuð af efni á vefnum sem fatlaðir notendur hafa ekki aðgang að. Að lokum þykir Sigrúnu merkilegt að fæstir flokkanna hugi að þessum atriðum, þá sérstaklega í ljósi þess að ríkisstjórn Íslands hefur sett leiðbeiningar varðandi aðgengi fatlaðra að upplýsingum á vefsíðum en það gerði hún árið 2006. Kosningar 2009 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Sjá meira
Vefur Samfylkingarinnar er með lélegasta aðgengið fyrir sjón- og heyrnaskerta samkvæmt óháðu mati fyrirtækisins Sjá ehf, sem gerði úttekt á aðgengi fatlaðra að vefjum allra flokkanna. Það var sérfræðingurinn Sigrún Þorsteinsdóttir sem skoðaði vefina en hún er sérfræðingur í aðgengismálum fatlaðra á vefnum. Hún telur alla vefina hafa sína annmarka gagnvart sjón-og heyrnaskertum. Bendir hún sérstaklega á að letrið á síðunum sé of lítið. Þá eru myndbönd frambjóðanda ekki textuð eða túlkuð fyrir heyrnaskersta. „Ef það er ekkert að manni þá er maður ekkert að spá í þesu," segir Sigrún um vanrækslu flokkanna gagnvart þessum hópi, sem að sjálfsögðu kjósa einnig, en eiga erfiðara með að nálgast stefnumál flokkanna í gegnum vefina sökum slæms aðgengis. Þegar talað er um aðgengi fatlaðra að vefsíðum er verið að tala um alla hópa fatlaðra, það er, blinda, sjónskerta, heyrnarlausa, hreyfihamlaða, lesblinda, greindarskerta og fleiri. Ólíkir hópar fatlaðra hafa svo ólíkar þarfir. Að mati Sigrúna er vefur Vinstri grænna bestur. Hann hefur þó sína ókosti því það þyrfti að stækka letrið. Samfylkingin stendur sig hinsvegar verst af öllum flokkunum en vefurinn býður upp á stillingar til þess að stækka letur en það virkar ekki. Myndbönd eru ekki textuð né túlkuð fyrir heyrnalausa og svo er vefurinn að mörgu leyti afleitur fyrir blinda. Hægt er skoða nákvæma greiningu Sigrúnar á aðgengi vefjanna hér fyrir neðan. Besti vefurinn er efstur og svo koll af kolli þar til endað er á þeim versta. Vinstri grænir - nokkuð aðgengilegur flestum og vel aðgengilegur blindum einstaklingum. Þó þyrfti að vera hægt að stækka letrið. Borgarahreyfingin - ágætur en þó margir vankantar t.d. ótextuð/ótúlkuð myndbönd fyrir heyrnarlausa einstaklinga. Ágætur fyrir blinda einstaklinga. Sjálfstæðisflokkurinn - nokkuð aðgengilegur blindum einstaklingum en inniheldur myndskeið sem heyrnarlausir einstaklingar hafa ekki aðgang að. Lýðræðishreyfingin - nokkuð slakur þó hann sé ágætur fyrir blinda einstaklinga. Frjálslyndir - nokkuð slakur sérstaklega fyrir blinda þar sem Málefni flokksins eru á PDF sem ekki allir blindir hafa aðgang að. Hægt að stækka letur (gott fyrir sjónskerta Framsókn - býður upp á stillingar fyrir lesblinda og sjónskerta einstaklinga sem er mjög flott en er afleitur fyrir blinda einstaklinga. Fann ekki nein myndskeið. Samfylking - býður upp á stillingar til að stækka letur sem virka ekki, myndbönd eru ekki textuð né túlkuð fyrir heyrnarlausa einstaklinga og vefurinn er að mörgu leyti afleitur fyrir blinda einstaklinga og hreyfimyndir (FLASH myndir) eru ekki skilgreindar þannig að blindir hafi gagn af þeim. Það er því nokkuð af efni á vefnum sem fatlaðir notendur hafa ekki aðgang að. Að lokum þykir Sigrúnu merkilegt að fæstir flokkanna hugi að þessum atriðum, þá sérstaklega í ljósi þess að ríkisstjórn Íslands hefur sett leiðbeiningar varðandi aðgengi fatlaðra að upplýsingum á vefsíðum en það gerði hún árið 2006.
Kosningar 2009 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Sjá meira