Enn fækkar í Frjálslynda flokknum 23. mars 2009 11:22 Ásgerður Jóna Flosadóttir. Ásgerður Jóna Flosadóttir sem nýverið var kjörin varaformaður Frjálslynda flokksins hefur ákveðið að segja sig úr flokknum. Hún segir að Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður flokksins, vilji ekki gera nauðsynlegar breytingar á flokknum. Ásgerður var kjörin varaformaður á landsþingi sem haldið var fyrir níu dögum. Auk varaformennsku hefur Ásgerður verið formaður í Landssambandi kvenna í Frjálslynda flokknum. Jafnframt var búið að tilkynna að hún myndi leiða lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður en það hyggst hún ekki gera. Frjálslyndi flokkurinn fékk fjóra þingmenn kjörna í þingkosningunum 2007. Tveir þeirra Jón Magnússon og Kristinn H. Gunnarsson sögðu sig núverið úr flokknum. Þá sögðu formenn formenn kjördæmisráðanna í Reykavík fyrir skömmu einnig skilið við flokkinn. Flokknum barst þó liðstyrkur nýverið þegar að þingmaðurinn Karl V. Matthíasson gekk til liðs við flokkinn úr Samfylkingunni. Hann mun leiða flokkinn í Reykjavíkurkjördæmi norður í kosningunum 25. apríl. Tilkynning Ásgerðar: Fyrir nokkru var ég kjörin varaformaður Frjálslynda flokksins. Ég hef starfað fyrir Frjálslynda flokkinn af heilindum frá því að ég gekk í flokkinn á haustmánuðum 2006 og reynt að fá flokksfólk til að vinna saman að sameiginlegum markmiðum. Ég hef gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn m.a. verið formaður Landssambands kvenna í Frjálslynda flokknum, setið í miðstjórn flokksins og einnig skipaði ég annað sæti flokksins við þingkosningar 2007 í Reykjavík Norður. Stjórnmálamenn og stjórnmálaflokkar verða að bera virðingu fyrir sínum innri reglum og lögum og rækta af samviskusemi og koma fram við félaga sína af virðingu en á það hefur skort í FF. Ég hef gagnrýnt hvernig staðið hefur verið að starfsmannamálum og mörgu fleiru í æðstu yfirstjórn flokksins. Nú er hins vegar ljóst að formaður flokksins ætlar sér ekki að að gera nauðsynlegar breytingar á starfsmannahaldi flokksins. Þá hefur því verið hafnað að standa löglega að uppstillingu á framboðslista flokksins í Suð Vestur kjördæmi en ég hef ítrekað gert athugasemdir við að uppstilling flokksins í því kjördæmi sé ólögleg þar sem ekki hafi verið boðað til fundar með löglegum hætti. Þann tíma sem ég hefi gengt starfi varaformanns Frjálslynda flokksins sé ég ekki að vilji sé til neinna breytinga. Flokkur sem virðist ekki geta haft stjórn á sínum innri málefnum er ekki nægilega trúverðugur að mínu mati, en nauðsynlegt er að stjórnmálaflokkar njóti trúverðugleika í þeirri endurreisn og uppbygginu sem framundan er í íslensku þjóðfélagi. Ég hef því ákveðið að segja af mér öllum trúnaðarstörfum á vegum flokksins þar með talið varaformennsku í flokkum og formennsku í Landssambandi kvenna í Frjálslynda flokknum og mun ekki taka sæti á framboðslista flokksins í næstu alþingiskosningum. Jafnframt tilkynni ég hér með að ég segi mig úr Frjálslynda flokknum frá og með deginum í dag. Ég vil þakka öllum þeim fjölmörgu samstarfsmönnum traustið sem þeir hafa sýnt mér og óska flokknum velfarnaðar. Reykjavík 23, mars 2009 Virðingarfyllst, Ásgerður Jóna Flosadóttir Kosningar 2009 Tengdar fréttir Sturla vörubílstjóri leiðir lista Frjálslynda flokksins Sturla Jónsson vörubílstjóri og Ásgerður Jóna Flosadóttir varaformaður Frjálslynda flokksins munu leiða lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður í komandi alþingiskosningum. 18. mars 2009 22:19 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira
Ásgerður Jóna Flosadóttir sem nýverið var kjörin varaformaður Frjálslynda flokksins hefur ákveðið að segja sig úr flokknum. Hún segir að Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður flokksins, vilji ekki gera nauðsynlegar breytingar á flokknum. Ásgerður var kjörin varaformaður á landsþingi sem haldið var fyrir níu dögum. Auk varaformennsku hefur Ásgerður verið formaður í Landssambandi kvenna í Frjálslynda flokknum. Jafnframt var búið að tilkynna að hún myndi leiða lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður en það hyggst hún ekki gera. Frjálslyndi flokkurinn fékk fjóra þingmenn kjörna í þingkosningunum 2007. Tveir þeirra Jón Magnússon og Kristinn H. Gunnarsson sögðu sig núverið úr flokknum. Þá sögðu formenn formenn kjördæmisráðanna í Reykavík fyrir skömmu einnig skilið við flokkinn. Flokknum barst þó liðstyrkur nýverið þegar að þingmaðurinn Karl V. Matthíasson gekk til liðs við flokkinn úr Samfylkingunni. Hann mun leiða flokkinn í Reykjavíkurkjördæmi norður í kosningunum 25. apríl. Tilkynning Ásgerðar: Fyrir nokkru var ég kjörin varaformaður Frjálslynda flokksins. Ég hef starfað fyrir Frjálslynda flokkinn af heilindum frá því að ég gekk í flokkinn á haustmánuðum 2006 og reynt að fá flokksfólk til að vinna saman að sameiginlegum markmiðum. Ég hef gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn m.a. verið formaður Landssambands kvenna í Frjálslynda flokknum, setið í miðstjórn flokksins og einnig skipaði ég annað sæti flokksins við þingkosningar 2007 í Reykjavík Norður. Stjórnmálamenn og stjórnmálaflokkar verða að bera virðingu fyrir sínum innri reglum og lögum og rækta af samviskusemi og koma fram við félaga sína af virðingu en á það hefur skort í FF. Ég hef gagnrýnt hvernig staðið hefur verið að starfsmannamálum og mörgu fleiru í æðstu yfirstjórn flokksins. Nú er hins vegar ljóst að formaður flokksins ætlar sér ekki að að gera nauðsynlegar breytingar á starfsmannahaldi flokksins. Þá hefur því verið hafnað að standa löglega að uppstillingu á framboðslista flokksins í Suð Vestur kjördæmi en ég hef ítrekað gert athugasemdir við að uppstilling flokksins í því kjördæmi sé ólögleg þar sem ekki hafi verið boðað til fundar með löglegum hætti. Þann tíma sem ég hefi gengt starfi varaformanns Frjálslynda flokksins sé ég ekki að vilji sé til neinna breytinga. Flokkur sem virðist ekki geta haft stjórn á sínum innri málefnum er ekki nægilega trúverðugur að mínu mati, en nauðsynlegt er að stjórnmálaflokkar njóti trúverðugleika í þeirri endurreisn og uppbygginu sem framundan er í íslensku þjóðfélagi. Ég hef því ákveðið að segja af mér öllum trúnaðarstörfum á vegum flokksins þar með talið varaformennsku í flokkum og formennsku í Landssambandi kvenna í Frjálslynda flokknum og mun ekki taka sæti á framboðslista flokksins í næstu alþingiskosningum. Jafnframt tilkynni ég hér með að ég segi mig úr Frjálslynda flokknum frá og með deginum í dag. Ég vil þakka öllum þeim fjölmörgu samstarfsmönnum traustið sem þeir hafa sýnt mér og óska flokknum velfarnaðar. Reykjavík 23, mars 2009 Virðingarfyllst, Ásgerður Jóna Flosadóttir
Kosningar 2009 Tengdar fréttir Sturla vörubílstjóri leiðir lista Frjálslynda flokksins Sturla Jónsson vörubílstjóri og Ásgerður Jóna Flosadóttir varaformaður Frjálslynda flokksins munu leiða lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður í komandi alþingiskosningum. 18. mars 2009 22:19 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira
Sturla vörubílstjóri leiðir lista Frjálslynda flokksins Sturla Jónsson vörubílstjóri og Ásgerður Jóna Flosadóttir varaformaður Frjálslynda flokksins munu leiða lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður í komandi alþingiskosningum. 18. mars 2009 22:19