Landsbankastyrkur Sjálfstæðisflokksins líklega ólöglegur Höskuldur Kári Schram skrifar 13. apríl 2009 18:30 Fjárframlag Landsbankans til Sjálfstæðisflokks árið 2006 var líklega ólöglegt samkvæmt hlutafélagalögum. Styrkurinn var veittur án samþykkis stjórnar eða hluthafa. Eins og fram hefur komið tók Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, einn ákvörðun um að styrkja Sjálfstæðisflokkinn um 25 milljónir króna árið 2006. Sú ákvörðun var ekki borin undir bankaráð né Halldór J. Kristjánsson, sem starfaði sem bankastjóri við hlið Sigurjóns á þessum tíma. Ákvörðunin þótti óvenjuleg þar sem venjan var að ákvarðanir um styrki væru teknar í samráði og með vitund bankaráðs og bankastjóra. Samkvæmt hlutafélagalögum þarf stjórn eða hlutahafafundur að samþykkja sérstaklega slíkar ráðstafanir með fjármuni félagsins. Ljóst er að það var ekki gert í þessu tilviki. Þá er heldur ekki hægt að sjá í samþykktum Landsbanka Íslands hf. að bankastjóri hafi heimild til að taka slíkar ákvarðanir án þess að ráðfæra sig við bankaráð. Ásgeir Friðgeirsson, fyrrum aðstoðarmaður Björgólfs Guðmundssonar, fyrrum formanns bankaráðs Landsbankans sagði hins vegar í samtali við Vísi í síðustu viku að ákvörðun Sigurjóns hefði verið eðlileg og ekki brotið gegn reglum bankans. Þeir lögfræðingar sem fréttastofa talaði við í dag segja málið hinsvegar orka tvímælis. Þeir benda á að jafnvel þó að innri reglur bankans hafi veitt bankastjóra heimild til að veita slíka styrki sé upphæðin það há að eðlilegra hefði verið, samkvæmt laganna bókstaf, að láta stjórnina, í þessu tilviki bankaráð, fjalla um málið. Því sé þessi gjörningur á afar gráu svæði. Jafnvel hefði átt að leggja málið fyrir hlutahafafund þar sem um var ræða háan styrk til eins tiltekins stjórnmálaflokks. FL Group starfaði líkt og Landsbankinn undir hlutafélagalögum þegar félagið veitti sjálfstæðisflokknum styrk upp á 30 milljónir króna. Skarphéðinn Berg Steinarsson, var þá stjórnarformaður félagsins en í samtali við fréttastofu sagðist hann ekki minnast þess að fjallað hefði verið um styrkveitinguna á stjórnarfundi FL Group. Heimildir fréttastofu herma að Hannes Smárason, þáverandi forstjóri FL Group, hafi einn ákveðið að veita styrkinn. Kosningar 2009 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Fjárframlag Landsbankans til Sjálfstæðisflokks árið 2006 var líklega ólöglegt samkvæmt hlutafélagalögum. Styrkurinn var veittur án samþykkis stjórnar eða hluthafa. Eins og fram hefur komið tók Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, einn ákvörðun um að styrkja Sjálfstæðisflokkinn um 25 milljónir króna árið 2006. Sú ákvörðun var ekki borin undir bankaráð né Halldór J. Kristjánsson, sem starfaði sem bankastjóri við hlið Sigurjóns á þessum tíma. Ákvörðunin þótti óvenjuleg þar sem venjan var að ákvarðanir um styrki væru teknar í samráði og með vitund bankaráðs og bankastjóra. Samkvæmt hlutafélagalögum þarf stjórn eða hlutahafafundur að samþykkja sérstaklega slíkar ráðstafanir með fjármuni félagsins. Ljóst er að það var ekki gert í þessu tilviki. Þá er heldur ekki hægt að sjá í samþykktum Landsbanka Íslands hf. að bankastjóri hafi heimild til að taka slíkar ákvarðanir án þess að ráðfæra sig við bankaráð. Ásgeir Friðgeirsson, fyrrum aðstoðarmaður Björgólfs Guðmundssonar, fyrrum formanns bankaráðs Landsbankans sagði hins vegar í samtali við Vísi í síðustu viku að ákvörðun Sigurjóns hefði verið eðlileg og ekki brotið gegn reglum bankans. Þeir lögfræðingar sem fréttastofa talaði við í dag segja málið hinsvegar orka tvímælis. Þeir benda á að jafnvel þó að innri reglur bankans hafi veitt bankastjóra heimild til að veita slíka styrki sé upphæðin það há að eðlilegra hefði verið, samkvæmt laganna bókstaf, að láta stjórnina, í þessu tilviki bankaráð, fjalla um málið. Því sé þessi gjörningur á afar gráu svæði. Jafnvel hefði átt að leggja málið fyrir hlutahafafund þar sem um var ræða háan styrk til eins tiltekins stjórnmálaflokks. FL Group starfaði líkt og Landsbankinn undir hlutafélagalögum þegar félagið veitti sjálfstæðisflokknum styrk upp á 30 milljónir króna. Skarphéðinn Berg Steinarsson, var þá stjórnarformaður félagsins en í samtali við fréttastofu sagðist hann ekki minnast þess að fjallað hefði verið um styrkveitinguna á stjórnarfundi FL Group. Heimildir fréttastofu herma að Hannes Smárason, þáverandi forstjóri FL Group, hafi einn ákveðið að veita styrkinn.
Kosningar 2009 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira