Veðrið gæti hjálpað sjálfstæðismönnum Magnús Már Guðmundsson skrifar 23. apríl 2009 16:00 Sigurður Þ. Ragnarsson, veðurfræðingur á Stöð 2. Mynd/Vilhelm Gunnarsson Veðrið á kjördag gæti hjálpað sjálfstæðismönnum en unnið gegn framsóknarmönnum. Þetta segir Sigurður Þ. Ragnarsson, veðurfræðingur á Stöð 2, oft kallaður Siggi Stormur eða Stormurinn. Hann telur að vinstriflokkarnir nái sætum sigri. Siggi segir að skýra megi að nokkru tengsl veðurs og úrslita fyrir einstaka pólitíska hópa. Sjálfstæðismenn virðast þó óháðastir veðurfari á kjördag. Þetta gildi einkum þegar horft er á Framsóknarflokkinn og vinstriflokkana.Vinstrimenn hagnast á þungbúnu veðri „Framsóknarflokkurinn nær ávallt sínum sætustu sigrum í hægviðri og hlýju veðri en úrkoman vinnur gegn honum. Þannig er afleitt fyrir Framsóknarflokkinn að kosið sé þegar úti er úrkomusamt og hiti lágur," segir Siggi. Þá segir Siggi að vinstriflokkarnir nái ávallt góðum árangri í þungbúnu veðri og lágum hita og helst þurfi að vera úrkoma. „Í bjartviðri og hlýindum vinna þeir ekki sína stærstu sigra. Þá skulu þeir í það minnsta ekki vænta stórsigurs." Veðurfræðingurinn segir að veður hafi lítil áhrif á heildarkosningaþátttöku. Það sé hins vegar skýrt að Framsóknarmenn taki frekar þátt í kosningum í góðu veðri en í leiðinda veðri. „Er það túlkun mín að sá hluti kjósenda sem er nokk sama um kosningar almennt og nenna ómögulega á kjörstað í vondu veðri drífa sig af stað þegar veður er gott. Þessi hópur fólks virðist halla sér meira að miðjunni og því verður Framsóknarflokkurinn fyrir valinu." Reiknar með að veðrið hjálpi sjálfstæðismönnum Veðurhorfur gætu hjálpað Sjálfstæðisflokknum á laugardaginn, að mati Sigga. „Þó staða hans í skoðanakönnunum sé afleit má reikna með að veðrið hjálpi eitthvað." Siggi segir að veðrið gæti unnið gegn framsóknarmönnum og þá sérstaklega í einu helsta vígi flokksins á norðanverðu landinu. „Þar verður kalt og él og það afleit staða. Suðurhluti landsins vegur þarna eitthvað á móti." Vinstri flokkarnir ættu að ná sætum sigri, að mati Sigga. „Ekki endilega stórsigri eins og skoðanakannanir benta til þar sem blíðskaparveður verður sunnanlands en Norðurland vegur þarna upp á móti með kaldara veðri og éljum." Kosningar 2009 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Sjá meira
Veðrið á kjördag gæti hjálpað sjálfstæðismönnum en unnið gegn framsóknarmönnum. Þetta segir Sigurður Þ. Ragnarsson, veðurfræðingur á Stöð 2, oft kallaður Siggi Stormur eða Stormurinn. Hann telur að vinstriflokkarnir nái sætum sigri. Siggi segir að skýra megi að nokkru tengsl veðurs og úrslita fyrir einstaka pólitíska hópa. Sjálfstæðismenn virðast þó óháðastir veðurfari á kjördag. Þetta gildi einkum þegar horft er á Framsóknarflokkinn og vinstriflokkana.Vinstrimenn hagnast á þungbúnu veðri „Framsóknarflokkurinn nær ávallt sínum sætustu sigrum í hægviðri og hlýju veðri en úrkoman vinnur gegn honum. Þannig er afleitt fyrir Framsóknarflokkinn að kosið sé þegar úti er úrkomusamt og hiti lágur," segir Siggi. Þá segir Siggi að vinstriflokkarnir nái ávallt góðum árangri í þungbúnu veðri og lágum hita og helst þurfi að vera úrkoma. „Í bjartviðri og hlýindum vinna þeir ekki sína stærstu sigra. Þá skulu þeir í það minnsta ekki vænta stórsigurs." Veðurfræðingurinn segir að veður hafi lítil áhrif á heildarkosningaþátttöku. Það sé hins vegar skýrt að Framsóknarmenn taki frekar þátt í kosningum í góðu veðri en í leiðinda veðri. „Er það túlkun mín að sá hluti kjósenda sem er nokk sama um kosningar almennt og nenna ómögulega á kjörstað í vondu veðri drífa sig af stað þegar veður er gott. Þessi hópur fólks virðist halla sér meira að miðjunni og því verður Framsóknarflokkurinn fyrir valinu." Reiknar með að veðrið hjálpi sjálfstæðismönnum Veðurhorfur gætu hjálpað Sjálfstæðisflokknum á laugardaginn, að mati Sigga. „Þó staða hans í skoðanakönnunum sé afleit má reikna með að veðrið hjálpi eitthvað." Siggi segir að veðrið gæti unnið gegn framsóknarmönnum og þá sérstaklega í einu helsta vígi flokksins á norðanverðu landinu. „Þar verður kalt og él og það afleit staða. Suðurhluti landsins vegur þarna eitthvað á móti." Vinstri flokkarnir ættu að ná sætum sigri, að mati Sigga. „Ekki endilega stórsigri eins og skoðanakannanir benta til þar sem blíðskaparveður verður sunnanlands en Norðurland vegur þarna upp á móti með kaldara veðri og éljum."
Kosningar 2009 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Sjá meira