Vekja athygli á flokkunarkerfi 10. desember 2009 00:01 Ofbeldisleikur PEGI-merkið neðst í vinstra horni þessa tölvuleiks gefur til kynna að hann sé ekki ætlaður ungmennum undir átján ára aldri. Á næstu dögum verða kynntar niðurstöður SAFT könnunarinnar 2009 sem tengjast tölvuleikjum og farsímum. SAFT, sem stendur fyrir Samfélag, fjölskylda og tækni, er vakningarátak um örugga tækninotkun barna og unglinga hér á landi. Samtökin vekja á því athygli að auki mynddiska séu tölvuleikir ein vinsælasta jólagjöfin til íslenskra barna. Þekkt sé að fullorðnir kunni að rata í vandræði þegar að því komi að velja tölvuleik sem henti aldri viðtakenda og því er bent sérstaklega á að velflestir leikir hafi til að bera sérstakar merkingar sem hjálpa eigi fólki. Merki PEGI-flokkunarkerfisins (e. Pan European Games Information), sem er samevrópskt flokkunarkerfi sem setur aldurstakmörk fyrir gagnvirka leiki og kvikmyndir, er alla jafna að finna á framhlið tölvuleikjanna, neðst í vinstra horni. Með innleiðingu kerfisins í Evrópu var ætlunin að tryggja að ólögráða börn færu ekki í leiki eða hefðu aðgang að myndefni sem ekki væri við þeirra hæfi. Þá nýtur kerfið stuðnings framleiðenda leikjatölva. Í þeim hópi eru framleiðendur þeirra tölva sem útbreiddastar eru, svo sem PlayStation, Xbox og Nintendo, sem og útgefendur og fyrirtæki sem þróa gagnvirkra leiki og myndefni um alla Evrópu.- óká Leikjavísir Mest lesið „Ég heillast af hættunni“ Lífið Retró-draumur í Hlíðunum Lífið Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Leikjavísir „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Outer Worlds 2: Eitthvað sem vantar í annars fínan leik Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Nýr íslenskur tölvuleikur um lífsgæðakapphlaupið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Sjá meira
Á næstu dögum verða kynntar niðurstöður SAFT könnunarinnar 2009 sem tengjast tölvuleikjum og farsímum. SAFT, sem stendur fyrir Samfélag, fjölskylda og tækni, er vakningarátak um örugga tækninotkun barna og unglinga hér á landi. Samtökin vekja á því athygli að auki mynddiska séu tölvuleikir ein vinsælasta jólagjöfin til íslenskra barna. Þekkt sé að fullorðnir kunni að rata í vandræði þegar að því komi að velja tölvuleik sem henti aldri viðtakenda og því er bent sérstaklega á að velflestir leikir hafi til að bera sérstakar merkingar sem hjálpa eigi fólki. Merki PEGI-flokkunarkerfisins (e. Pan European Games Information), sem er samevrópskt flokkunarkerfi sem setur aldurstakmörk fyrir gagnvirka leiki og kvikmyndir, er alla jafna að finna á framhlið tölvuleikjanna, neðst í vinstra horni. Með innleiðingu kerfisins í Evrópu var ætlunin að tryggja að ólögráða börn færu ekki í leiki eða hefðu aðgang að myndefni sem ekki væri við þeirra hæfi. Þá nýtur kerfið stuðnings framleiðenda leikjatölva. Í þeim hópi eru framleiðendur þeirra tölva sem útbreiddastar eru, svo sem PlayStation, Xbox og Nintendo, sem og útgefendur og fyrirtæki sem þróa gagnvirkra leiki og myndefni um alla Evrópu.- óká
Leikjavísir Mest lesið „Ég heillast af hættunni“ Lífið Retró-draumur í Hlíðunum Lífið Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Leikjavísir „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Outer Worlds 2: Eitthvað sem vantar í annars fínan leik Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Nýr íslenskur tölvuleikur um lífsgæðakapphlaupið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Sjá meira