Í hópi nýrra þingmanna Samfylkingarinnar eru fimm þingmenn sem hafa starfað á fjölmiðlum.
Sigmundur Ernir Rúnarsson er líklegast þeirra þekktastur, en hann starfaði lengst á fréttastofu Stöðvar 2. Sigmundur er þingmaður Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi. Róbert Marshall starfaði jafnframt á fréttastofu Stöðvar 2.
Skúli Helgason starfaði lengi á Rás 2 áður en hann gerðist framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar. Ólína Þorvarðardóttir var fréttamaður á Ríkissjónvarpinu um árabil og Magnús Orri Schram var íþróttafréttamaður á Ríkisútvarpinu.
Fimm fjölmiðlamenn í hópi nýrra þingmanna Samfylkingarinnar
Jón Hákon Halldórsson skrifar
