Morfís snýst um geimferðir 17. apríl 2009 05:00 Oddur Sigurðsson spáir háspennu í Háskólabíói í kvöld þegar úrslitin ráðast í ræðukeppni Morfís. „Umræðuefnið verða geimferðir; Verzlunarskólinn er á móti en Fjölbrautaskólinn á Suðurnesjum er með og þetta verður hörkukeppni,“ segir Oddur Sigurðsson, formaður Morfís. Úrslitin ráðast í þessari vinsælu ræðukeppni framhaldsskólanna í kvöld í stóra sal Háskólabíós, en í þessari keppni hafa margir af helstu ræðuskörungum þjóðarinnar stigið sín fyrstu skref. Oddur upplýsir að þegar sé næstum uppselt á keppnina sem hefst klukkan átta. Og að sjálfsögðu sé hlaupinn mikill hiti í stríðið sem geisar oft á milli skólanna fyrir úrslitaviðureignina. Þannig hafi einhverjir nemendur Fjölbrautaskólans á Suðurnesjum lokað bílastæði Verzlunarskólans með ísklumpum og fiski. „Og það má fastlega búast við því að Verslingar borgi fyrir sig með einhverjum hætti,“ segir Oddur en eins og Fréttablaðið greindi frá í fyrra var oft grunnt á því góða milli MH og MR sem þá kepptu í úrslitum og vildu sumir meina að þá hefði orrustan farið aðeins yfir mörkin. Óhætt er hægt að segja að liðin í úrslitaviðureigninni í ár eigi sér ólíka sögu í þessari keppni. Verzlunarskólinn hefur oft náð prýðilegum árangri en þetta er í fyrsta skipti sem Suðurnesjamenn komast í úrslit í sögu skólans. Og óhætt er hægt að segja að Morfís-keppnin hafi ekki verið allra í ár því reglunum var breytt fyrir þetta keppnistímabil. Nú gilda stig ekki lengur heldur þarf meirihluti dómara að vera sammála um sigurvegarann. „Það hafa komið upp þrjú kærumál og margir umdeildir sigrar unnist þannig að þetta verður án nokkurs vafa forvitnilegt í kvöld,“ segir Oddur. Morfís Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Sjá meira
„Umræðuefnið verða geimferðir; Verzlunarskólinn er á móti en Fjölbrautaskólinn á Suðurnesjum er með og þetta verður hörkukeppni,“ segir Oddur Sigurðsson, formaður Morfís. Úrslitin ráðast í þessari vinsælu ræðukeppni framhaldsskólanna í kvöld í stóra sal Háskólabíós, en í þessari keppni hafa margir af helstu ræðuskörungum þjóðarinnar stigið sín fyrstu skref. Oddur upplýsir að þegar sé næstum uppselt á keppnina sem hefst klukkan átta. Og að sjálfsögðu sé hlaupinn mikill hiti í stríðið sem geisar oft á milli skólanna fyrir úrslitaviðureignina. Þannig hafi einhverjir nemendur Fjölbrautaskólans á Suðurnesjum lokað bílastæði Verzlunarskólans með ísklumpum og fiski. „Og það má fastlega búast við því að Verslingar borgi fyrir sig með einhverjum hætti,“ segir Oddur en eins og Fréttablaðið greindi frá í fyrra var oft grunnt á því góða milli MH og MR sem þá kepptu í úrslitum og vildu sumir meina að þá hefði orrustan farið aðeins yfir mörkin. Óhætt er hægt að segja að liðin í úrslitaviðureigninni í ár eigi sér ólíka sögu í þessari keppni. Verzlunarskólinn hefur oft náð prýðilegum árangri en þetta er í fyrsta skipti sem Suðurnesjamenn komast í úrslit í sögu skólans. Og óhætt er hægt að segja að Morfís-keppnin hafi ekki verið allra í ár því reglunum var breytt fyrir þetta keppnistímabil. Nú gilda stig ekki lengur heldur þarf meirihluti dómara að vera sammála um sigurvegarann. „Það hafa komið upp þrjú kærumál og margir umdeildir sigrar unnist þannig að þetta verður án nokkurs vafa forvitnilegt í kvöld,“ segir Oddur.
Morfís Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Sjá meira