Óska eftir fólki í Leikhússport 15. janúar 2009 06:00 Góður hópur Carl Henrik vonast eftir fleirum í leikhússporthópinn sem samanstendur meðal annars af fólki frá Þýskalandi, Taívan, Gvatemala, Frakklandi og Austurríki. „Við erum tvö frá Þýskalandi sem stöndum að þessu," segir Carl Henrik Deiting arkitekt sem hefur verið búsettur hér á landi síðastliðin tvö ár, um svokallaðan Leikhússporthóp sem hann stofnsetti fyrir tveimur mánuðum. Leikhússport byggist á spuna þar sem hópar keppa hvorir á móti öðrum á meðan áhorfendur hafa mikil áhrif á framvinduna. „Í venjulegri leiklist þarf fólk að læra klassísk verk eins og Shakespeare, en í leikhússporti hefur maður frjálsari hendur og getur jafnvel leikið mismunandi hlutverk í sama verkinu. Við skiptum okkur í tvo hópa sem keppa hvor á móti öðrum í tíu til fimmtán mínútur í senn. Oft biðjum við áhorfendur um fimm ólík orð sem við spinnum svo út frá og þá getur senan til dæmis breyst frá því að læknir er á skurðstofu á Íslandi, yfir í að hann er staddur úti í skógi í Afríku. Við gefum áhorfendum einnig nammi og krumpuð blöð áður en við byrjum og ef vel gengur kasta þau namminu inn á sviðið, annars pappírnum," útskýrir Carl Henrik og segir leikhússportið hina mestu skemmtun. „Hópurinn okkar heitir Impro theatre Reykjavík og þar sem hann samanstendur bæði af Íslendingum og útlendingum æfum við á ensku. Við vonumst til að fleiri vilji taka þátt og hvetjum þá sem vilja prófa til að koma á næsta fund sem verður í Alþjóðahúsinu við Laugaveg 37 í kvöld milli klukkan 19 og 22. Fólk þarf ekki að vera með reynslu af leiklist til að taka þátt," segir Carl Henrik.- ag Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
„Við erum tvö frá Þýskalandi sem stöndum að þessu," segir Carl Henrik Deiting arkitekt sem hefur verið búsettur hér á landi síðastliðin tvö ár, um svokallaðan Leikhússporthóp sem hann stofnsetti fyrir tveimur mánuðum. Leikhússport byggist á spuna þar sem hópar keppa hvorir á móti öðrum á meðan áhorfendur hafa mikil áhrif á framvinduna. „Í venjulegri leiklist þarf fólk að læra klassísk verk eins og Shakespeare, en í leikhússporti hefur maður frjálsari hendur og getur jafnvel leikið mismunandi hlutverk í sama verkinu. Við skiptum okkur í tvo hópa sem keppa hvor á móti öðrum í tíu til fimmtán mínútur í senn. Oft biðjum við áhorfendur um fimm ólík orð sem við spinnum svo út frá og þá getur senan til dæmis breyst frá því að læknir er á skurðstofu á Íslandi, yfir í að hann er staddur úti í skógi í Afríku. Við gefum áhorfendum einnig nammi og krumpuð blöð áður en við byrjum og ef vel gengur kasta þau namminu inn á sviðið, annars pappírnum," útskýrir Carl Henrik og segir leikhússportið hina mestu skemmtun. „Hópurinn okkar heitir Impro theatre Reykjavík og þar sem hann samanstendur bæði af Íslendingum og útlendingum æfum við á ensku. Við vonumst til að fleiri vilji taka þátt og hvetjum þá sem vilja prófa til að koma á næsta fund sem verður í Alþjóðahúsinu við Laugaveg 37 í kvöld milli klukkan 19 og 22. Fólk þarf ekki að vera með reynslu af leiklist til að taka þátt," segir Carl Henrik.- ag
Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“