Hófsamar jólagjafir fyrirtækja 30. desember 2009 05:00 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Jólagjafirnar á góðærisárunum voru oft glæsilegar og íburðarmiklar og margir supu hreinlega hveljur við fréttum af því hvað leyndist í jólapökkum starfsmanna sumra fyrirtækja. Nú er öldin önnur. Jólagjafir starfsmanna voru almennt minni í sniðum nú á kreppujólunum 2009. Hjá mörgum var þetta sáraeinfalt eins og hjá starfsmönnum Reykjavíkurborgar: Þeir fengu ekki neitt. Bréfberar stóðu í ströngu fyrir jólin og fengu hamborgarhrygg frá Póstinum auk bókar um Friðarsúlu Yokoar Ono. Starfsmenn Símans fengu tíu þúsund króna úttekt í miðborginni auk tveggja miða á mann í Borgarleikhúsið. „Nýju“ bankarnir voru jarðbundnari en þegar lánsféð vætlaði um pípurnar. Landsbankinn (NBI hf.) gaf starfsfólkinu matarkörfu. Kjöt og ostar voru meginuppistaðan þessi jólin. Starfsfólk Arion banka fékk einnig matarkörfu og Spurt að leikslokum spilið að auki. Íslandsbanki gaf starfsfólki sínu rifjárn og uppskriftabók sem starfsfólkið sjálft lagði til uppskriftir í. Á meðan bankinn hét Glitnir fengu starfsmenn Kærleikskúlu frá Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra, en í ár var þeim boðinn afsláttur af kúlunni.Magnús Scheving gaf sínu fólki í Latabæ flíspeysu í jólagjöf.Útrásarfyrirtækin voru misfrumleg í ár. Starfsfólk Decode fékk tveggja hæða konfektkassa, starfsfólk Latabæjar fékk flíspeysu frá Cintamani, en tölvuleikjafyrirtækið CCP var á tæknilegu nótunum og gaf sínu fólki nýmóðins myndatökuvél af tegundinni The Flip. Jólagjafir til starfsfólks Össurar voru smærri í sniðum en áður og í staðinn gaf fyrirtækið 2.000 kr. fyrir hvern og einn til jólaaðstoðar Rauða krossins. Starfsfólk Actavis á Íslandi fékk sams konar jólagjöf frá fyrirtækinu og undanfarin ár, 100.000 kr. í peningum. Upphæðin er sú sama fyrir alla, óháð starfsheiti. Þetta er orðin um tuttugu ára hefð hjá fyrirtækinu og upphæðin hefur verið hundrað þúsund krónur undanfarin ár. Starfsmannafélag Actavis hefur einnig gefið starfsfólki plötu, bók eða eitthvað slíkt, en í ár var ákveðið að láta þau útgjöld heldur renna til góðgerðamála. Jól Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Sjá meira
Jólagjafirnar á góðærisárunum voru oft glæsilegar og íburðarmiklar og margir supu hreinlega hveljur við fréttum af því hvað leyndist í jólapökkum starfsmanna sumra fyrirtækja. Nú er öldin önnur. Jólagjafir starfsmanna voru almennt minni í sniðum nú á kreppujólunum 2009. Hjá mörgum var þetta sáraeinfalt eins og hjá starfsmönnum Reykjavíkurborgar: Þeir fengu ekki neitt. Bréfberar stóðu í ströngu fyrir jólin og fengu hamborgarhrygg frá Póstinum auk bókar um Friðarsúlu Yokoar Ono. Starfsmenn Símans fengu tíu þúsund króna úttekt í miðborginni auk tveggja miða á mann í Borgarleikhúsið. „Nýju“ bankarnir voru jarðbundnari en þegar lánsféð vætlaði um pípurnar. Landsbankinn (NBI hf.) gaf starfsfólkinu matarkörfu. Kjöt og ostar voru meginuppistaðan þessi jólin. Starfsfólk Arion banka fékk einnig matarkörfu og Spurt að leikslokum spilið að auki. Íslandsbanki gaf starfsfólki sínu rifjárn og uppskriftabók sem starfsfólkið sjálft lagði til uppskriftir í. Á meðan bankinn hét Glitnir fengu starfsmenn Kærleikskúlu frá Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra, en í ár var þeim boðinn afsláttur af kúlunni.Magnús Scheving gaf sínu fólki í Latabæ flíspeysu í jólagjöf.Útrásarfyrirtækin voru misfrumleg í ár. Starfsfólk Decode fékk tveggja hæða konfektkassa, starfsfólk Latabæjar fékk flíspeysu frá Cintamani, en tölvuleikjafyrirtækið CCP var á tæknilegu nótunum og gaf sínu fólki nýmóðins myndatökuvél af tegundinni The Flip. Jólagjafir til starfsfólks Össurar voru smærri í sniðum en áður og í staðinn gaf fyrirtækið 2.000 kr. fyrir hvern og einn til jólaaðstoðar Rauða krossins. Starfsfólk Actavis á Íslandi fékk sams konar jólagjöf frá fyrirtækinu og undanfarin ár, 100.000 kr. í peningum. Upphæðin er sú sama fyrir alla, óháð starfsheiti. Þetta er orðin um tuttugu ára hefð hjá fyrirtækinu og upphæðin hefur verið hundrað þúsund krónur undanfarin ár. Starfsmannafélag Actavis hefur einnig gefið starfsfólki plötu, bók eða eitthvað slíkt, en í ár var ákveðið að láta þau útgjöld heldur renna til góðgerðamála.
Jól Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Sjá meira