Sigmundur telur allsherjarhrun framundan 23. apríl 2009 19:43 Formaður Framsóknarflokksins. Mynd/Anton Brink Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að hér sé að hefjast fullkomið kerfishrun og allsherjarhrun íslensks efnahagslífs. Hann vill að ríkisstjórnin birti mat endurskoðunarfyrirtækisins Deloitte og matsfyrirtækisins Oliver Wyman fyrir kosningar. Sigmundur segir í pistli á heimasíðu sinni að fyrirtækin hafi um langt skeið unnið að mati á verðmæti eigna sem fluttar verða úr gömlu bönkunum í þá nýju. Úttekt þeirra feli ekki aðeins í sér upplýsingar um stöðu bankanna sjálfra heldur íslenska hagkerfisins í heild, fyrirtækja og heimila. Ekkert varð af birtingunni „Tilkynnt hafði verið um að matið yrði birt eigi seinna en á miðnætti 15. apríl síðast liðinn. Ekkert varð af birtingunni þá, en vonir stóðu til að upplýsingarnar yrðu birtar fyrir kosningar,“ segir hann. Sigmundur telur ljóst að ríkisstjórnin ætli að bíða með birtingu þessara grundvallarupplýsinga um stöðu íslenskra efnahagsmála fram yfir kosningar. Hann segir óforsvaranlegt af ríkisstjórninni að fara í kosningar án þess að gera þjóðinni grein fyrir raunverulegri stöðu efnahagsmála. „Vegna endurmats og þess hversu hratt hefur fjarað undan atvinnulífinu undanfarnar vikur og mánuði var ákveðið að 2.000 milljarðar til viðbótar af milljörðunum 6.000 væru ónýt lán. Þau lán fara því aftur í gamla bankann og eftir standa í nýju bönkunum 4.000 milljarðar að nafnverði. En þeir 4.000 milljarðar verða þó aftur afskrifaðir um helming. Þ.a. í raun er aðeins gert ráð fyrir að í gegnum nýju bankana innheimtist 2.000 milljarðar af upphaflegum 14.400 milljörðum,“ segir formaðurinn.Hér er að hefjast fullkomið kerfishrun Sigmundur segir að þessar tölur fela í sér að gert sé ráð fyrir algjöru hruni íslensks efnahagslífs. „Niðurstaðan er sú að matið á íslensku bönkunum og stöðu íslenskra fyrirtækja er það að hér sé að hefjast fullkomið kerfishrun. Allsherjarhrun íslensks efnahagslífs,“ segir Sigmundur.Pistil hans er hægt að lesa hér. Kosningar 2009 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að hér sé að hefjast fullkomið kerfishrun og allsherjarhrun íslensks efnahagslífs. Hann vill að ríkisstjórnin birti mat endurskoðunarfyrirtækisins Deloitte og matsfyrirtækisins Oliver Wyman fyrir kosningar. Sigmundur segir í pistli á heimasíðu sinni að fyrirtækin hafi um langt skeið unnið að mati á verðmæti eigna sem fluttar verða úr gömlu bönkunum í þá nýju. Úttekt þeirra feli ekki aðeins í sér upplýsingar um stöðu bankanna sjálfra heldur íslenska hagkerfisins í heild, fyrirtækja og heimila. Ekkert varð af birtingunni „Tilkynnt hafði verið um að matið yrði birt eigi seinna en á miðnætti 15. apríl síðast liðinn. Ekkert varð af birtingunni þá, en vonir stóðu til að upplýsingarnar yrðu birtar fyrir kosningar,“ segir hann. Sigmundur telur ljóst að ríkisstjórnin ætli að bíða með birtingu þessara grundvallarupplýsinga um stöðu íslenskra efnahagsmála fram yfir kosningar. Hann segir óforsvaranlegt af ríkisstjórninni að fara í kosningar án þess að gera þjóðinni grein fyrir raunverulegri stöðu efnahagsmála. „Vegna endurmats og þess hversu hratt hefur fjarað undan atvinnulífinu undanfarnar vikur og mánuði var ákveðið að 2.000 milljarðar til viðbótar af milljörðunum 6.000 væru ónýt lán. Þau lán fara því aftur í gamla bankann og eftir standa í nýju bönkunum 4.000 milljarðar að nafnverði. En þeir 4.000 milljarðar verða þó aftur afskrifaðir um helming. Þ.a. í raun er aðeins gert ráð fyrir að í gegnum nýju bankana innheimtist 2.000 milljarðar af upphaflegum 14.400 milljörðum,“ segir formaðurinn.Hér er að hefjast fullkomið kerfishrun Sigmundur segir að þessar tölur fela í sér að gert sé ráð fyrir algjöru hruni íslensks efnahagslífs. „Niðurstaðan er sú að matið á íslensku bönkunum og stöðu íslenskra fyrirtækja er það að hér sé að hefjast fullkomið kerfishrun. Allsherjarhrun íslensks efnahagslífs,“ segir Sigmundur.Pistil hans er hægt að lesa hér.
Kosningar 2009 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira