Þingmenn allra flokka einhuga um skýrslu bresku þingnefndarinnar 7. apríl 2009 15:39 Kristrún Heimisdóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar og fyrrum aðstoðarmaður utanríkisráðherra, sagði að skýrsla fjármálanefndar breska þingsins væri lýsing á beinni árás bresku ríkisstjórnarinnar á grunnstoðir íslensks samfélags. „Þetta er móralskur sigur," sagði varaþingmaðurinn. Þingnefndin komst að þeirri niðurstöðu að beiting hryðjuverkalaganna í haust sé mjög gagnrýniverð aðgerð. Einnig að í raun sé engin löggjöf til sem geti tekið á viðlíka vanda og kom upp í október. Skýrsla nefndarinnar var tekinn til sérstakrar umræðu á Alþingi í dag utan dagskrár og var Kristrún málshefjandi. Skýrslan á að vera hluti af sóknarstefnu stjórnvalda Í skýrslunni er dregið fram á skýran hátt að beiting hryðjuverkalaganna hafi verið árás ríkisstjórnar á annað ríki og innviði þess, að mati Kristrúnar. Árás sem leiddi til ómælds skaða. Kristrún segir að skýrslan sé góðar fréttir og eigi vera að hluti af sóknarstefnu stjórnvalda. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, fagnaði skýrslunni og sagði hana jákvætt innlegg sem gæti nýst vel til að ná fram rétti Íslendinga. Breska ríkisstjórnin hafi gerst beinn þátttakandi í atburðunum í október og hljóti að bera ábyrgð samkvæmt því. Steingrímur sagði skýrsluna muna gagnast í samningamálum og styrkja kröfur Íslands um að frystingu verði aflétt nú þegar. Málshefjandi umræðunnar um skýrslu bresku þingnefndarinnar var Kristrún Heimisdóttir, varaþingmaður og fyrrum aðstoðarmaður utanríkisráðherra. Árni Mathiesen, þingmaður Sjálfstæðisflokksing og fyrrverandi fjármálaráðherra, sagði að niðurstaðan skýrslu þingnefndarinnar muni styrkja málstað þeirra aðila sem nú reka mál fyrir breskum dómstólum. Hann sagði jafnframt að hún styrkja samningsstöðu Íslendinga varðandi Icesave-reininganna. Bretar brennimerktu Íslendinga Siv Friðleifsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, sagði að yfirskrift skýrslunnar gæti verið: „Bretar brennimerktu Íslendinga." Hún sagði mikilvægt að nýta skýrsluna til hagsbóta í samningaviðræðunum vegna Icesave-skuldbindinganna. Karl V. Matthíasson, þingmaður Frjálslynda flokksins, fagnaði skýrslunni og sagði hana jákvæða og styrkja málflutning fyrrverandi fjármálaráðherra, Árna Mathiesen. Sigur fyrir íslensku þjóðina Skýrslan er mikill sigur fyrir íslensku þjóðina, sagði Sigurður Kári Kristjánsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Sigurður sagði niðurstöðu þingnefndarinnar vera áfellisdóm yfir breskum stjórnvöldum og þá sérstaklega Alistair Darling, fjármálaráðherra. Birkir Jón Jónsson, varaformaður Framsóknarflokksins, þakkaði Kristrúna fyrir að koma málinu á dagskrá þingsins. Birkir sagði skýrluna vera mikinn áfellisdóm yfir ríkisstjórn Gordons Browns og sýna hvernig stjórnin misbeitti sér gegn lítilli þjóð. Kosningar 2009 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Kristrún Heimisdóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar og fyrrum aðstoðarmaður utanríkisráðherra, sagði að skýrsla fjármálanefndar breska þingsins væri lýsing á beinni árás bresku ríkisstjórnarinnar á grunnstoðir íslensks samfélags. „Þetta er móralskur sigur," sagði varaþingmaðurinn. Þingnefndin komst að þeirri niðurstöðu að beiting hryðjuverkalaganna í haust sé mjög gagnrýniverð aðgerð. Einnig að í raun sé engin löggjöf til sem geti tekið á viðlíka vanda og kom upp í október. Skýrsla nefndarinnar var tekinn til sérstakrar umræðu á Alþingi í dag utan dagskrár og var Kristrún málshefjandi. Skýrslan á að vera hluti af sóknarstefnu stjórnvalda Í skýrslunni er dregið fram á skýran hátt að beiting hryðjuverkalaganna hafi verið árás ríkisstjórnar á annað ríki og innviði þess, að mati Kristrúnar. Árás sem leiddi til ómælds skaða. Kristrún segir að skýrslan sé góðar fréttir og eigi vera að hluti af sóknarstefnu stjórnvalda. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, fagnaði skýrslunni og sagði hana jákvætt innlegg sem gæti nýst vel til að ná fram rétti Íslendinga. Breska ríkisstjórnin hafi gerst beinn þátttakandi í atburðunum í október og hljóti að bera ábyrgð samkvæmt því. Steingrímur sagði skýrsluna muna gagnast í samningamálum og styrkja kröfur Íslands um að frystingu verði aflétt nú þegar. Málshefjandi umræðunnar um skýrslu bresku þingnefndarinnar var Kristrún Heimisdóttir, varaþingmaður og fyrrum aðstoðarmaður utanríkisráðherra. Árni Mathiesen, þingmaður Sjálfstæðisflokksing og fyrrverandi fjármálaráðherra, sagði að niðurstaðan skýrslu þingnefndarinnar muni styrkja málstað þeirra aðila sem nú reka mál fyrir breskum dómstólum. Hann sagði jafnframt að hún styrkja samningsstöðu Íslendinga varðandi Icesave-reininganna. Bretar brennimerktu Íslendinga Siv Friðleifsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, sagði að yfirskrift skýrslunnar gæti verið: „Bretar brennimerktu Íslendinga." Hún sagði mikilvægt að nýta skýrsluna til hagsbóta í samningaviðræðunum vegna Icesave-skuldbindinganna. Karl V. Matthíasson, þingmaður Frjálslynda flokksins, fagnaði skýrslunni og sagði hana jákvæða og styrkja málflutning fyrrverandi fjármálaráðherra, Árna Mathiesen. Sigur fyrir íslensku þjóðina Skýrslan er mikill sigur fyrir íslensku þjóðina, sagði Sigurður Kári Kristjánsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Sigurður sagði niðurstöðu þingnefndarinnar vera áfellisdóm yfir breskum stjórnvöldum og þá sérstaklega Alistair Darling, fjármálaráðherra. Birkir Jón Jónsson, varaformaður Framsóknarflokksins, þakkaði Kristrúna fyrir að koma málinu á dagskrá þingsins. Birkir sagði skýrluna vera mikinn áfellisdóm yfir ríkisstjórn Gordons Browns og sýna hvernig stjórnin misbeitti sér gegn lítilli þjóð.
Kosningar 2009 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira