Samið verði við ESB eins fljótt og hægt er 30. mars 2009 04:00 Jóhanna Sigurðardóttir „Það er best fyrir íslenskt samfélag nú í uppbyggingarstarfinu að Sjálfstæðisflokkurinn, sem stjórnað hefur hér í átján ár með þeim afleiðingum sem nú blasa við, verði áfram á stjórnarandstöðubekknum að loknum næstu kosningum,“ sagði nýr formaður Samfylkingarinnar við lok landsfundar flokksins í gær. fréttablaðið/daníel „Við viljum sambærileg kjör fyrir íslenskan almenning og þar sem best gerist í Evrópu. Besta leiðin að þessu markmiði er að leita samninga við Evrópusambandið um fulla aðild og upptöku evru eins fljótt og kostur er." Þetta sagði Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, við lok landsfundar flokksins í gær. Jóhanna sagði mikilvægt að evran verði framtíðargjaldmiðill enda hafi reynslan af íslensku krónunni ekki verið góð. Þá auðveldi Evrópusambandsaðild afnám verðtryggingar. Helsta verkefnið á næstu misserum sé þó að styrkja og koma á stöðugleika krónunnar. En um leið þurfi að gefa umheiminum til kynna á hvaða leið Íslendingar eru. Það eitt og sér muni hjálpa til við endurreisn efnahags- og atvinnulífsins. Jóhanna sagði vanda heimilanna mikinn en þó viðráðanlegan. Rakti hún aðgerðir ríkisstjórnarinnar og sagði þær duga til að bregðast við vanda langflestra. Þá varaði hún við tillögum um flatan niður-skurð skulda og sagði Samfylkinguna ekki munu blekkja þjóðina með tálsýn og óábyrgum tillögum í þeim efnum. Jóhanna sagði að taka þyrfti til í ríkisfjármálunum og sýna aðhald og forgangsröðun sem byggði á réttlæti og velferð fyrir alla en ekki suma. „Skattahækkanir munu ekki leysa vandann," sagði hún og kvað nauðsynlegt að draga úr útgjöldum eins og mögulegt væri. Í stjórnmálaályktun Samfylkingarinnar er lögð áhersla á að jafnaðarstefnan verði leiðarljós við efnahagsstjórn næstu ára. Fyllsta réttlætis verði gætt við uppbyggingu efnahagskerfisins. Hagsmunum Íslendinga eftir kosningar verði best borgið með félagshyggjustjórn sem sæki um aðild að ESB og leggi samning í dóm þjóðarinnar. Í aðildarviðræðum verði grundvallarhagsmunir atvinnuveganna, sérstaklega sjávar-útvegs og landbúnaðar, tryggðir og vörður staðinn um náttúruauðlindir. Áréttað er mikilvægi þess að festa í stjórnarskrá ákvæði um þjóðareign á auðlindum og áhersla lögð á að Alþingi leysi þann eignarhaldsvanda sem frjálst framsal aflaheimilda hefur skapað. Einnig segir í ályktuninni að tryggja þurfi að rekstrarhæf fyrirtæki fái nauðsynlegt fjármagn til rekstrar. Taka þurfi með gagnsæjum hætti á skuldamálum fyrirtækja og tryggja jafnræði í meðferð sambærilegra mála. bjorn@frettabladid.is Kosningar 2009 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
„Við viljum sambærileg kjör fyrir íslenskan almenning og þar sem best gerist í Evrópu. Besta leiðin að þessu markmiði er að leita samninga við Evrópusambandið um fulla aðild og upptöku evru eins fljótt og kostur er." Þetta sagði Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, við lok landsfundar flokksins í gær. Jóhanna sagði mikilvægt að evran verði framtíðargjaldmiðill enda hafi reynslan af íslensku krónunni ekki verið góð. Þá auðveldi Evrópusambandsaðild afnám verðtryggingar. Helsta verkefnið á næstu misserum sé þó að styrkja og koma á stöðugleika krónunnar. En um leið þurfi að gefa umheiminum til kynna á hvaða leið Íslendingar eru. Það eitt og sér muni hjálpa til við endurreisn efnahags- og atvinnulífsins. Jóhanna sagði vanda heimilanna mikinn en þó viðráðanlegan. Rakti hún aðgerðir ríkisstjórnarinnar og sagði þær duga til að bregðast við vanda langflestra. Þá varaði hún við tillögum um flatan niður-skurð skulda og sagði Samfylkinguna ekki munu blekkja þjóðina með tálsýn og óábyrgum tillögum í þeim efnum. Jóhanna sagði að taka þyrfti til í ríkisfjármálunum og sýna aðhald og forgangsröðun sem byggði á réttlæti og velferð fyrir alla en ekki suma. „Skattahækkanir munu ekki leysa vandann," sagði hún og kvað nauðsynlegt að draga úr útgjöldum eins og mögulegt væri. Í stjórnmálaályktun Samfylkingarinnar er lögð áhersla á að jafnaðarstefnan verði leiðarljós við efnahagsstjórn næstu ára. Fyllsta réttlætis verði gætt við uppbyggingu efnahagskerfisins. Hagsmunum Íslendinga eftir kosningar verði best borgið með félagshyggjustjórn sem sæki um aðild að ESB og leggi samning í dóm þjóðarinnar. Í aðildarviðræðum verði grundvallarhagsmunir atvinnuveganna, sérstaklega sjávar-útvegs og landbúnaðar, tryggðir og vörður staðinn um náttúruauðlindir. Áréttað er mikilvægi þess að festa í stjórnarskrá ákvæði um þjóðareign á auðlindum og áhersla lögð á að Alþingi leysi þann eignarhaldsvanda sem frjálst framsal aflaheimilda hefur skapað. Einnig segir í ályktuninni að tryggja þurfi að rekstrarhæf fyrirtæki fái nauðsynlegt fjármagn til rekstrar. Taka þurfi með gagnsæjum hætti á skuldamálum fyrirtækja og tryggja jafnræði í meðferð sambærilegra mála. bjorn@frettabladid.is
Kosningar 2009 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira