Íslenski boltinn

1. deild: Þrjú efstu liðin sigruðu þrjú neðstu liðin

Ómar Þorgeirsson skrifar
Sævar Þór Gíslason skoraði tvö mörk fyrir Selfoss í kvöld.
Sævar Þór Gíslason skoraði tvö mörk fyrir Selfoss í kvöld.

Sextánda umferð 1. deildar karla hófst í kvöld með fjórum leikjum.

Topplið Selfoss van 1-6 sigur gegn botnliði Víkings frá Ólafsvík en Ólsarar komust yfir í leiknum.

Haukar fylgja Selfyssingum fast eftir og eru áfram fjórum stigum frá toppsætinu eftir 0-1 sigur gegn ÍA upp á Skaga en Skagamenn eru sem fyrr í harðri fallbaráttu.

KA hélt í við toppliðin með 2-1 sigri gegn Aftureldingu en Mosfellingar eru í bullandi vandræðum í næst neðsta sæti deildarinnar.

Þá héldu Leiknismenn uppteknum hætti með 1-2 sigri gegn Víkingi Reykjavík en þetta var þriðji sigurleikur Breiðhyltinga í röð í deildinni og liðið skaust þar með upp í fimmta sæti deildarinnar.

Umferðin klárast á morgun þegar annars vegar HK og Þór mætast í Kópavogi og hins vegar ÍR og Fjarðabyggð eigast við í Breiðholtinum.

Úrslit kvöldsins (heimild: Fótbolti.net):



Víkingur 1-2 Leiknir:

0-1 Ólafur Hrannar Kristjánsson

1-1 Marteinn Briem

1-2 Ólafur Hrannar Kristjánsson

ÍA 0-1 Haukar:

0-1 Úlfar Hrafn Pálsson

Víkingur Ó 1-6 Selfoss:

1-0 Brynjar Gauti

1-1 Hjörtur Hjartarson (víti)

1-2 Dalibor Nedic (sjálfsmark)

1-3 Stefán Ragnar Gunnlaugsson

1-4 Arilíus Marteinsson

1-5 Sævar Þór Gíslason

1-6 Sævar Þór Gíslason

KA 2 - 1 Afturelding

0-1 Albert Ástvaldsson

1-1 David Disztl

2-1 David Disztl (víti)












Fleiri fréttir

Sjá meira


×